Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 44
27. JÚNÍ 2008 FÖSTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● brúðkaup
Fríður Eggertsdóttir ljósmyndari segir
útimyndatökur njóta vaxandi vinsælda
á meðal íslenskra brúðhjóna.
Aðdragandinn, athöfnin og veislan eiga sinn
þátt í að gera brúðkaupsdaginn eftirminni-
legan og ævintýralegan í hugum flestra brúð-
hjóna. Ljósmyndir varðveita síðan minning-
ar um þessa stóru stund en stíll þeirra getur
sveiflast nokkuð eftir nálgun ljósmyndar-
ans, tíðaranda og persónulegum óskum brúð-
hjónanna.
„Mikilvægt er að brúðhjónunum líki vel
við stíl ljósmyndarans, sem þarf að endur-
spegla persónuleika þeirra. Fólk er misjafnt
og það sama hentar ekki öllum og ljósmynd-
arinn þarf að laga sig að því,“ segir Fríður
Eggertsdóttir, ljósmyndari hjá Svipmynd-
um að Hverfisgötu 50. „Áríðandi er að hitta
brúðhjónin nokkru fyrir brúðkaupið, til að
mynda tengsl og heyra hvað þau hafa í huga
í sambandi við myndatökuna. Þetta er jú
þeirra dagur.“
Hún segir suma velja klassískar mynda-
tökur í stúdíói á meðan sífellt fleiri kjósi
frjálslegar útimyndir þrátt fyrir ófyrirsjáan-
legt veðurfar. „Brúðhjónin eru svo geisl-
andi að nokkrir dropar úr lofti breyta því
ekki; regnhlífin er bara til taks,“ segir hún
og bætir við að stúdíóið sé ætíð til vara fari
allt á versta veg, sem gerist afar sjaldan. -stp
Frjálsleikinn í fyrirrúmi
Klassísk svarthvít
mynd, tekin í stúdíói.
Falleg brúðkaupsmynd tekin úti
í góðu veðri.
M
Y
N
D
/F
R
ÍÐ
U
R
M
Y
N
D
/F
R
ÍÐ
U
R
Villeroy & Boch / kringlunni / 533 1919
GLÆSILEGAR BRÚÐARGJAFIR