Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 2
2 27. júní 2008 FÖSTUDAGUR MENNTUN „Stærstu gallarnir eru ekki málvillur heldur mikil áhrif úr talmáli á skrifaða texta,“ segir Þórunn Blöndal, dósent í íslensku við Kennaraháskóla Íslands. Þórunn skoðaði úrtak úr rit- þáttum samræmdra prófa 10. bekkinga og komst að því að mikið vantaði upp á að nemendur gerðu greinarmun á mismunandi tegundum ritaðs og talaðs máls. „Meira að segja í mjög vönduð- um ritgerðum hjá góðum nem- endum komu fram orð og ein- kenni sem notuð eru eingöngu í talmáli, til dæmis hikorð.“ Þórunn segir að svo virðist sem sá mikli munur sem er á talmáli og formlegu ritmáli hafi ekki verið ræddur nægilega vel við ungmennin. Þá virðist nemend- unum ekki í öllum tilfellum ljóst til hvers sé ætlast við skrif rit- gerðanna. „Sum ljúka til að mynda ritgerðunum sínum á orð- unum takk fyrir og verið þið sæl.“ Eins tók Þórunn eftir því að ungmennin virtust óörugg um hvenær setja ætti punkt í rituð- um texta og bættu jafnvel við setningum án greinarmerkja. „Þetta er sérkennilegt því að þau vita hvar setningar enda og gerðu eflaust greinarmun á þeim ef þau læsu upp textann,“ segir Þórunn. „Einnig sjást setningar sem ég kalla druslur og standast ekki þar sem á þær vantar botn- inn.“ Þórunn telur áhrifum frá spjall- forritum á borð við MSN og ritun SMS-skilaboða ekki um að kenna. Þó geri tilkoma þessarar tækni mikilvægara en áður að kenna ungmennum muninn á ritmáli og talmáli. „Málnotkun í SMS- og MSN- skilaboðum er ekkert annað en tal- mál þótt það sé skrifað,“ segir Þór- unn. „Það hefur því orðið til stærra grátt svæði þar sem ekki er greint á milli talmáls og ritmáls.“ Þórunn skoðaði einnig tilbrigði í setningagerð á borð við nýja þolmynd, þágufallshneigð og notkun viðtengingarháttar, sem hefur verið á reiki. „Ég sá dæmi um þetta allt,“ segir Þórunn. „Hins vegar hefðu ritgerðirnar batnað mun meira með því að útrýma talmáls- áhrifunum.“ helgat@frettabladid.is flugfelag.is Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt. Sækjum og sendum – hratt og örugglega á hagstæðu verði. REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Til/frá Reykjavík Akureyri 8-12 ferðir á dag Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag Ísafjörður 2-3 ferðir á dag Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag Önundur, jarðaðirðu þá? „Nei, en það var himnasæla að sigra á mótinu.“ Séra Önundur Björnsson sigraði á golf- móti presta og útfararstjóra á dögunum. RÚMENÍA, AP Tuttugu deildir rúmensku kirkjunnar hvöttu í gær yfirvöld í landinu til að heimila ekki ellefu ára gamalli stúlku, sem varð þunguð eftir að nítján ára frændi hennar nauðgaði henni, að fara í fóstureyðingu til Bretlands. Stúlkan er komin tuttugu vikur á leið, en fóstureyðing er óheimil í Rúmeníu eftir fjórtán vikna meðgöngu. Á Bretlandi er fóstureyðing heimil að 24 vikna meðgöngu sé heilsu móður stefnt í hættu. Opinber talsmaður rúmensku kirkjunnar hefur sagt að ákvörðun um fóstureyðingu verði að vera stúlkunnar sjálfrar og fjölskyldu hennar. - gh Rúmenskir kirkjuleiðtogar: Barn fari ekki í fóstureyðingu DÓMSMÁL Karlmaður á sextugs- aldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir allmörg fíkniefnabrot. Hann reyndi meðal annars að koma rúmlega hálfu grammi af kókaíni inn í landið. Það var tekið af honum í Leifs- stöð. Maðurinn var ákærður fyrir ellefu brot gegn fíkniefnalöggjöf- inni á skömmum tíma. Jafnframt fyrir þjófnað, umferðalagabrot og hilmingu. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn væri sekur um vörslu nema hluta þeirra efna sem hann var ákærður fyrir. Hann á að baki langar sakarferil. - jss Fimm mánaða fangelsi: Dæmdur fyrir heróínsmygl WASHINGTON, AP Bandaríkjastjórn aflétti í gær hluta þeirra þvingunar- aðgerða sem hún hafði beitt Norður-Kóreu og hóf ferli til að taka landið af lista „hryðjuverka- ríkja“. Þessar aðgerðir endur- spegla mikla stefnubreytingu Bandaríkjastjórnar gagnvart kommúnistastjórninni í Pyong- yang, en ekki eru mörg ár síðan George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði Norður-Kóreu vera hluta af „öxli hins illa“. Með þessu eru ráðamenn í Wash- ington að verðlauna Pyongyang- stjórnina fyrir að hafa staðið við að afhenda Kínverjum í gær skýrslu um kjarnorkumálin í landinu og hefja niðurrif aðalkjarnaofnsins þar sem unnt var að framleiða efni í kjarnorkusprengjur. Bush sagði í gær að þetta væri „jákvæður áfangi á hinni löngu leið að því að fá Norður-Kóreumenn til að gefa kjarnorkuvopn upp á bátinn.“ Þessa skrefs af hálfu Norður- Kóreumanna hafði verið lengi beðið en með þeim uppfylltu þeir veiga- mikinn áfanga að því að eyða getu landsins til að framleiða kjarnorku- vopn. Umsjón með ferlinu hefur sex-velda-hópurinn, en aðild að honum eiga Kóreuríkin tvö, Banda- ríkin, Kína, Rússland og Japan. Í staðinn stendur Bandaríkja- stjórn við fyrirheit sín um að aflétta viðskiptaþvingunum og til- kynna Bandaríkjaþingi um að eftir 45 daga muni landið verða tekið af lista yfir ríki sem talin eru styðja við hryðjuverkastarfsemi. - aa Norður-Kórea uppfyllir áfanga að umsaminni eyðingu kjarnorkuvígvæðingargetu: Tekin af lista hryðjuverkaríkja ÁFANGI Samningamenn sex-velda-hóps- ins fagna árið 2005 samkomulaginu sem nú er smátt og smátt að komast til framkvæmda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Blaðberi Fréttablaðsins verður gefinn fyrir utan Bónus á Egilsstöðum frá klukkan ellefu til klukkan fjögur á morgun. Blaðberinn er sérhönnuð taska sem ætluð er til þess að létta fólki að skila dagblöðum og öðrum pappír í endurvinnslu. Rúmlega þrjátíu þúsund heimili eiga nú þegar blaðbera og er stefnt að því að dreifa honum á sem flesta staði á landsbyggðinni í sumar og haust. Það er Bylgju- lestin sem dreifir blaðberanum um landið. - ges Auðveldara að endurvinna: Blaðberinn á Egilsstöðum Íslenskir unglingar tala og skrifa eins Mikið vantar upp á að íslensk ungmenni geri greinarmun á talmáli og ritmáli. Dósent við Kennaraháskólann fór yfir ritgerðir 10. bekkinga og segir að kenna þurfi betur að greina þar á milli. Óvissa um hvar setja eigi punkt eftir málsgrein. SAMRÆMD PRÓF Tíundu bekkingum hætti til að gleyma punkti og nota orð eins og já og sko, sem ekki eiga við í formlegu ritmáli, í ritgerðum sínum í samræmdu prófunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sum ljúka ritgerðunum sínum á orðunum takk fyrir og verið þið sæl. ÞÓRUNN BLÖNDAL DÓSENT VIÐ KENNARAHÁ- SKÓLA ÍSLANDS FÓLK Greiningardeild Landsbank- ans er margt til lista lagt og spáir ekki eingöngu fyrir um gengis- þróun og vaxtastig. Í gær mátti sjá þar spá um landsleik kvenna- liðs Íslands í knattspyrnu. Spáð var skemmtilegum leik og spáin reyndist rétt. „Já, við spáum stundum í þessa stóru sammannlegu punkta í þjóðarsálinni; stórmót í íþróttum og Evróvisjón,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildarinnar. Hún segir árangur landsliðsins vel geta haft góð efnahagsleg áhrif. „Skuldatryggingarálagið er í það minnsta gott. Þær stóðu fyllilega undir væntingum og vel það.“ - kóp Greiningardeild Landsbankans: Spáir um vexti og landsleiki BOLTASPÁ Edda segir stórkostlegan árangur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta geta haft góð efnahagsleg áhrif. RÓM Páfagarður hefur bannað kvikmyndagerðarmönnum að taka upp fyrirhugaða kvikmynd eftir skáldsögu Dan Brown, Englar og djöflar, í Vatíkaninu og kirkjum í Róm. Talsmenn Páfagarðs segja verk Browns vera „móðgun við Guð“. Englar og djöflar segir frá Illuminati-hópnum og ráðabruggi hans um að sprengja Vatíkanið og gera eigin liðsmann að páfa. - gh Kvikmyndatökur óheimilar: Vatíkanið lokar á Dan Brown BLAÐBERINN VINSÆLL Frá afhendingu blaðberans í Kringlunni. KJARAMÁL Samningar höfðu ekki náðst á milli Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífs- ins þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Samninganefndir höfðu setið á fundi frá því klukkan 10 um morguninn. Skelli verkfall á leggst allt innanlandsflug af á meðan því stendur, á milli klukkan 7 og 11 í dag. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að farþegum verði boðið að færa sig í annað flug. Upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins og þar er hægt að breyta bókunum. Í verkfalli verður einungis tveimur flugvélum leyft að taka á loft á klukkustund frá Keflavíkur- flugvelli. Engar lendingar verða leyfðar, en flug yfir landið verður heimilað. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir menn verða að bregðast við aðstæðum eftir því hvernig mál þróast. Farþegar verði einfaldlega að fylgjast með upplýsingum um flug. Hann vonast til að hægt verði að vinna upp tafir í dag, verði verkfall, en erfitt sé að átta sig á því. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir einhverjar tafir verða á flugi félagsins. Hann vonast til að ná fram þeim lausnum sem valdi minnstum töfum. Farþegar verði að fylgjast með flugi sínu. - kóp/ghs Flugumferðarstjórar enn á fundi þegar blaðið fór í prentun: Flugfarþegar verða að fylgjast með FLUGUMFERÐARSTJÓRAR Sátu enn á samningafundi þegar Fréttablaðið fór í prentun. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.