Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2008, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 10.07.2008, Qupperneq 36
 10. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● suðurland Nóg verður um að vera á Þjóðhátíð í Eyjum um verslun- armannahelgina en miðasala fór snemma af stað í ár. Að sögn Friðbjörns Ó. Valtýssonar, framkvæmdastjóra ÍBV íþrótta- félags og meðlims í þjóðhátíðar- nefnd, verður hátíðin með hefð- bundnu sniði í ár. „Hún er komin í svo góðan farveg hjá okkur að hún breytist lítið frá ári til árs. Við verðum þó í fyrsta sinn með kaffitjald þar sem hægt verður að kaupa kaffi og meðlæti.“ Aðsóknin í ár virðist ætla að verða mjög góð en að sögn Frið- björns er ánægjulegt hversu snemma hún fór af stað. „Okkur hlakkar til að fá fólk í heimsókn, unga sem aldna. Engin aldurstak- mörk verða inn á tjaldstæði eða annar staðar. Við höfum verið svo heppin með fólk hingað til að þess hefur ekki þurft.“ Mikil vinna hefur verið lögð í skemmtidagskrána, sem er sér- staklega vönduð á sunnudeginum að mati Friðbjörns. „Við verðum með frábæra skemmtikrafta síð- asta daginn fyrir þá sem þá vilja koma, en annars viljum við helst fá fólk strax á fimmtudeginum. Stemningin hérna í Eyjum byrjar yfirleitt mánudaginn fyrir Þjóð- hátíð þannig að hér verða allir komnir í góðan gír þegar hátíðin hefst.“ Og dagskráin ætti að höfða til allra aldurshópa. „Það má segja að við séum með rjómann af öllu því besta fyrir fólk á öllum aldri.“ Að sögn Friðbjörns er ætíð öflug löggæsla á Þjóðhátíð. „Við erum með ólíka hópa sem annast gæslu: sjúkraflutningamenn, lög- reglu og foreldravakt, en undan- farin ár hefur hátíðin gengið vel fyrir sig og erum við mjög ánægð með það.“ Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni www.dalurinn.is. - kka Rótgróin en alltaf góð Á móti Sól mun spila fyrir gesti.Það er engin Þjóðhátíð án flugeldasýningarinnar góðu. Það er ætíð góð stemning í Eyjum á Þjóðhátíð. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum verður haldin í 134. skiptið í ár. Þjóðhátíð í Herjólfsdal var í hér áður fyrr haldin um miðjan ágúst, en hún er arfur frá þjóð- hátíðinni 1874, þegar haldin var hátíð í dalnum 2. ágúst, eins og víða um landið. Þegar fagna átti þúsund ára afmæli þjóðarinnar á Þingvöllum komust Eyjamenn ekki upp á fastalandið vegna veðurs og héldu því sína eigin þjóðhátíð. Þjóðhátíð var aftur haldin í Eyjum árið 1901 og hefur hún verið haldin nánast samfellt síðan. Páll Óskar mun bæði syngja og þeyta skíf- um í Eyjum í ár. Í svörtum fötum heldur uppi fjörinu í Eyjum í ár. „Núna erum með til sýnis nýja gripi sem gefnir hafa verið til Sjó- minjasafnsins. Meðal annars mjög merka, handskrifaða bók þar sem gefur að líta húsalýsingar frá því snemma á 20. öld. Einnig erum við með málverk sem okkur var gefið sem sýnir húsin á Eyrarbakka í byrjun 20. aldar í sínum réttu litum.“ Þetta er haft eftir Lýð Pálssyni, forstöðumanni Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka, þar sem hægt er að finna ýmsa áhugaverða hluti frá Eyrarbakka sem tengjast sjósókn, iðnaði og félags- og menningar- sögu síðustu 100 ára. Að hans sögn má rekja tildrög safnsins til þess að aldraður skip- stjóri tók sig til fyrir fimmtíu árum og fór að safna alls kyns áhugaverðum gripum. Hann kom meðal annars í hús stóru áraskipi sem lá í fjörunni og er það skip- ið Farsæll, sem er nú einn helsti gripur safnsins. Á Sjóminjasafninu er einnig að finna ýmsa aðra merka hluti sem varpa ljósi á fortíð Eyrarbakka og eitt hornið haft undir alls kyns áhugaverðar sýningar, eins og fyrr sagði. „Sjóminjasafnið bygg- ist upp á einni stórri grunnsýn- ingu en í einu horni sýningarsal- arins eru breytilegar sýningar,“ segir Lýður. - stp Hófst með söfnunarglöðum sjómanni Sjóminjasafnið á Eyrarbakka leggur áherslu á sjósókn, iðnað og félags- og menningarsögu svæðisins síðustu 100 ár. MYND/LINDA ÁSDÍSARDÓTTIR Sögu- og ljósmyndasýning stendur nú yfir í anddyri Sundlaugar- innar í Laugaskarði í Hveragerði í tilefni af 70 ára afmæli laug- arinnar. Sundlaugin var byggð í sjálfboðavinnu og var vatni hleypt í hana í júnímánuði árið 1938. Unmennafélag Ölfushrepps beitti sér hvað mest fyrir því að laugin var gerð og lögðu félagsmenn fram mikla vinnu í verkið. Lárus Rist sundkappi flutti til Hvera- gerðis árið 1936 og hann var mikill liðsauki og tók forystu við uppbyggingu laugarinnar og réði meðal annars um staðarvalið. Um tíma var laugin stærsta sundlaug landsins og íslenska landsliðið í sundi æfði í lauginni allt til ársins 1966 þegar Laugar- dalslaugin í Reykjavík kom til sögunnar. Upphaflega var laugin aðeins 25 metrar en er nú 50 metra löng og 12 metrar á breidd. Laugin er svokölluð gegnumrennslis- laug og er hituð upp með jarðgufu sem tryggir eðlilegt sýrustig og hreinleika vatnsins. Í lauginni er heit og grunn setlaug ásamt heitum potti með rafmagnsnuddi og svo er að finna þarna nátt- úrulegt gufubað. Laugin er í fallegu umhverfi og góðu skjóli. Alltaf er gæslumaður á vakt og svo er einnig sjónvarpskerfi þar sem hægt er að fylgjast með og tryggja öryggi sundgesta eins vel og hægt er. Hveragerðisbær annast rekstur og viðhald á sundlauginni. - mmr Var eitt sinn sú stærsta Sundlaugin í Laugaskarði þjónar vel íbúum Hveragerðis. MYND/ÚR SAFNI HVERAGERÐISBÆJAR Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.