Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN Sigurður Gizurarson skrifar um íslenskt mál Í Fréttablaðinu sunnu-daginn 22. júní sl. birt- ist á bls. 2 grein sem bar fyrir sögnina „Háskóla- nemar varla skrifandi á íslensku“. Undirfyrir- sögn greinarinnar var: „Lagaprófessor segir vankunn- áttu háskólanema aftra kennur- um í starfi sínu. Rektor Háskóla Íslands tekur undir það og segir nauðsynlegt að gerðar verði strangari kröfur um íslenzku- kunnáttu á fyrri stigum skóla- kerfisins.“ Haft er eftir Sigurði Líndal lagaprófessor, að van- kunnátta háskólanemenda í íslensku valdi kennurum auknu álagi. Hann bætir við: „Mér finnst áberandi hversu margir nemar í háskóla virðast ekki geta skrifað skilmerkilegan texta eða komið frá sér hugsun svo að heil brú sé í. Auk þess eru allt of margir ágallar á frágangi og stafsetn- ingu. [...] Ég held því nefnilega fram, að það að skrifa skýran og skilmerkilegan texta sé gríðar- legt hagræðingar atriði.“ Ummæli Sigurðar Líndals eru einkar athyglisverð, af því að sjálfur er hann ekki skrifandi á íslenzku. Lítum á eftirfarandi setningu í Um lög og lögfræði (Rvík 2003) á bls. 329: „Þegar hins vegar kemur að því að ákvarða hvað hafa beri til við- miðunar þegar skera á úr hvort regla sé lagaregla skilja leiðir.“ (Leturbreytingar mínar) Rétt væri að segja „hvað hafa ber til viðmiðunar þegar skera skal úr hvort regla er lagaregla“. Slíkur framsetningarmáti er að vísu orðinn æði algengur nú á dögum, m.a. sífellt notað- ur í íslenzkum fjölmiðl- um, en er órökréttur og til marks um málfarslega hnignun. Samkvæmt uppruna- legum íslenzkum mál- fræðireglum, sem rök- réttar verða að teljast, vísa tengingarnar „hvað“ og „hvort“ ekki til við- tengingarháttar, þ.e. ekki til ein- hvers sem er óraunverulegt og óvíst, heldur til framsöguháttar, þ.e. til þess sem er raunverulegt og víst. Þegar um staðhæfingu er að ræða sem er ætlað að vera vís- indaleg, er viðtengingarháttur bæði málfræðilega og rökfræði- lega rangur og afar ankannaleg- ur. Sigurður segir einnig í ofan- greindri setningu „þegar skera á úr hvort regla sé lagaregla skilja leiðir“, sem er rangt mál. Rétt mál er hins vegar „þegar skera á úr hvort regla er lagaregla skilur leiðir.“ Sagnorðið er ópersónu- legt. Ekki þarf að taka fram, að fjöldi málvillna í heilli bók upp á meira en 400 blaðsíður er umtals- verður, úr því að finna má þrjár villur í einni setningu. Ekki aðeins hefur Sigurður Líndal lítil tök á íslenzku máli, heldur er texti hans afar rugl- ingslegur. Þannig er t.d. ofan- greind setning óskiljanleg, þótt reynt sé að finna henni vitræna merkingu með því að skoða hana í samhengi við næstu setningar á undan. En hvernig hefur þá slík ruglingsleg setning ratað inn í texta Sigurðar Líndals? Skýring- in sýnist vera eftir farandi: Í yfir- liti brezka réttarheimspekings- ins H.L.A. Harts í The Concept of Law á bls. 302 telur hann upp nokkrar staðhæfingar, sem gjarn- an eru kenndar við lagasethyggju (legal positivism). Þar er m.a. undir tl. 5 að finna svohljóðandi staðhæfingu, sem Hart þó tekur alls ekki sjálfur undir: „moral judgments cannot be established, as statements of fact can, by rational argument, evidence or proof“: „non-cognitivism in ethics“. Á íslenzku hefur staðhæfing þessi svofellda merkingu: „Sið- ferðilega dóma er ekki unnt að fella með sama hætti og þegar staðreyndum er lýst með því að beita rökstuðningi, leggja fram óræk gögn eða beita sönnunar- færslu.“ Forsenda staðhæfingar- innar er, að unnt sé að fella sið- ferðilega dóma. Á bls. 69 í Um lög og lögfræði þýðir Sigurður Líndal staðhæfingu þessa ranglega með svofelldum hætti: „Að siðadómar verði ekki felldir né þeim haldið fram sem staðreyndum með vit- rænum rökum, vitnisburðum eða sönnunum.“ Hann misskilur texta Harts á þann veg, að ekki sé unnt að fella siðferðisdóma. Auk þess klýfur hann setninguna í tvennt, sem er rökfræðilega óheimilt. Þannig verða til tvær vitlausar setningar, sbr. á bls. 329: „Sið- ferðisdómar verða ekki felldir um staðreyndir. Þegar hins vegar kemur að því að ákvarða hvað hafa beri til viðmiðunar þegar skera á úr hvort regla sé laga- regla skilja leiðir.“ Fyrri staðhæfingin er fárán- legt ranghermi, sem er til marks um siðfræðilega vanþekkingu Sigurð ar, en síðari staðhæfingin er óskiljanlegur ruglingur. Siðfræði fjallar um siðferðilegar spurningar. Hún er verkleg, því að markmið hennar er að gera menn færa um að fella siðferði- lega dóm í því skyni að vera færir um að hafast að – þ.e. haga lífi sínu réttilega, skynsamlega og í víðtækastri merkingu orðsins „vel“. Siðferðileg dómgreind og siðferðilegir dómar gegna því grundvallarhlutverki í lífi okkar. Þvert gegn staðhæfingu Sig- urðar heldur H.L.A. Hart því fram, að siðferðisdómar séu annar grundvallarþáttur laga- hugtaksins. Svokallaður innri sjónarhóll (internal point of view) er meginatriði í réttarkenningu hans: embættismenn, lögfræð- ingar og óbreyttir borgarar nota lögin sem staðal til leiðsagnar um hegðun sína og annarra og ástæðu til að fjandskapast við þá sem virða þann staðal að vettugi, sbr. The Concept of Law á bls. 90. Almennt nota menn lögin sem ástæðu til að kveða upp neikvæða siðferðilega dóma yfir þeim sem ekki virða þau. Af því sem hér hefur verið sagt ætti að vera ljóst, að Sigurður Líndal er ekki skrifandi á íslenzku, þ.e. hann er ófær um að skrifa skilmerkilegan texta. En jafnframt ætti að vera ljóst, að svo alvarlegir brestir eru í lög- fræðilegri og siðfræðilegri þekk- ingu hans, að hann verður að telj- ast gersamlega óhæfur til að gegna kennarastarfi í almennri lögfræði og réttarheimspeki, þótt í reynd hafi hann þegið laun fyrir það úr opinberum sjóðum í meira en 40 ár. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. UMRÆÐAN Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar um kjör flug- manna Það ríkir hörð sam-keppni um flugfar- þega á Íslandi og ekki hvað síst núna þegar virðist kreppa að í fjár- hagi almennings og hátt eldsneytisverð að sliga fólk og fyrirtæki. Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hvað flugfarþegar eru að kaupa í far- miða og hvað þau fyrirtæki sem selja miðann standa fyrir. Fyrirtækið Iceland Express kallar sig lágfargjaldaflugfélag, en er ekki flugrekandi, sem sagt handhafi flugrekstrarleyfis frá Flugmálastjórn Íslands. Það þýðir að Iceland Express býr ekki við þær kvaðir eða skyldur sem almennt tíðkast um þau fyrirtæki sem kalla sig flugfélög. Þegar þú kaupir farmiða með Iceland Express ertu að í raun að kaupa farmiða með erlendum flugfélögum. Flugfélög sem fljúga undir merkjum Iceland Express eru t.d. svissneska flug- félagið FlyHello og breska félag- ið Astraeus. Þau eru bæði með útgefin flugrekstrarleyfi í sínu heimalandi, FlyHello í Sviss og Astraeus í Bretlandi. Engir flug- menn sem vinna hjá þessum félögum starfa samkvæmt íslenskum kjarasamningi. Á síðustu árum hefur orðið vakning í umræðu um starfs- mannaleigur og kjör manna sem starfa á þeirra vegum. Um margra ára skeið hafa ýmis flug- félög nýtt sér slíkar leigur, enda sparar það fyrirtækjunum oftar en ekki ómakið að skila lögbundn- um sköttum og gjöldum til okkar sameiginlega sjóðs, ríkissjóðs. Með verktakasamningi fellur það í hlut viðkomandi verktaka, flug- manns í tilviki flug- félaga, að skila lög- bundnum gjöldum af sínum tekjum, eins og lífeyrissjóðsgjöldum, tryggingagjöldum og tekjuskatti. Hjá fyrirtækjum sem selja flugsæti til og frá Íslandi starfa a. m.k. tugir, jafnvel hundruð flugmanna sem fyrirtækin og við- komandi flugmenn kalla verktaka en eru í raun laun- þegar. Þarna er brotalöm sem verður að laga, því það kemur á endanum niður á samkeppnis- hæfni fyrirtækjanna. Þau fyrir- tæki sem hafa allt sitt upp á borð- inu og leggja sig fram um að greiða það sem þeim ber verða á endanum undir í ósanngjarnri samkeppni. Stéttarfélag flug- manna á Íslandi (FÍA) hefur sent tekju- og lagaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins formlegt erindi þar sem óskað er svara um fram- kvæmd skattalöggjafarinnar hvað þessi mál varðar. Stjórnvöld þurfa að svara því hverjar eru skattalegar skyldur íslenskra flugfélaga og annarra þeirra sem standa að slíkum rekstri. Þ.e. fyrirtækja sem eiga, leigja eða reka loftför skráð á Íslandi eða utan lands, eða þau sem leigja loftför til verkefna fyrir íslenska aðila með eða án flugmanna. Höfundur er formaður FÍA. 22 27. júní 2008 FÖSTUDAGUR Af því sem hér hefur verið sagt ætti að vera ljóst, að Sigurður Líndal er ekki skrifandi á íslenzku... JÓHANNES BJARNI GUÐMUNDSSON Flugfélög án flugmanna Alla daga frá10 til 22 800 5555 Eru háskólaprófessorar skrifandi á íslenzku? SIGURÐUR GIZURARSON UMRÆÐAN Hlini Melsteð Jón- geirsson skrifar um ríkisstjórnina Það er ekki að sjá að sú Samfylking sem lofaði miklu í síðustu kosningabar- áttu sé við völd í þeirri ríkistjórn sem er í dag. Kosninga- loforð Samfylkingarinnar voru margvísleg. Hvergi er að finna efndir fjölda þeirra fögru fyrirheita sem komu fram í kosningabaráttunni sl. vor. Ekki fá nemendur fríar skólabækur eins og lofað var, til að kaupa atkvæði þeirra fyrir ári. Sá gúmmítékki er ógreiddur hjá ríkisstjórninni. Ekki er heldur að finna neina atvinnustefnu hjá ríkisstjórn- inni og miklu púðri er eytt í að dásama framtak einkavæðingar sem ákveðið hefur verið að nota í heilbrigðiskerfi Íslendinga. Það er alveg ljóst að einkavæð- ingin mun hunsa þau erfiðu og óhagstæðu verkefni sem er að finna í heilbrigðiskerfinu og draga til sín bestu læknana frá þeim sérfræðisviðum þar sem þörfin er mest. Frekar þarf að breyta hugsunarhætti einstakl- inganna en að búa til gróða- tækifæri í kerfi sem á ekki og má ekki mismuna þegnum í landinu. Frekar þarf að auka forvarnir innan hins almenna kerfis. Fjölga þarf heimilis- læknum og greiða þeim bónus fyrir að hafa sína sjúklinga með betri meðaltalsheilsu en gengur og gerist. Þetta myndi hvetja til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu en hins vegar myndi aukning einkavæðingar auka kostnað til lengri tíma séð. En þrátt fyrir svik kosninga- loforðanna getur þó forysta meirihlutaflokkanna brosað breitt fyrir framan myndavélar fjölmiðla meðan ráðherrarnir millilenda hér á landi á leið sinni milli heimsálfanna. Það er samt eitt sem skal hafa í huga þegar við skoðum stöðuna eins og hún er í dag. Þau vanda- mál sem þessi ríkistjórn tekst á við í dag eru ekki ólík þeim sem fyrri ríkisstjórn átti við að etja. Raunar var staðan enn verri á köflum en ávallt var gripið til viðeigandi ráðstafana og vandamál voru leyst farsællega. Núverandi ríkis- stjórn sýnist ekki hafa neina burði í að taka á þeim vanda- málum sem blasa við, aðgerða- leysið er algert á köflum. Þó er mikil kaldhæðni að eitt af fyrri verkum Framsóknar- flokksins mun nú hjálpa ríkisstjórninni við að draga úr viðskiptahallanum. Álútflutn- ingur hefur stóraukist síðan álverin á Reyðarfirði og á Grundartanga náðu fullri afkastagetu nú á dögunum og sá útflutningur mun minnka viðskiptahallann verulega á næstu árum. Spár sýna að hallinn gæti minnkað frá 16% niður í 10% strax á næsta ári. Það liggur ljóst fyrir að það verður að fara að lækka hina himinháu stýrivexti Seðlabank- ans til að auka hagvöxt. Fólk og fyrirtæki eru að fara í þrot vegna þeirra ofurvaxta sem eru á lánum þeirra. Fyrirtæki eru farin að segja starfsmönn- um sínum upp í hópum og talsmenn verkalýðsfélaga segja þetta bara byrjunina. Atvinnuleysi er það sem við viljum síst, en það er greini- lega hluti hagstjórnarstefnu þessarar ríkisstjórnar. Höfundur er ritstjóri SUF. Hjá fyrirtækjum sem selja flugsæti til og frá Íslandi starfa a.m.k. tugir, jafnvel hundruð flugmanna sem fyrirtækin og viðkomandi flugmenn kalla verktaka en eru í raun laun- þegar. HLINI MELSTEÐ JÓNGEIRSSON Innistæðulaus ríkisstjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.