Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 28
S íðustu ár hefur orðið gríðarleg endur- nýjun á íbúum Flatahverfisins í Garða- bæ. Hverfið, sem reis í kringum 1970, hefur aldrei verið vin- sælla en nú. Byggingarstíllinn á ef- laust ríkan þátt í því enda eru flest húsin kassalaga með stórum glugg- um og svo er eftirsótt að eiga góða granna og ekki verra ef þeir státa af flottum starfstitli. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, er þó stórtæk- ari en hinir nágrannar hennar því hún er eig- andi að tveimur húsum í hverfinu ásamt eigin- manni sínum. Nú er annað húsið, að Tjarnar- flöt 12, komið á sölu eftir að hún flutti yfir á Smára- flöt 22 á dögunum. Tjarnar- flöt 12 stendur innst í götu, er 256 fm og afar glæsi- legt. Húsið er byggt árið 1968 og hefur Ásdís Halla nostrað við að gera það upp á smekklegan hátt. Í febrú- ar 2007 fjárfesti hún í hús- inu að Smáraflöt 22 og hafa framkvæmdir staðið yfir þangað til í vor þegar Ásdís Halla flutti inn ásamt fjölskyldu sinni. Húsið við Smáraflöt stendur á besta stað, alveg við hraunið, og það sést lítið í það frá götunni. Í sömu götu býr Magnús Stephen- sen hjá Eimskip og kona hans, Bergljót Þorsteinsdóttir, fyrrum fegurðardrottn- ing og ljósmyndari. Á Flötunum búa líka Bjössi og Svava Johansen í Sautján; Óskar Magnús- son, fyrrum forstjóri TM; Everest-farinn Björn Ólafsson; Birg- itta Haukdal og Bensi, kærasti hennar; Íris Björk Jónsdóttir, eigandi GK; Mar- grét Jónasdóttir, sagnfræðingur hjá Sagafilm, svo einhverjir séu nefndir. Það er greinilegt hvert straumurinn liggur. „Á föstudaginn ætla ég að slaka á eftir vik- una og njóta veðurblíðunnar, sem ég er búinn að panta, í góðra vina hópi, en ég hef verið allt of mikið innandyra í góða veðrinu undanfarið. Á laugardaginn er planið að fara á Náttúrutónleikana með Björk og Sigur Rós í Laugardalnum og kíkja svo í bæinn eftir á. Á sunnudaginn fer ég á leynifélagsfund þar sem drög verða lögð að áframhaldandi heimsyfirráðum og grísaveislu í júlí, en að sjálfsögðu munum við líka horfa saman á úrslitaleikinn í EM.“ HVAÐ Á AÐ GERA UM HELGINA? Karl Sigurðsson Baggalútur fréttir Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@365.is Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖSTUDAGUR Pétri Stefánssyni, nema í arkitektúr í Listaháskóla Ís- lands, ofbauð iðjusemi mið- borgarstjórans, Jakobs Frí- manns Magnússonar. Í fram- haldinu ákvað hann að búa til mynd af honum með áletruninni, Remove your art, sem hann fékk prentaða á boli. Nú eru bolirnir komn- ir í vefverslun in- mate.is. „Mig lang- aði að leggja mitt af mörkum því ég er ekki hrifinn af því að það sé verið að mála yfir listaverk,“ segir Pétur. Hann segir að það sé ekki hægt að flokka stenslaðar myndir sem veggjakrot og það verði að gera greinar- mun á því hvað sé list og hvað sé krot. Sjálfur hefur hann teiknað síðan hann var smá- polli og á heiðurinn af veggmynd sem hann málaði á vegginn heima hjá Spessa ljós- myndara. „Ég frétti af því að menn frá Reykjavíkur borg hefðu verið að snigl- ast í kringum húsið hjá Spessa. Ég ætla bara að vona að mynd- in fái að vera í friði.“ Spurður að því hvort hann haldi að bolurinn verði tískuvara segist hann auðvitað vona það. Hvað heldur þú að Jakob Frímann segi yfir bolnum? „Ég ætla að vona að hann taki þessu ágætlega. Þetta er ekkert persónulegt á hann enda er bolurinn bara áminning. Minna hann á að það eru til listamenn sem líta á þetta sem list og vilja ekki að verkin sín verði eyðilögð,“ segir Pétur. - mmj Vill vekja Jakob Frímann til umhugsunar Pétur Stefánsson, nemi í arkitektúr Nýjasti bolurinn frá inmate.is skartar mynd af Jakobi Frímanni. Vinnufatabúðin Fagmennska og þjónusta í fyrirrúmi EINBEITA SÉR AÐ BARNAUPPELDINU Það er nóg um að vera hjá athafna- hjónunum Jóni Arnari og Ingibjörgu Þorvaldsdóttur. Í vetur seldu þau Pennanum helming í fyrirtæki sínu Habitat sem þau hafa rekið í nokkur ár en nýverið ákváðu þau að segja endanlega skilið við Habitat og er því verslunin komin í eigu Pennans. Hvort sem þau hafa fengið sig full- sadda af verslunarrekstrinum eða hafa önnur plön á prjónunum verð- ur tíminn að leiða í ljós. Nú er það nýfæddur sonur sem tekur væntan- lega alla athyglina en þetta er annar drengurinn þeirra, fyrir átti Ingibjörg einn son og verður því nóg um að vera á stóru heimili. Flatirnar í Garðabæ eru að verða heitasta hverfið hjá fræga fólkinu Ásdís Halla á tvö hús Smáraflöt 22. Húsið er 288 fm og stendur á besta stað í Garðabænum. Ásdís Halla keypti húsið í febrúar 2007 og hafa framkvæmdir staðið yfir síðan þá en fjöl- skyldan flutti í húsið á dögunum. Tjarnarflöt 12. Hér bjó Ásdís Halla en nú er húsið komið á sölu. Hólmfríður Karlsdóttir Birgitta Haukdal og húsið hennar. Magnús Stephensen Ásdís Halla Bragadóttir Svava Johansen 2 • FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.