Fréttablaðið - 07.06.2008, Page 46

Fréttablaðið - 07.06.2008, Page 46
● heimili&hönnun Húsgagnasmiðurinn Hans J. Wegner (1915-2007) þykir vera einn merkasti hönnuður Dana, en á ferli sínum hlaut hann ótal verðlaun fyrir verk sín. Wegner starfaði sem að- stoðarmaður Arne Jacob- sen og Erik Moller á ár- unum 1938-1942, en saman unnu þeir Jacobsen að hönn- un ráðhússins í Árósum. Hann setti síðan á fót sína eigin hönn- unarstofu árið 1943 og vakti fyrst verulega athygli fyrir stól sem hann nefndi ein- faldlega stólinn. Wegner náði síðan heimsfrægð á sjöunda áratugnum en þegar hann lést árið 2007 hafði hann hann- að yfir 500 stóla. Uxinn, páfuglastól- inn, óskabeins- stólinn og þjónninn eru á meðal þeirra þekktustu, en eintök af þeim eru til sýnis á mörgum af helstu söfnum heims. Tímalaus hönnun ● Hans J. Wegner er talinn vera einn merkasti hönnuður Dana. Danski húsgagnasmiðurinn Hans J. Wegner hannaði þetta sófasett en hlutir eftir hann eru til sýnis á mörgum af helstu söfnum veraldar. Páfuglastóllinn er á meðal þekktustu verka Hans J. Wegner. „Fókusinn er á myndlistartengd- ar útgáfur í hvaða formi sem er,“ segir Guðrún Benónýsdóttir, einn verslunareigenda, um hugmynd- ina á bak við bókabúðina og útgáfuna Útúr- dúr. Eins og nafn- ið gefur til kynna er verslunin ekki í alfaraleið heldur er hún á Njálsgötu 14. Á bak við Útúrdúr standa sex manns sem allir eru tengdir menn- ingu á einn eða annan hátt, sumir eru myndlistarmenn, aðrir tengjast kvikmyndagerð og tónlist. Í Útúrdúr er að finna allt mögu- legt tengt myndlistarútgáfu svo sem bækur, rit, bæklinga, teikni- myndasögur og plaköt. Einnig er þar að finna annars konar útgáfu- verk, svokölluð bókverk og fjöl- feldi, sem eru mitt á milli þess að vera grafík- verk og bók. „Lítið aðgengi hefur verið að slíkum verkum þó að þau hafi lengi verið til í listaheimin- um. Myndlistarfólk býr til þessa ákveðnu gerð bóka sem eru mjög mismunandi sam- settar, allt frá því að vera venjuleg, bundin eða heftuð bók í að vera gler- box með lausum blöðum eða hlut- um í,“ segir Guðrún um verkin sem gefin eru út í takmörkuðu upplagi og handárituð af myndlistamann- inum. „Í raun er bókformið bara annað rými, annar möguleiki fyrir myndlistarmenn til að vinna á. Hug- myndin er að ná inn þessu efni sem við vitum að liggur mikið til í skúff- um hjá myndlistarmönnum. Það hefur alltaf verið gróska í þessari útgáfu sem finnur sér ekki stað inni í venjulegum bókaverslunum þar sem fjöldaframleiðslu er krafist.“ En Útúrdúr selur ekki aðeins bókverk heldur gefur einnig út verk í samvinnu við myndlistar- menn. „Okkur langar til að búa til innranet við aðra starfandi aðila í útgáfum og bókabúðum. Við erum í samvinnu við bókabúð í Noregi sem heitir Torpedo, við seljum bækur sem þau gefa út og þau eru með bækur sem við erum að gefa út,“ segir Guðrún en Útúrdúr á einnig í samstarfi við frumkvöðulinn í þess- um geira, Boekie Woekie í Amster- dam, og verslun í New York. Þrátt fyrir að vera aðeins nokk- urra mánaða gömul gengur Útúr- dúr vel. Eigendur hafa verið dugleg- ir að kynna verslunina með ýmiss konar uppákomum svo sem útgáfu- veislum, tónleikum og upplestrum. „Búðin er mjög sérhæfð en kúnna- hópurinn fer stöðugt stækkandi,” segir Guðrún. - mþþ Bókformið er annars konar rými ● Útúrdúr býður upp á allt mögulegt tengt myndlistarútgáfu. Þar er hægt að kaupa bækur, tímarit, plaköt, bókverk og fjölfeldi ásamt efni sem Útúrdúr gefur út í samvinnu við myndlistarmenn. Í búðinni er meðal annars að finna ýmiss konar myndlistarbækur. Útúrdúr er að finna í húsi á Njálsgötu 14. ● HÖNNUN Þetta litríka ljós er eftir breska hönnuðinn Stuart Haygarth, sem hannar ljós úr hlutum sem hann finnur úti í náttúrunni. Frá árinu 2004 hefur hann safnað hlutum og sett þá saman á nýjan hátt, sem breytir alveg fyrri merk- ingu þeirra. Eru ljósin meðal annars búin til úr hlutum sem rekur á breskar fjörur. Að búðinni standa sex manns, Sigurður Finnsson og Guðrún Benónýsdóttir sem eru á myndinni, ásamt Pétri Má Gunnarssyni, Þórunni Hafstað, Auði Jörundsdóttur og Hildigunni Birgisdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Bæjarhrauni 10 - Hafnarfirði - Sími 520 7500 - www.hraunhamar.is Höfum fengið í einkasölu á þessum einstaka stað, glæsilegt 305 fm einbýli með innbyggðum bílskúr. Eignin er glæsilega hönnuð, með glæsilegum stórum stof- um, nýstandsett eldhús, glæsilegt útsýni af tveimur svölum. Mjög góð auka íbúð á jarðhæð með sér inngangi. Eign í toppstandi utan sem innan. Einstök staðsetning. Verðtilboð. Upplýsingar gefur Hilmar sölumaður í síma 892-9694 eða á skrifstofu Hraunhamars. J ó f r í ð a r s t a ð a v e g u r 7. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.