Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 52
díana mist bland í gær og á morgun ... FÖSTUDAGUR: Svaf yfir mig eftir uppákomur nætur- innar. Hrökk upp með andfælum við söng í garðinum. Hef verið með óþol- andi aðdáanda á bakinu í nokkur ár sem virðist ekki ætla að gefast upp. Sem betur fer er hann á sjónum eigin- lega allan ársins hring og því þarf ég ekki kvarta mikið. Nú var félaginn kominn í land og gólaði Undir blá- himni. Fyrst hélt ég að ellilífeyrisþeg- inn á neðri hæðinni hefði misst vitið en þegar ég gægðist út um gluggann sá ég sjóarann á grasflötinni á hlýra- bol og örugglega tuttugu kílóum þyngri en síðast. Beið og vonaðist til að ein- hver í blokkinni myndi hringja í lög- regluna og tilkynna um ísbjarnarfund á höfuðborgar svæðinu. Ekkert gerð- ist og eftir 20 mínútur, þegar vinurinn var búinn að kyrja öll Eyjalögin og var byrjaður aftur á byrjuninni, hringdi ég í lögregluna og bað hana um að fjar- læga flykki með óspektir úr garðinum mínum. Þegar söngurinn hafði loksins þagnað gat ég ekki sofnað út af ljóð- línunum „þú ert ljósblik á himni mínum, þú ert ljóð mitt og stjarna í kvöld“. Sofnaði ekki fyrr undir morgun. Dagur- inn var sem betur fer frekar rólegur í vinnunni og því var ekkert því til fyrir- stöðu að taka kvöldið með stæl. Eftir hámarksfegrunaraðgerðir og dágóða uppáhellingu héldum við á Organ þar sem hljómsveitin Singapore Sling spil- aði enda veitti mér ekki af að eyða tónlistaratburði næturinnar úr eyrum mínum. Singapore Sling gerði það svo sannarlega og áður en ég vissi af hafði ég gleymt sjóaranum úr Eyjum sem var með tattúerað nafnið mitt á upphandleggnum. Það var fullt út úr dyrum og margir sem höfðu bersýni- lega beðið þessara tónleika með mikilli eftirvæntingu. Þar var allir liðar hljóm- sveitarinnar Kimono, Hallberg sem var í Jakobínurínu, rithöfundurinn Einar Kárason, hönnuðurinn og myndlistar- maðurinn Jón Sæmundur Auðarson, stílistinn Agnieszka og ljósmyndararn- ir Einar Snorri og Eiður Snorri. Ég hélt gleðinni áfram langt fram eftir morgni, endaði í tveimur eftirpartíum og þegar ég staulaðist heim voru Garðabæjar- fjölskyldurnar mættar á rúntinn á Laugaveginum. Mér leið eins og ég væri aftur orðin 17 ára. Vel hressandi. LAUGARDAGUR: Náði stuttum en þó endurnærandi blund áður en ég fór á landsleik kvennalandsliðsins í fótbolta. Ég hef nú aldrei verið neinn sérstakur aðdá- andi íþrótta en við vinkonurnar vorum allar sammála um það að leggjast á eitt og styðja stelpurnar og fjölmennt- um því á völlinn í pinnahælum og með bjór í poka eins og alvöru fótbolta- bullur. Við lentum fyrir framan stuðn- ingssveitina Tólfuna og lærðum þar af leiðandi fullt af stuðningsslögurum og létum ekki okkar eftir liggja í að hvetja okkar konur. Það gerði sömu- leiðis stjarnan í Kastljósi, Helgi Seljan og tilvonandi eiginkona hans Katrín Bessadóttir, en þau mættu á völlinn með nokkurra mánaða gamla dótt- ur sína. Eftir góðan leik héldum við al- sælar og fullar stolts á Austurvöllinn og skáluðum í hvítvíni fyrir stelpunum. Austurvöllurinn var pakkaður af létt- klæddu fólki sem blés á kaldan vind- inn. Þar var leikkonan Harpa Arnar- dóttir, leikarinn og leikstjórinn Björn Hlynur ásamt kærustunni sinni og framkvæmdastjóra Vesturports, Rakel Garðars dóttur. Við vinkonurnar vorum orðnar vel heitar eftir daginn og timb- urmennirnir mínir hurfu eins og dögg fyrir sólu á þessum suðupunkti. Létt- klæddar á Austurvellinum ákváðum við að taka smáborgarann alla leið og grilla heima hjá mér. Eftir grillæsing- inn skildum við smáborgarahaminn við okkur og skelltum okkur á Kaffibarinn en þar var blásið til fagnaðar vegna út- komu Barflies. Kaffibarinn stóð undir væntingum þetta kvöldið. Dj Margeir þeytti skífunum en tónlistin var öll frá 1994 og minnti því svo sannarlega á gullaldarárin á Kaffibarnum. Það voru margir sem létu sjá sig á barnum ást- sæla þetta kvöld sem hafa ekki sýnt sig þar í áratug. Þar voru vinkonurn- ar Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi og leikstýran Silja Hauksdóttir, Filippía El- íasdóttir fatahönnuður, Jói franski í Li- borius, fatahönnuðurinn Harpa Einars- dóttir, Nína Björk og Singapore-liðarnir Henrik Björnsson og Bíbí bassaleik- ari. Ég hitti aftur gamlan Kaffibarsséns og við ákváðum að rifja upp á gamla takta þó ekki á dansgólfinu eða í stig- anum og héldum því heim á leið. Ég rankaði við mér um morguninn og leið eins og ég væri 17 ára annan daginn í röð með gamla félagann mér við hlið. Þegar allt kom til alls hafði hann kannski ekki elst svo illa. FÖSTUDAGUR: Carl Craig, einn af upphafsmönnum danstónlistarinnar eins og við þekkj- um hana, spilar á Tunglinu á Party Zone-kvöldi. Tónleikarnir hefjast kl. 23. LAUGARDAGUR: Tónleikar Nátturu, þar sem fram koma Björk, Sigur Rós og Ólöf Arnalds, verða haldnir í Laugar- dalnum nánar tiltekið í Þvottalaugabrekkunni. Tónleikarnir hefjast kl. 17. H E L G IN Margrét Kristín Sigurðardóttir, tónlistarkona, betur þekkt sem Fabúla „Dýrmætustu gjafirnar sem ég hef feng- ið frá börnun- um mínum og systrum mínum eru þeir munir sem ég myndi fyrst bjarga ef kviknaði í.“ „Ég gæti ekki verið án kossa. Stelpan mín er á leiðinni í sumarbúðir á morgun og við ætlum að birgja okkur upp af forða áður en hún fer.“ „Ég keypti þessa „vintage“-skó fyrir mörgum árum og hef látið sóla þá örugglega 700 sinnum. Mér finnst gaman að vera á hælum, en þar sem ég á erfitt með að ganga hægt eru svona skór, með hælum og palli svo fóturinn sé í nokkurn veginn eðlilegri stöðu, fullkomnir fyrir mig.“ „Verð að fá kjöt nokkuð oft til að róa mig niður. Lambakjötið er best.“ „Kók. Mmmmmm, enginn dagur án þess.“ „Píanóið mitt er dýrmætasta jarðneska eignin mín. Það hefur samið með mér flest lögin mín. Vildi að ég gæti skellt því á bakið og borið það með mér hvert sem er.“ „Ég keypti þetta hjól fyrir stuttu og hef varla farið af baki. Það er lauflétt, lipurt og gíralaust, sem gerði það að verkum að ég enduruppgötvaði trikkið að hjóla standandi upp brekkur. Finnst ég vera orðin átta ára aftur.“ TOPP 10 „Ég hef alltaf verið mikið fyrir höfuðföt og á dágott safn. Ein- staka höfuðfat á það til að gróa við mig í ákveðinn tíma eins og þessi hattur.“ „Plötusafnið. Til- finningahafsjórinn og áhrifavaldarnir. Efst liggja diskarnir með útvarps- prógrömmunum hennar mömmu, Jóhönnu G. Möller, en röddin hennar framkallar bæði tár og gæsahúð.“ „Portobello- pelsinn minn. Þessi kætir kuldaskræfuna í mér. Ég fann hann á Portobello Market í London, sem er sá staður sem mér finnst hvað best fallinn til fjársjóðsleitar eftir að öskuhaugarnir úti á Granda voru lagðir niður.“ 14 • FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.