Fréttablaðið - 07.06.2008, Page 62

Fréttablaðið - 07.06.2008, Page 62
34 7. júní 2008 LAUGARDAGUR Á rni Scheving hefði orðið sjötugur á morgun, en hann lést 22. desember síðastliðinn. Í tilefni dagsins verða haldnir glæsilegir tónleikar í Súlnasal Hótel Sögu annað kvöld, sunnudagskvöldið 8. júní, þar sem fjörutíu af fremstu djasstónlistar- mönnum landsins koma saman til að heiðra minningu þessa mikla tónlistarmanns. Árni var einn fjölhæfasti tónlist- armaður sem Ísland hefur átt. Hann var jafnvígur á fjölda hljóð- færa svo sem bassa, harmóníku, óbó, saxófón og píanó, en segja má að víbrafónninn hafi verið ein- kennishljóðfæri hans. Ungur að árum lærði hann á blokkflautu og harmóníku. Víbrafónninn var vin- sælt hljóðfæri í hljómsveitum á þessum árum og Árna langaði mikið í víbrafón. Eftir að hafa þrælað sumarlangt í byggingar- vinnu keypti hann sér víbrafón sem Svavar Gests kenndi honum undirstöðuatriðin á. Stuttu síðar hringdi sjálfur KK í hann og sautj- án ára, árið 1955, var hann kominn í vinsælustu hljómsveit landsins, KK-sextettinn. Hann lék með sextettinum þar til hann var lagð- ur niður árið 1960. Þegar hér var komið sögu var Árni heldur betur kominn á bragð- ið. Fram á dauðadag var hann á fullu, bæði sem spilari og kennari, á sviði, í kennslustofum, í æfingar- húsnæðum og í hljóðverum. Árni lék inn á hátt í 300 hljómplötur og tók virkan þátt í að efla tónlistarlíf landsins og ekki síst djasslífið. Eitt helsta afrek Árna var að skipu- leggja tónleika Útlendingaher- sveitarinnar, þar sem hann kallaði gamla félaga heim frá útlöndum til að leika djass fyrir Íslendinga á ótal tónleikum og tveimur plötum. Þeir sem koma fram á tónleikun- um annað kvöld eru meðal annars Stórsveit Reykjavíkur, Ragnar Bjarnason, Guðmundur Stein- grímsson, Sigurður Flosason, Pálmi Gunnarsson, Óskar og Ómar Guðjónssynir, Björn Thoroddsen og Einar Scheving. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og 1.500 krónu aðgangseyrir rennur óskiptur í minningarsjóð Árna, sem mun styrkja efnilega tónlistarmenn til framhaldnáms. gunnarh@frettabladid.is Í minningu Árna Scheving UNGUR AÐ ÁRUM VIÐ VÍBRAFÓNINN Árni byrjaði að spila á einkennis- hljóðfæri sitt sextán ára gamall. Hér er hann við fyrsta víbrafóninn sinn af Trixton-gerð. Myndina tók Örn Egilsson, æskuvinur og skólafélagi Árna. BRÁÐUNGUR MEÐ VINSÆLASTA BANDI LANDSINS KK-sextettinn réði ríkjum á ballmarkaðinum á sjötta áratugnum. Hér er sextettinn ásamt söngvurum árið 1958. Frá vinstri: Guðmundur Steingrímsson, Kjartan Magnússon, Ellý Vilhjálms, KK, Ólafur Gaukur, Raggi Bjarna, Árni og Jón „Bassi“ Sigurðsson. GRÍN OG GLENS Á HÓTEL SÖGU Í UPP- HAFI TÍUNDA ÁRATUGARINS Haukur Heiðar Ingólfsson, Ómar Ragn- arsson, Halli, Laddi og Árni. Síðar lék Árni með Hauki Heiðari á plötum hans. SUMARGLEÐIN KYNNIR GLÆSILEGA VINNINGA Í HAPPDRÆTTISLEIK Árni í hópi helstu gleðipinna landsins, mitt á milli Þorgeirs Ástvaldssonar og Bessa Bjarnasonar. GAMMURINN LÁTINN GEISA MEÐ FINN ZIEGLER Árni og danski fiðluleikarinn Finn Ziegler áttu gott samstarf sem skilaði sér á mörgum glæsilegum tónleikum og einni plötu. Hér er sveitin í blússandi sveiflu á Jazzvakningartónleikum 1998. Einar Scheving er á trommum og Gunnar Hrafnsson á bassa. Danski píanóleikarinn Olivier Antunes, fimmti maður kvintettsins, er utan linsu ljósmyndarans. MEÐ STÓRSVEIT HORNAFLOKKS KÓPA- VOGS Á MIÐJUM NÍUNDA ÁRATUGNUM Árni stjórnaði ýmsum hljómsveitum á ferlinum, þar á meðal þessum ungu Kópavogsbúum í glæsilegum hljóm- sveitarbúningum. KRISTINN, JÓN PÁLL OG ÁRNI GANTAST Í ÚTLÖNDUM Eftir að KK-sextettinn hætti störfum fór Árni til Þýskalands og lék í þýskri hljómsveit ásamt Kristni Vil- helmssyni og Jóni Páli. Seinna léku þeir þremenningar víða í Danmörku. FLOTTUR VIÐ VÍBRAFÓNINN Stíliseruð „Film Noir“-mynd frá sjötta áratugnum. Höfundur myndarinnar er að öllum líkindum píanóleikarinn Kjartan Magnússon sem var lunkinn ljósmyndari.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.