Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.06.2008, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 07.06.2008, Qupperneq 62
34 7. júní 2008 LAUGARDAGUR Á rni Scheving hefði orðið sjötugur á morgun, en hann lést 22. desember síðastliðinn. Í tilefni dagsins verða haldnir glæsilegir tónleikar í Súlnasal Hótel Sögu annað kvöld, sunnudagskvöldið 8. júní, þar sem fjörutíu af fremstu djasstónlistar- mönnum landsins koma saman til að heiðra minningu þessa mikla tónlistarmanns. Árni var einn fjölhæfasti tónlist- armaður sem Ísland hefur átt. Hann var jafnvígur á fjölda hljóð- færa svo sem bassa, harmóníku, óbó, saxófón og píanó, en segja má að víbrafónninn hafi verið ein- kennishljóðfæri hans. Ungur að árum lærði hann á blokkflautu og harmóníku. Víbrafónninn var vin- sælt hljóðfæri í hljómsveitum á þessum árum og Árna langaði mikið í víbrafón. Eftir að hafa þrælað sumarlangt í byggingar- vinnu keypti hann sér víbrafón sem Svavar Gests kenndi honum undirstöðuatriðin á. Stuttu síðar hringdi sjálfur KK í hann og sautj- án ára, árið 1955, var hann kominn í vinsælustu hljómsveit landsins, KK-sextettinn. Hann lék með sextettinum þar til hann var lagð- ur niður árið 1960. Þegar hér var komið sögu var Árni heldur betur kominn á bragð- ið. Fram á dauðadag var hann á fullu, bæði sem spilari og kennari, á sviði, í kennslustofum, í æfingar- húsnæðum og í hljóðverum. Árni lék inn á hátt í 300 hljómplötur og tók virkan þátt í að efla tónlistarlíf landsins og ekki síst djasslífið. Eitt helsta afrek Árna var að skipu- leggja tónleika Útlendingaher- sveitarinnar, þar sem hann kallaði gamla félaga heim frá útlöndum til að leika djass fyrir Íslendinga á ótal tónleikum og tveimur plötum. Þeir sem koma fram á tónleikun- um annað kvöld eru meðal annars Stórsveit Reykjavíkur, Ragnar Bjarnason, Guðmundur Stein- grímsson, Sigurður Flosason, Pálmi Gunnarsson, Óskar og Ómar Guðjónssynir, Björn Thoroddsen og Einar Scheving. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og 1.500 krónu aðgangseyrir rennur óskiptur í minningarsjóð Árna, sem mun styrkja efnilega tónlistarmenn til framhaldnáms. gunnarh@frettabladid.is Í minningu Árna Scheving UNGUR AÐ ÁRUM VIÐ VÍBRAFÓNINN Árni byrjaði að spila á einkennis- hljóðfæri sitt sextán ára gamall. Hér er hann við fyrsta víbrafóninn sinn af Trixton-gerð. Myndina tók Örn Egilsson, æskuvinur og skólafélagi Árna. BRÁÐUNGUR MEÐ VINSÆLASTA BANDI LANDSINS KK-sextettinn réði ríkjum á ballmarkaðinum á sjötta áratugnum. Hér er sextettinn ásamt söngvurum árið 1958. Frá vinstri: Guðmundur Steingrímsson, Kjartan Magnússon, Ellý Vilhjálms, KK, Ólafur Gaukur, Raggi Bjarna, Árni og Jón „Bassi“ Sigurðsson. GRÍN OG GLENS Á HÓTEL SÖGU Í UPP- HAFI TÍUNDA ÁRATUGARINS Haukur Heiðar Ingólfsson, Ómar Ragn- arsson, Halli, Laddi og Árni. Síðar lék Árni með Hauki Heiðari á plötum hans. SUMARGLEÐIN KYNNIR GLÆSILEGA VINNINGA Í HAPPDRÆTTISLEIK Árni í hópi helstu gleðipinna landsins, mitt á milli Þorgeirs Ástvaldssonar og Bessa Bjarnasonar. GAMMURINN LÁTINN GEISA MEÐ FINN ZIEGLER Árni og danski fiðluleikarinn Finn Ziegler áttu gott samstarf sem skilaði sér á mörgum glæsilegum tónleikum og einni plötu. Hér er sveitin í blússandi sveiflu á Jazzvakningartónleikum 1998. Einar Scheving er á trommum og Gunnar Hrafnsson á bassa. Danski píanóleikarinn Olivier Antunes, fimmti maður kvintettsins, er utan linsu ljósmyndarans. MEÐ STÓRSVEIT HORNAFLOKKS KÓPA- VOGS Á MIÐJUM NÍUNDA ÁRATUGNUM Árni stjórnaði ýmsum hljómsveitum á ferlinum, þar á meðal þessum ungu Kópavogsbúum í glæsilegum hljóm- sveitarbúningum. KRISTINN, JÓN PÁLL OG ÁRNI GANTAST Í ÚTLÖNDUM Eftir að KK-sextettinn hætti störfum fór Árni til Þýskalands og lék í þýskri hljómsveit ásamt Kristni Vil- helmssyni og Jóni Páli. Seinna léku þeir þremenningar víða í Danmörku. FLOTTUR VIÐ VÍBRAFÓNINN Stíliseruð „Film Noir“-mynd frá sjötta áratugnum. Höfundur myndarinnar er að öllum líkindum píanóleikarinn Kjartan Magnússon sem var lunkinn ljósmyndari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.