Fréttablaðið - 07.06.2008, Side 66

Fréttablaðið - 07.06.2008, Side 66
38 7. júní 2008 LAUGARDAGUR RÚSSLAND Kostir: Sovétríkin voru sannkallað knattspyrnustórveldi. Rússland er risastórt land sem hefur beðið lengi eftir árangri. Það er því ljóst að margir munu kætast ef þeir vinna, sér í lagi gamlir kommar. Þjálfarinn Guus Hiddink hefur mikla náðargáfu. Gallar: Rússar stóðu sig vel í undankeppninni, en þá fengu þeir að spila á gervigrasi. Liðið er kallað „rússneski björninn“. Eins og atburðir síðustu daga bera vitni um eru birnir ekkert hættulegir í hugum fólks, heldur hvítir og krúttlegir. SVÍÞJÓÐ Kostir: Svíar eru frændur okkar. Samkvæmt Eurovision-reglum ættum við að styðja þá sem næst okkur búa og eru líkastir okkur í háttum. Svíar eiga líka Henke Larsson, besta knattspyrnumann Skandinavíu síðan Mikael Laudrup var og hét. Gallar: Fátt er spennandi í fari Svía, og helst að einstaka bók eftir Astrid Lindgren veki áhuga manns. Þeir eru svo hryllilega skipulagðir að ef þeir ynnu keppnina yrði líklega lítið um fagnaðarlæti hjá þjóðinni. Þeir þyrftu, jú, að mæta í vinnuna daginn eftir. FRAKKLAND Kostir: Frakkar hafa á að skipa þrautreyndu liði sem kann að vinna titla. Einnig rennur franskt blóð í æðum fjölmargra Íslendinga, þótt þeir viti ekki endilega af því. Lágvaxnir og dökkhærðir Frónbúar ættu því að taka sénsinn og styðja Les Bleus. Gallar: Þeir sem vilja síður að helstu hetjur liðsins síns séu skallandi fólk í bringuna hægri vinstri úti um allan völl ættu að halda sig fjarri Frökkum. Frakkar búa yfir miklum hæfileikum, en knattspyrnan sem þeir leika ber því of sjaldan vitni. C-RIÐILL ÍTALÍA Kostir: Liðið er feiknasterkt og líklegur sigurvegari mótsins. Leikmenn höfða gjarnan til kvenpeningsins, sem kann að meta dökksleikt hár og ástríðuþrunginn skaphita. Svo má ekki gleyma stærstu gjöf Ítalíu til umheimsins, pitsunni. Gallar: Það loðir spillingarfnykur við ítalska knattspyrnu. Liðinu hefur verið lýst sem hrútleiðinlegum svindlurum, og virðist gangast fúslega við þeirri nafngift. Ítalar eru sem sagt heiðarlegir í óheiðarleika sínum, en mættu minnka magnið af geli í hárinu. HOLLAND: Kostir: Hollenskir áhorfend- ur missa iðulega vitið í kring- um stórmót. Það er stuð að fylgjast með appelsínugulu hárkollunum og gervinefjun- um, sem þeir skarta af fullri einlægni. Nöfn leikmanna eins og Van Helsing of Goorooijer vekja kátínu. Gallar: Hollenska þjóðin leikur gjarnan tveimur skjöldum. Hún vill vera umburðarlyndust allra, en ræður ekki við það þegar allt kemur til alls. Svipaða sögu er að segja af landsliðinu. Ekki kæmi á óvart ef liðið ynni Ítala 7-0 en tapaði svo fyrir Rúmeníu. RÚMENÍA Kostir: Fáir búast við miklu af Rúm- enum í náriðlin- um svokallaða. Sú tilhneiging að styðja þá sem minna mega sín á því vel við hér. Rúmenar eiga líka snjalla götutónlistarmenn sem hafa látið til sín taka fyrir utan íslenskar verslunarmiðstöðvar. Gallar: Ímynd Rúmeníu er fremur neikvæð eftir ráðatíma Ceausescus. Eins er ólíklegt að frægasti sonur Rúmeníu, Drakúla greifi, sé mikill hvati til að styðja liðið til dáða. Búningar liðsins eru líka páskaunga-gulir, sem er allt annað en svalt. GRIKKLAND Kostir: Á síðasta EM voru Grikkir blautur draumur þeirra sem styðja þá sem minna mega sín. Þeir gætu aftur komið á óvart í ár. Þá geta þeir sem voru ungir á níunda áratugnum troðið í sig feta- osti og hugsað með söknuði til góðra stunda á Ródos og Krít. Gallar: Stærsti gallinn er sá að þeir séu með í keppninni. Liðið er þrautleiðinlegt og styður þá skoðun margra að fótbolti sé álíka spennandi og að horfa á máln- ingu þorna. Auk þess munu lýsend- ur eiga erfitt með nöfn eins og Papadiam- antopoulos. D-RIÐILL SPÁNN Kostir: Á Spáni er vissulega gott að djamma og djúsa, og Íslendingar skulda Spán- verjum enn þá feitan greiða fyrir Spánarvínin. Þeir leika oft og tíðum gullfallegan bolta og státa af Fernando Torres, heitasta framherja Evrópu í dag. Gallar: Að halda að Spánn vinni EM er álíka mikil bjartsýni og að trúa því að David Beckham breytist einn góðan veðurdag í karlmann. Þeir halda ávallt fast í þjóð- arhefðina og taka sér góða síestu í kringum mitt mót. Alls ekki traustvekjandi. Gildir til 24. júní eða á meðan birgðir endast. 3í pakkanærbuxur Vönduð TAI nærföt á tilboðsverði 2.499kr/pk. verð áður 3.299 Flottar, þægilegar og sniðnar að þér

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.