Fréttablaðið - 10.07.2008, Síða 10

Fréttablaðið - 10.07.2008, Síða 10
 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR ÍRAN, AP Íranska ríkissjónvarpið segir tilraunir með flugskeyti hafa verið gerðar beinlínis til að bregðast við hótunum frá Banda- ríkjunum og Ísrael. Í gærmorgun skutu Íranir upp níu lang- og meðaldrægum flug- skeytum. Meðal annars var próf- uð ný tegund flugskeyta af gerð- inni Shahab-3, sem hægt væri að skjóta á Ísrael, Tyrkland, Arabíu- skaga, Afganistan og Pakistan, teldu íranskir ráðamenn sig hafa ástæðu til þess. Hossein Salami, yfirmaður flugflota íranska hersins, segir þessum tilraunum ætlað að „sýna staðfestu okkar og mátt gegn óvinum sem hafa á síðustu vikum hótað Írönum með harðskeyttu orðavali“. Aðeins daginn áður hafði þó Mahmoud Ahmadinejad Íransfor- seti sagt það hótfyndni eina að Bandaríkjamenn og Ísraelar væru að undirbúa árásir á Íran. „Ég fullvissa ykkur um að það verður ekkert stríð í framtíðinni,“ sagði Ahmadinejad á blaðamanna- fundi í Malasíu á þriðjudaginn, þar sem hann var staddur á leið- togafundi íslamskra þróunar- ríkja. Íranar hafa hins vegar hótað hörðum viðbrögðum ef Banda- ríkjamenn eða Ísraelar létu verða af árásum. Meðal annars hafa Íranar hótað að skjóta flugskeyt- um á Ísrael og bandarískar her- stöðvar við Persaflóa. Einnig hafa þeir hótað að koma í veg fyrir alla olíuflutninga frá Persaflóa, sem hefði alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið í Bandaríkjunum og um heim allan. Bandaríkin segja flugskeytatil- raunir Írana hins vegar „alger- lega á skjön við skyldur Írans gagnvart umheiminum“, eins og talsmaður Hvíta hússins orðaði það. „Með þessu háttalagi gera írönsk stjórnvöld ekkert annað en að einangra írönsku þjóðina enn frekar frá alþjóðasamfélaginu,“ sagði Gordon Johndroe, talsmað- ur þjóðaröryggisráðs Bandaríkj- anna. „Þeir ættu að láta frekari flugskeytatilraunir eiga sig ef þeir vilja raunverulega endur- heimta traust umheimsins.“ Bandaríkin hafa verið í forystu fyrir því að auka þrýsting á Írana um að hætta við öll kjarnorku á- form af ótta við að þau gagnist til smíði kjarnorkuvopna. Íranar segja hins vegar kjarnorkuáætlun sína eingöngu til þess ætlaða að framleiða rafmagn, kjarnorku- vopnaframleiðsla sé alls ekki á dagskrá. gudsteinn@frettabladid.is Íransstjórn sýnir hernaðarmátt sinn Bandaríkin segja flugskeytatilraunir Írana aðeins einangra landið enn frekar á alþjóðavettvangi. Íranar senda frá sér misvísandi skilaboð. MAHMOUD AHMADINEJAD Íransforseti segist hvorki reikna með árásum frá Bandaríkjunum né Ísrael. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRANSKT FLUGSKEYTI Íranska sjónvarpið sýndi í gær myndir af flugskeytatilraunum, sem ráðamenn þar segja viðbrögð við hótunum frá Bandaríkjunum og Ísrael. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SUNKIST ORANGE Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík ...á góðri stundu! TILBOÐIN GILDA 10. - 13. JÚLÍ SAFARÍKAR KJÚKLINGABRINGUR 1.595kr/kg 30% afsláttur 41% afsláttur 398kr HAMBORGARAR 2x175g 79kr/stk w w w .m ar kh on nu n. is 568 kr 2.704 kr 499kr/stk CHICAGO TOWN PIZZUR OSTAFYLLTUR KANTUR SVEITARSTJÓRNIR „Í smærri sveitarstjórnum getur alltaf orðið hreyfing á samstarfi flokka sem helgast af staðbundnum aðstæðum og persónum á hverjum stað,“ segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga. „Hræringarnar í Reykjavík hafa aftur á móti verið óvenjulegar.“ Samstarfsslit hafa orðið hjá meirihluta í sveitar- stjórnum nokkurra sveitarfélaga þau tvö ár sem af er kjörtímabilinu og tvisvar í Reykjavík. Nú síðast sleit Samfylkingin í Grindavík meiri- hlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, að hluta til vegna mála Hitaveitu Suðurnesja. Fyrr á þessu ári var skipt um meirihluta, fyrst í Bolungarvík í apríl og síðan Dalabyggð í síðasta mánuði. Grímur Atlason, sem verið hafði bæjar- stjóri í Bolungarvík, var nýlega ráðinn sveitarstjóri í Dalabyggð. Einnig má segja að meirihlutinn á Akranesi hafi sprungið í maí þegar Karen Jónsdóttir, fulltrúi F- lista í bæjarstjórn, gekk til liðs við Sjálfstæðisflokk- inn. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn slitu að auki samstarfi sínu í Árborg í desember árið 2006 að sögn vegna deilu um launakjör bæjarfulltrúa. Í Reykjavík hefur starfandi meirihluti tvisvar sinnum sprungið, fyrst 11. október árið 2007 og aftur síðla í janúar rúmum þremur mánuðum síðar. - ht Óvenjulegar hræringar í Reykjavík og hreyfing á samstarfi í sveitarstjórnum: Nýr meirihluti á sex stöðum NÝR MEIRIHLUTI Tók við störfum í Reykjavík síðla í janúar. REYKJAVÍK „Þegar ég las tölvupóst- inn skildi ég þetta eins og búið væri að fara alla leið í kerfinu með þetta,“ segir Elín Sigurðar- dóttir, félags- og kynjafræðingur og ein þeirra sem sóttu um stöðu mannréttindastjóra Reykjavíkur. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að umsækjendum um starf mannréttindastjóra Reykja- víkur hafði verið tilkynnt í tölvu- pósti á föstudag að „búið [væri] að ráða í stöðuna“. Hins vegar er einungis búið að gera tillögu að því að Anna Kristinsdóttir verði ráðin. Endanleg ákvörðun verður ekki tekin fyrr en á fundi borgar- ráðs í dag. Sex af 23 umsækjendum voru boðaðir í viðtal. Elín var ein þeirra sem ekki var boðuð í viðtal en hún er með meistarapróf í kynjafræði frá Háskólanum í Lundi. „Ég tel ekkert óeðlilegt við það að einhver annar hafi verið ráð- inn þar sem margir sóttu um og þar af margir hæfir. Vinnubrögð- in þykja mér hins vegar undar- leg,“ segir Elín „Ég hef sótt um svipaðar stöður áður og þá voru meiri formleg- heit í kringum þetta. Mér fannst snubbótt að fá bara tvær línur í tölvupósti um að ég fengi ekki starfið.“ - vsp Umsækjandi um stöðu mannréttindastjóra finnst svar í tölvupósti snubbótt: Hélt að búið væri að ráða ELÍN SIGURÐARDÓTTIR Henni fannst vinnubrögðin við ráðningu mannrétt- indastjóra undarleg.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.