Fréttablaðið - 07.06.2008, Síða 46

Fréttablaðið - 07.06.2008, Síða 46
● heimili&hönnun Húsgagnasmiðurinn Hans J. Wegner (1915-2007) þykir vera einn merkasti hönnuður Dana, en á ferli sínum hlaut hann ótal verðlaun fyrir verk sín. Wegner starfaði sem að- stoðarmaður Arne Jacob- sen og Erik Moller á ár- unum 1938-1942, en saman unnu þeir Jacobsen að hönn- un ráðhússins í Árósum. Hann setti síðan á fót sína eigin hönn- unarstofu árið 1943 og vakti fyrst verulega athygli fyrir stól sem hann nefndi ein- faldlega stólinn. Wegner náði síðan heimsfrægð á sjöunda áratugnum en þegar hann lést árið 2007 hafði hann hann- að yfir 500 stóla. Uxinn, páfuglastól- inn, óskabeins- stólinn og þjónninn eru á meðal þeirra þekktustu, en eintök af þeim eru til sýnis á mörgum af helstu söfnum heims. Tímalaus hönnun ● Hans J. Wegner er talinn vera einn merkasti hönnuður Dana. Danski húsgagnasmiðurinn Hans J. Wegner hannaði þetta sófasett en hlutir eftir hann eru til sýnis á mörgum af helstu söfnum veraldar. Páfuglastóllinn er á meðal þekktustu verka Hans J. Wegner. „Fókusinn er á myndlistartengd- ar útgáfur í hvaða formi sem er,“ segir Guðrún Benónýsdóttir, einn verslunareigenda, um hugmynd- ina á bak við bókabúðina og útgáfuna Útúr- dúr. Eins og nafn- ið gefur til kynna er verslunin ekki í alfaraleið heldur er hún á Njálsgötu 14. Á bak við Útúrdúr standa sex manns sem allir eru tengdir menn- ingu á einn eða annan hátt, sumir eru myndlistarmenn, aðrir tengjast kvikmyndagerð og tónlist. Í Útúrdúr er að finna allt mögu- legt tengt myndlistarútgáfu svo sem bækur, rit, bæklinga, teikni- myndasögur og plaköt. Einnig er þar að finna annars konar útgáfu- verk, svokölluð bókverk og fjöl- feldi, sem eru mitt á milli þess að vera grafík- verk og bók. „Lítið aðgengi hefur verið að slíkum verkum þó að þau hafi lengi verið til í listaheimin- um. Myndlistarfólk býr til þessa ákveðnu gerð bóka sem eru mjög mismunandi sam- settar, allt frá því að vera venjuleg, bundin eða heftuð bók í að vera gler- box með lausum blöðum eða hlut- um í,“ segir Guðrún um verkin sem gefin eru út í takmörkuðu upplagi og handárituð af myndlistamann- inum. „Í raun er bókformið bara annað rými, annar möguleiki fyrir myndlistarmenn til að vinna á. Hug- myndin er að ná inn þessu efni sem við vitum að liggur mikið til í skúff- um hjá myndlistarmönnum. Það hefur alltaf verið gróska í þessari útgáfu sem finnur sér ekki stað inni í venjulegum bókaverslunum þar sem fjöldaframleiðslu er krafist.“ En Útúrdúr selur ekki aðeins bókverk heldur gefur einnig út verk í samvinnu við myndlistar- menn. „Okkur langar til að búa til innranet við aðra starfandi aðila í útgáfum og bókabúðum. Við erum í samvinnu við bókabúð í Noregi sem heitir Torpedo, við seljum bækur sem þau gefa út og þau eru með bækur sem við erum að gefa út,“ segir Guðrún en Útúrdúr á einnig í samstarfi við frumkvöðulinn í þess- um geira, Boekie Woekie í Amster- dam, og verslun í New York. Þrátt fyrir að vera aðeins nokk- urra mánaða gömul gengur Útúr- dúr vel. Eigendur hafa verið dugleg- ir að kynna verslunina með ýmiss konar uppákomum svo sem útgáfu- veislum, tónleikum og upplestrum. „Búðin er mjög sérhæfð en kúnna- hópurinn fer stöðugt stækkandi,” segir Guðrún. - mþþ Bókformið er annars konar rými ● Útúrdúr býður upp á allt mögulegt tengt myndlistarútgáfu. Þar er hægt að kaupa bækur, tímarit, plaköt, bókverk og fjölfeldi ásamt efni sem Útúrdúr gefur út í samvinnu við myndlistarmenn. Í búðinni er meðal annars að finna ýmiss konar myndlistarbækur. Útúrdúr er að finna í húsi á Njálsgötu 14. ● HÖNNUN Þetta litríka ljós er eftir breska hönnuðinn Stuart Haygarth, sem hannar ljós úr hlutum sem hann finnur úti í náttúrunni. Frá árinu 2004 hefur hann safnað hlutum og sett þá saman á nýjan hátt, sem breytir alveg fyrri merk- ingu þeirra. Eru ljósin meðal annars búin til úr hlutum sem rekur á breskar fjörur. Að búðinni standa sex manns, Sigurður Finnsson og Guðrún Benónýsdóttir sem eru á myndinni, ásamt Pétri Má Gunnarssyni, Þórunni Hafstað, Auði Jörundsdóttur og Hildigunni Birgisdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Bæjarhrauni 10 - Hafnarfirði - Sími 520 7500 - www.hraunhamar.is Höfum fengið í einkasölu á þessum einstaka stað, glæsilegt 305 fm einbýli með innbyggðum bílskúr. Eignin er glæsilega hönnuð, með glæsilegum stórum stof- um, nýstandsett eldhús, glæsilegt útsýni af tveimur svölum. Mjög góð auka íbúð á jarðhæð með sér inngangi. Eign í toppstandi utan sem innan. Einstök staðsetning. Verðtilboð. Upplýsingar gefur Hilmar sölumaður í síma 892-9694 eða á skrifstofu Hraunhamars. J ó f r í ð a r s t a ð a v e g u r 7. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.