Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 8
8 27. júní 2008 FÖSTUDAGUR MENNING „Það er reginmisskiln- ingur að það sé eina eða megin- hlutverk Bókmenntasjóðs að styrkja ný íslensk skáldverk,“ segir Njörður Sigurjónsson, framkvæmdastjóri sjóðsins. Í blaðinu í gær var því haldið fram að sjóðurinn hefði ekki staðið sig sem skyldi að þessu leyti og var byggt á a-lið 2. grein- ar laga um Bókmenntasjóð. Þar stendur að sjóðurinn skuli „styrkja útgáfu frumsaminna íslenskra skáldverka“. Síðan er rætt um önnur verk. Bókaútgáfan Nýhil hefur kraf- ist þess að lögmæti síðustu úthlut- unar Bókmenntasjóðs verði rann- sakað. Nýhil heldur því fram að sjóðurinn hafi ekki styrkt „frum- samin skáldverk“, heldur frekar endurútgáfur skáldverka og svo fræðirit og annað. „En frumsamið skáldverk þarf alls ekki að vera nýtt skáldverk,“ segir Njörður. Með lagaákvæð- inu sé einfaldlega verið að vísa til þess að sjóðurinn eigi ekki ein- ungis að styrkja þýðingar eða fræðirit. Frumsamið íslenskt skáldverk geti því vel verið endurútgáfa á eldri íslenskum bókum. „Þetta þýðir að verkin eiga ekki að vera þýdd og ekki stolin.“ Njörður segir óumdeilt að sjóður inn eigi líka að styrkja ný íslensk skáldverk. Of fáir umsækjendur hafi þó gert sér grein fyrir því. Einni milljón króna verði varið í haust til að vekja athygli á þessu. Ný skáld- verk verði þó engu að síður gjald- geng í öðrum úthlutunum. „Úthlutunin í vor var alls ekki stefnumarkandi. Ákvörðun um styrkveitingu er tekin á grund- velli þeirra umsókna sem berast. Þær voru bara of fáar í ár. Engin þeirra hlaut náð fyrir augum dóm- nefndar.“ Viðar Þorsteinsson, stjórnar- formaður Nýhils, fellst ekki á þessi rök. „Það er með ólíkindum að þeir haldi þessu fram núna. Þetta er lagakrókur á móti bragði. Það sem gerðist er ekki að fáir hafi sótt um heldur að stóru for- lögin, hagsmunaaðilarnir, áttuðu sig ekki á því að sækja um. Stjórn sjóðsins hefur því skipt um reglur í miðjum leik. Þetta hefði frekar átt að vera rík ástæða til að verðlauna litlu for- lögin, sem voru vakandi,“ segir hann. Það hefði vakið athygli þeirra stóru. klemens@frettabladid.is 1 Hvar telja menn sig hafa fundið miltisbrandssýkt dýra- bein? 2 Hvaða íslenska leikkona leikur í kvikmyndinni Journey to the Center of the Earth 3-D? 3 Hvað heitir aðstoðarmaður Ólafs F. Magnússonar sem talið er að hætti í starfi á næstunni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 RV U n iq u e 0 60 80 1 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Servíettur NexxStyle 39x39cm 80stk, ýmsir litir Satiné Clean, gólfsápa Brial Clean, alhliða hreinsiefni Kristalin Clean, baðherbergishreinsir Into WC Clean Lotus eldhúsrúllur Lotus WC pappír Lotus Maraþon Plus Lotus WC Júmbó Lotur T-Þurrkur Lotus V-Þurrkur Nánar i upplý singar veita s ölume nn og ráðgja far RV Umhverfisvottaðar vörur - fyrir sumarbústaðinn, veiðihúsið og ... VERSLUN Hornsteinn var lagður að stærstu byggingarvöruverslun Norðurlandanna í gær. „Verslunin verður risavaxin, 22 þúsund fermetrar að flatarmáli. Við munum bjóða upp á 120 þúsund vörutegundir og vera með á annað hundrað manns í vinnu. Áætluð opnun er í desember,“ segir Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi, sem rekur verslunina. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði horn- steininn ásamt Halldóri og Mads Jörgensen, forstjóra fyrirtækis- ins í Danmörku. - ges Byggingarvörurisi hérlendis: Hornsteinn að verslunarferlíki HORNSTEINNINN LAGÐUR Viðskipta- ráðherra lagði hornsteininn ásamt fulltrúum Bauhaus. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÓMSMÁL Rifrildi um gítar sem maður þóttist mega fá að láni endaði með því að sá var dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn bankaði upp á hjá öðrum, gekk að gítar sem lá á gólfinu fyrir innan hurðina og hugðist hafa hann á brott með sér. Húsráðandi reyndi að hindra það með þeim afleiðingum að hinn reiddist mjög, nefbraut húsráð- anda með hnefahöggi og lét högg dynja á honum með stól. Ofbeldismaðurinn sagðist hafa fengið vilyrði frá sambýlismanni húsráðanda fyrir láni á gítarnum, en var engu að síður dæmdur. - sh Skilorð fyrir árás með stól: Gítarrifrildi fór úr böndunum ÞÝSKALAND, AP Þess var minnst í Þýskalandi í gær að þá voru rétt sextíu ár liðin frá því loftbrúin svo- nefnda hófst; fordæmislaus tilraun til að sjá milljónaborg fyrir öllum nauðsynjum loftleiðis, en Vestur- veldin ákváðu að láta á það reyna eftir að sovéski herinn lokaði öllum landleiðum að Berlín, að skipan Stalíns Sovétleiðtoga. Loftbrúin er oft kölluð fyrsta orrusta kalda stríðsins, enda tókust þar Vesturveldin í fyrsta sinn á í verki við fyrrverandi bandamann- inn úr stríðinu við Öxulveldin, Sovét- ríki Stalíns. Sú þrautseigja sem flugmenn Bandaríkjamanna, Breta og fleiri þjóða, sem þremur árum áður höfðu varpað sprengjum í stórum stíl á þýskar borgir, sýndu við að halda úti loftbrúnni gerði íbúum Berlínar kleift að halda í vonina um að vera ekki innlimaðir í helsi Austurblokkar innar sem var að verða til á þessum tíma. Þannig átti loftbrúin mikil vægan þátt í að breiða yfir hin djúpu sár heims- styrjaldarinnar, í það minnsta hvað varðar tengsl (Vestur)-Þjóðverja við Bandaríkjamenn og Breta. „Hugrekkið sem einkenndi flug- brúna er aðdáunar vert,“ sagði þýski varnarmálaráðherrann Franz Josef Jung í ávarpi við athöfn á herflug- velli Bandaríkjahers í Wiesbaden. Loftbrúin flutti í 278.000 flug- ferðum á tæpum fimmtán mánuð- um 2,3 milljónir tonna af mat, kolum, lyfjum og fleiri nauðsynjum til hernámssvæða Vesturveldanna í Berlín. - aa Sextíu ára afmæli samstarfsverkefnis Bandamanna: Loftbrúnni fagnað Þörungar en ekki olíubrák Sjávarbrák við vesturströnd Græn- lands er líklega þörungavöxtur en ekki olíubrák, eins og grunur hafði verið um. Kanadísk yfirvöld höfðu tilkynnt Grænlendingum um mögulegan olíuleka og voru flugvél og skip send á staðinn til rannsóknar. GRÆNLAND Fá ný skáldverk í pottinum Stjórn Bókmenntasjóðs hefur ákveðið að styrkja engin ný íslensk skáldverk í vor vegna fæðar umsókna. „Stjórnin skiptir um reglur í miðjum leik,“ segir stjórnarformaður Nýhils. Áhöld um hvað sé „frumsamið“. VIÐAR ÞORSTEINSSON NJÖRÐUR SIGURJÓNSSON Í athugasemdum með lagafrum- varpi menntamálaráðherra um sjóðinn er að finna skilgreiningu á verkum þeim sem hann styrkir. „Um er að ræða jafnt skáldverk sem vönduð fræðirit“ segir um 1. grein. Um 2. grein segir að lagt sé til að sjóðurinn „veiti styrki til útgáfu frumsaminna íslenskra skáldverka en enginn opinber sjóður utan launasjóðs rithöfunda hefur til þessa sinnt því hlutverki sérstak- lega“. Ljóðasöfn og safnrit virðast því ekki vera dæmi um „frumsamin íslensk skáldverk“, því Menn- ingarsjóður styrkti þau sannar- lega. Dæmi: Safn leikrita Jökuls Jakobssonar, Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar, Ljóðasafn Matthíasar Johannessen og fleiri. Ráðherra áréttar næst að samt sem áður skuli meginhlutverk Bókmenntasjóðs vera „að halda áfram og efla þann stuðning sem Menningarsjóður hefur veitt til útgáfu bóka á íslenskri tungu“. Því var ofsagt í fyrirsögn í blaðinu í gær að tveimur prósentum fjár sjóðsins yrði varið í „megintilgang“ hans, það er að styrkja ný skáldverk. Hins vegar hefur engu fé verið varið til þess hlutverks sjóðsins, sem fyrst er tiltekið og skilgreint í lögum. Nefnilega að styrkja útgáfu frumsaminna (nýrra!) skáldverka. Þá segir í lögunum að stjórn sjóðsins ákveði árlega skiptingu fjárins á milli viðfangsefna. Því er stjórnin ekki skyldug til að styrkja ný skáldverk í hverri úthlutun. EKKERT FRUMSAMIÐ Í MENNINGARSJÓÐI? EFNAHAGSMÁL Áhyggjur af efnahagsmálum hér fara vaxandi á alþjóðavettvangi, að mati breska blaðsins Financial Times. Blaðið dregur upp dökka mynd af stöðu mála. Efnahagslífið hér hafi ofhitnað og mikill samdráttur sé í vændum. Bent er á að skulda- tryggingarálag ríkisins hafi farið hækkandi og sé nú 270 punktar. Skuldatryggingarálag hjá bönkunum hafi líka farið hækk- andi. Financial Times segir að slæmar fréttir af efnahagsmálun- um hafi meðal annars haft áhrif á gengi krónunnar, sem hafi farið í sögulega lægð í vikunni. - ikh Áhyggjur af efnahag landsins: Dregin upp svört mynd Vill Færeyjar í Hvalveiðiráðið Formaður færeyska Þjóðarflokksins, Jörgen Niclasen, hefur lagt til að Fær- eyingar og Grænlendingar taki sæti í Alþjóðahvalveiðiráðinu í stað Dana sem nú sitja þar fyrir hönd þjóðanna. FÆREYJAR MINJAVERND Borgarráð hefur afsalað Garðastræti 23, Vaktara- bænum svokallaða, í hendur Minjaverndar hf. Húsið verður gert upp í upprunalegri mynd, en það er talið vera frá árunum 1844-48. Það er líklega fyrsta timburhús Grjótaþorpsins utan Innréttinganna. Reykjavíkurborg keypti húsið í janúar, en þá var búið að sækja um leyfi til að rífa það. Kaupverð var 25 milljónir króna, auk hluta af lögfræðikostnaði seljenda. Minjavernd tekur við húsinu í núverandi ástandi og sér um fjár- mögnun endurbyggingarinnar. Á lóð hússins eru leifar gamla torf- bæjarins í Grjótaþorpi og mun Minjavernd bera þann kostnað sem hlýst af fornleifakönnun. Komi til fornleifarannsóknar ber Reykjavíkurborg af henni allan kostnað. Vaktarabær dregur nafn sitt af Guðmundi vaktara Gissurarsyni. Hann bjó í Grjóta, af hverjum Grjótaþorpið dregur nafn sitt, en hússins var fyrst getið sem skemmu við þann bæ. Byggt var við húsið árið 1860 og aftur 1880 og komst það þá í þá stærð sem það nú er í. Síðar eignaðist Stefán Egilsson það, faðir Sigvalda Kaldalóns og Egg- erts Stefánssonar. Sigvaldi fædd- ist í húsinu og bjó þar fyrstu átta ár ævi sinnar. - kóp Minjavernd fær eitt fyrsta timburhús Grjótaþorpsins: Vaktarabærinn endurgerður VAKTARABÆR Húsið er talið einstakt í menningarsögulegu tilliti og verður gert upp í upprunalegri mynd. N O R D IC PH O TO S/ A FP RÚSÍNUR Í STAÐ SPRENGNA Gail Halvorsen var einn flugmanna Bandaríkjahers sem tóku þátt í loftbrúnni. Hér er hann kampakátur í gamla búningnum sínum við gömlu Douglas Dakota-vélina í Frankfurt í gær. Það er reginmisskilningur að það sé eina eða megin- hlutverk Bókmenntasjóðs að styrkja ný íslensk skáldverk. NJÖRÐUR SIGURJÓNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SJÓÐSINS VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.