Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 16
16 27. júní 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Vistvænir bílar Stærstu bílaframleiðendur heims keppast nú við að fullþróa svonefnda tengil- tvinntækni með fjölda- framleiðslu og markaðs- setningu út um allan heim að markmiði. Þessi tækni myndi henta íslenzkum aðstæðum mjög vel. Tvinnbílar (sem nefnast hybrids á ensku) á borð við Toyota Prius hafa nú þegar verið á markaði í áratug, en slíkur bíll er bæði knú- inn hefðbundnum brennslu- hreyfli (í Prius er bensínvél) og rafmótorum, en rafmagnið fyrir rafmótorana kemur allt úr brennslu eldsneytisins. Í tengil- tvinnbíl (plug-in hybrid á ensku) er stærri rafgeymir sem hægt er að hlaða úr heimilisinnstungu, sem gerir kleift að knýja bílinn að mun meira leyti á rafmagni. Í tengil-tvinnbíl er hlutverk brennsluhreyfilsins fyrst og fremst að vera rafall til að hlaða rafgeymana og auka þannig drægi bílsins og orkunýtni. Því má bæta við að það sem talað hefur verið um sem vetnis- bíla er í raun tvinnbíll, þar sem í stað hefðbundins brunahreyfils er efnarafall sem gengur fyrir vetni. Sparnaður yrði gríðarlegur Athuganir í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós að um 70 prósent af öllum daglegum akstri einkabíla þar í landi sé innan við 50 kíló- metrar þannig að ef bílar gætu gengið fyrir rafmagni fyrstu 50 kílómetrana sparaðist 70 prósent af eldsneytisnotkun og útblæstri alls bílaflotans. Jafnvel í löndum þar sem raf- magn er framleitt með jarðefna- eldsneyti (kolum, olíu, jarðgasi) myndi orku- og útblásturssparn- aðurinn vera mikill þar sem mikl- um mun minna af orkuinnihaldi eldsneytisins tapast við að nýta það til að knýja bíla með rafmagni framleiddu í orkuveri frekar en að brenna það í vél í hverjum bíl. En það blasir við að sparnaðurinn yrði langmestur í löndum þar sem háttar til eins og á Íslandi, þar sem yfrið nóg er af ódýru rafmagni framleiddu með endurnýjanlegu, útblásturslausu vatns- og jarð- varmaafli. Rafgeymatæknin lykilatriði Lykilatriði í því að gera tengil- tvinnbíla (og hreinræktaða raf- bíla) samkeppnishæfa eru fram- farir í rafgeymatækni. Markmiðið er að rafgeymarnir geti geymt meira orkumagn á þyngdar- og rúmmálseiningu, séu hraðhlaðan- legir auk þess að vera öruggir, áreiðanlegir, endingargóðir og umhverfisvænir og hagkvæmir í framleiðslu. Eins og gefur að skilja er erfitt að uppfylla öll þessi skilyrði, en til að hraða þessari þróun hefur til að mynda Toyota keypt einn fremsta rafhlöðufram- leiðanda heims (Matsushita/Pana- sonic) og varið háum fjárhæðum til rannsókna og þróunar á þessu sviði. Fyrir skemmstu tilkynntu for- svarsmenn Toyota að fyrsta fjölda- framleidda tengilútgáfan af Prius- bílnum yrði sett á markað á árinu 2010. Um borð í honum verður nýjasta kynslóðin af liþíum-jóna- rafgeymi í stað nikkel-málmhýdríð- rafgeymanna sem notaðir hafa verið í tvinnbílum Toyota fram til þessa. Hér á Íslandi hefur reyndar Prius sem breytt var í tengil-tvinn- bíl verið í tilraunarekstri síðan síðasta haust. Í fyrstu mun verksmiðju-tengil- Priusinn aðeins vera falur á kaup- leigu, en innifalið í henni verður sérstök rafgeymatrygging þannig að bílnotandinn geti treyst því að komi upp vandamál tengd hinni dýru rafgeymatækni verði leyst úr þeim (rafgeymarnir endurnýj- aðir), án þess að notandinn beri áhættuna. Kapphlaup Ford, GM og fleiri stórir bílafram- leiðendur vinna einnig að þróun keppinauta við hina væntanlegu tengiltvinnbíla frá Toyota. For- svarsmenn Ford hvöttu á dögun- um bandarísk stjórnvöld til að leggja meira af mörkum til að hvetja til þróunar og markaðssetn- ingar tengil-tvinnbíla vestra. „Ríkis stjórnir Japans, Kína, Kóreu og Indlands leggja allar umtals- vert fjármagn til rannsóknar, þró- unar og markaðssetningar tengil- tvinntækninnar. Þetta er kapp- hlaup sem við [les: Bandaríkja- menn] verðum að vinna,“ sagði Mark Fields, forstjóri Ford í Norður- og Suður-Ameríku, á ráð- stefnu í Washington fyrr í þessum mánuði. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lagt til 3.000 dala skattafslátt, andvirði yfir 250.000 króna, fyrir þá sem kaupa sér tengiltvinnbíl, en margir telja að mun víðtækari hvatningu þurfi ef takast á að flýta þróun og markaðssetningu þess- ara bíla svo um munar. Bandaríska orkumálaráðuneytið tilkynnti reyndar á dögunum að það hefði samið um að leggja 30 milljónir dala, um tvo og hálfan milljarð króna, til þriggja þróunarverk- efna á sviði tengiltvinntækni. GM, Ford og margir fleiri General Motors er langt komið með að fullþróa tengiltvinnbílinn Chevrolet Volt og systurútgáfur hans – einkum Evrópumarkaðsút- gáfuna Opel Flextreme sem verð- ur með dísilvél auk rafdrifsins. Stefnt er að markaðssetningu Volt árið 2010, en það gæti dregizt. Ford, sem hefur selt mikið af Escape-jepplingnum í tvinnútgáfu vestra, er með flota af slíkum bílum í tengilútgáfu í tilrauna- akstri í Kaliforníu. Fyrirtækið hefur þó ekki dagsett það hvenær sá bíll verður falur í fjöldafram- leiðslu. Volvo-verksmiðjurnar sænsku, sem eru í eigu Ford, eru líka að þróa tengiltvinnbíl þar sem brennsluhreyfillinn gengur fyrir etanóli. Svona mætti lengi áfram telja ef farið er yfir sviðið hvað bíla- framleiðendur heimsins eru að gera til að tryggja sér hlutdeild í vistvænu bílabyltingunni. Hvað gera Íslendingar? Í stuttu máli má segja að það stytt- ist mjög í að úrval tengil-tvinnbíla verði í boði. Nú er bara spurningin hvað Íslendingar, bæði stjórnvöld og almenningur, hyggjast gera til að hraða því að þessi tækni komist í notkun hér á landi, með tilliti til þess hversu mjög hún myndi koma hag bæði íslenzka þjóðarbúsins og hins almenna bílnotanda vel, svo ekki sé minnzt á útblásturs- sparnaðinn. Tengiltvinnbílar á leiðinni LÚXUS-TENGILTVINNBÍLL Tengil-tvinntæknin er ekki bara fyrir sparnaðardósir. Fisker Karma, lúxussportbíll sem hægt er er hlaða orku úr innstungunni heima, sést hér á bílasýningu. NORDICPHOTOS/AFP Fólk var hvatt til þess að halda sig fjarri húsgrunni við Lyngholt í Garðabæ í fyrrakvöld þar sem grunur leikur á að dýrabein sem þar fundust séu sýkt af miltisbrandi. Svæðið var girt af og beinin fjarlægð. Kúahræ sýkt af miltisbrandi fundust í Garðabæ í nóvember. Hvað veldur miltisbrandi? Miltisbrandur er bráður sjúkdómur af völdum sýkilsins Bacillus anthracis. Sýkillinn myndar dvalagró eða spora sem geta lifað áratugum eða jafnvel árhundruðum saman við vissar aðstæður í jarðvegi. Sjúkdómurinn leggst einkum á jurtaætur sem innbyrða eða anda dvalagróunum að sér við að bíta gras. Menn geta þó einnig sýkst ef þeir komast í tæri við blóð eða aðra vefi úr sýktum dýrum, borða kjöt af sýktu dýri eða mikið af dvalagróum er í umhverf- inu, til dæmis úr ull eða feldi dýra með miltisbrand. Sjúkdómurinn smitast ekki beint milli manna eða dýra en dvalagróin geta hins vegar dreifst með ýmsum hætti, til dæmis fötum og skóm. Hræ dýra sem falla úr sjúkdómnum geta verið mjög hættuleg uppspretta spora. Stærð þeirra gerir þau ákjósanleg til þess að setjast að í öndunarfærum manna og dýra. Sýkillinn myndar mjög skaðleg eiturefni sem geta valdið drepi. Hver eru einkenni miltisbrands? Einkenni eru misjöfn eftir því hvernig sjúkdómurinn smitast. Miltisbrandur getur smitast um meltingarveg og valdið alvarlegum einkennum frá melt- ingarfærum auk þess að miltað bólgnar upp og skemmist af völdum dreps. Ef sýkingin verður til vegna rofs á húð myndast kýli sem síðar rofnar og sést þá svartur sárbotninn. Sárin eru yfirleitt sársaukalaus. Þetta er algengasta smitleiðin og eru þeir sem meðhöndla sýkt dýr í mestri hættu. Að lokum geta sporar borist í öndunarveg og sýklar dreifst þaðan um líkamann. Fyrstu einkenni eru þá yfirleitt lík kvefi eða inflúensu en í kjölfarið kemur fram and- nauð með háum hita og losti. Þessi tegund miltisbrands er alltaf banvæn án meðhöndlunar. Starfsmenn í ullariðnaði og sláturhúsum eru í mestri hættu á smiti. Miltisbrandur var tvívegis árið 2001 notaður sem efnavopn í Banda- ríkjunum en þá voru dvalagró send með pósti. Það vekur ugg þar sem hægt væri að sýkja mjög margt fólk á stuttum tíma sé sporunum dreift út í andrúmsloftið í hagstæðri vindátt. Hvernig er miltisbrandur meðhöndlaður? Sýkillinn er næmur fyrir algengum sýklalyfjum, meðal annars penisilíni. Hægt er að gefa sýklalyf í forvarnarskyni þar til hætta á smiti er liðin hjá. Lyfin eru gefin í stórum skömmtum í tvo mánuði þar sem það getur liðið langur tími þar til gróin byrja að spora. Mikilvægt er að hefja með- ferð strax. Bólusetning við miltis- brandi er einnig til en endist ekki vel. Því þarf fólk í smithættu að láta endurbólusetja sig á hverju ári. Heimildir: Vísindavefur Háskóla Íslands og Wikipedia. FBL GREINING: MILTISBRANDUR Dvalagró sem geta valdið lífshættulegum sjúkdómi FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is 33 SVÆÐA STJÓRNSTÖÐ 2 HREYFISKYNJARARAR 1 SEGULNEMI FYRIR HURÐ 1 FJARSTÝRING INNIFALIÐ Í GRUNNPAKKA VERÐ 83.990 EÐA KR. 6.999 Á MÁNUÐI Í 12 MÁNUÐI VAXTALAUST MEÐ GSM/SMS HRINGJARA VERÐ 59.990 EÐA KR. 4.999 Á MÁNUÐI Í 12 MÁNUÐI VAXTALAUST MEÐ FASTLÍNU HRINGJARA Ein fullkomnasta stjórnstöð sem völ er á fyrir heimili, sumarhús og fyrirtæki EINKA ÖRYGGISKERFI OG ÞJÓFAVARNARKERFI MEÐ ÍSLENSKU TALI OG TEXTA www.sm.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.