Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2008, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 10.07.2008, Qupperneq 49
FIMMTUDAGUR 10. júlí 2008 29 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál- efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Sigurvin Jónsson og Sunna Dóra Möller svara grein Teits Atlasonar Hinn 16. júní síðastliðinn birtist opnulöng grein í Fréttablaðinu eftir Teit Atlason er ber yfirskriftina „Trúlausi guðfræðingurinn“. Í greininni gagnrýnir höfundur guðfræði- deildina, sem hann segir gallaða stofnun, og tiltekur m.a. eftirfarandi rök fyrir því: „Í mínum huga eiga að vera skýr skil á milli hinnar trúarlegu innrætingar og hinnar fræðilegu kennslu. Það vantar einnig ýtarlegri biblíugagnrýni, kenningar um hinn sögulega Jesú, kynningu á trúarlegu umhverfi þegar Biblían er rituð, trú Egypta, kynningu á [sic] betri kynningu á gnóstísk- um ritum. Svo ekki sé talað um Júdasarguðspjall sem er merkilegasti fornleifafundur síðustu árhundruða.“ Gagnrýni höfundar á guðfræðideildina snýr m.a. að kennslu á sviði biblíufræða og þá sérstaklega nýjatestamentisfræði sem undirrituð hafa valið að sérsviði. Prófessor í nýjatestamentisfræði er dr. Jón Ma. Ásgeirsson en hann er menntaður frá Claremont háskóla í BNA og er þekktur á alþjóða- vísu sem fræðimaður á þessu fræðasviði. Til að sækja framhaldsnámskeið í nýjatestamentisfræð- um þurfa nemendur að hafa lokið grunnnámskeið- um í samtíðarsögu, inngangsfræði og guðfræði Nýja testamentisins auk 10 eininga í forn-grísku. Venja er að nemendur sæki framhaldsnámskeið í nýjatestamentisfræðum á þriðja til fimmta ári náms en ekki á BA stigi. Fjallað verður nú sérstak- lega um þau sex atriði sem að Teitur nefnir í þessu samhengi. Ítarleg biblíurýni Ítarleg biblíurýni á sér stað í framhaldsnámskeiðum sem kallast ritskýring, en þar eru tekin fyrir einstaka rit Gamla og Nýja testamentisins. Í inngangsnámskeiðum nýjatestamentisfræða er eðli málsins samkvæmt farið nokkuð hratt yfir sögu en í ritskýringarnámskeiðum gefst rými til ítarlegri umfjöllunar. Biblíutextarnir eru settir í samhengi við rannsóknir á sviði biblíuvísinda og er reynt að gefa fjölbreyttum sjónarmiðum gaum. Nýjatesta- mentisfræðin er þverfagleg fræðigrein sem notfærir sér þekkingu og rannsóknir á sviði fjölmargra fræðigreina til að varpa ljósi á texta Nýja testamentisins. Kenningar um hinn sögulega Jesú eiga langa hefð í umfjöllun um Nýja testamentið og persóna Jesú hefur heillað trúaða jafnt sem efasemdamenn öldum saman. Nútíma rannsóknir byggja á grunni nákvæmra textarannsókna og heimildarýni. Í guðfræðideild Háskóla Íslands eru kenningar um hinn sögulega Jesú kynntar í inngangsnám- skeiðum og í framhaldsnám- skeiðum takast nemendur á við slíkar kenningar með því að rannsaka þær frumheimildir sem fyrir hendi eru. Trúarlegt umhverfi á ritunartíma biblíunnar er viðfangsefni inngangsnámskeiða og liggur til grundvallar allri ritskýringu. Þar fá nemendur innsýn í fjölbreytilegt efni sem tekur til jafnt stjórnmálasögu, hugmyndafræði og trúarbragða í umhverfi Nýja testamentisins. Í inngangsfræði Nýja testamentisins er farið yfir bókmenntasögu alls Nýja testamentisins ásamt kynningu á ýmsum skyldum ritum. Þekking á trú Egypta er mikilvæg í samhengi Nýja testamentisins vegna þess samruna grískrar og austrænnar menningar sem átti sér stað eftir tíma Alexanders mikla á þessu landsvæði og lögð er mikil áhersla á að textarnir séu lesnir í því sam- hengi. Hvað snertir gnóstísk rit hefur prófessor Jón Ma. komið að rannsóknum og þýðingum rita af þeim flokki. Leggur hann áherslu á í kennslu sinni að nemendur kynnist m.a. ritum Nag Hammadi safnsins, flokki gnóstískra rita sem fundust í Egyptalandi 1945. Júdasarguðspjall hefur vakið mikla athygli vegna þess að eintak þess komst nýlega í hendur fræði- manna, illa farið eftir langa og sorglega meðferð forngripabraskara. Jón Ma. greindi frá þessari atburðarás ítarlega í erindi á Hugvísindaþingi haust- ið 2006 og fór þar yfir rannsóknarsögu Júdasarguð- spjalls. Þess má geta að í haust er í boði námskeið í guðfræðideild um apókrýf guðspjöll, m.a. Júdasar- guðspjall. Veist að guðfræðideild Í greininni „Trúlausi guðfræðingurinn“ er vegið að kennslu á sviði biblíufræða við Háskóla Íslands af nemanda sem ekki hefur setið framhaldsnámskeið á sviði nýjatestamentisfræða. Við sem þessa grein ritum stundum bæði rannsóknir á sviði nýjatesta- mentisfræða við Háskóla Íslands undir handleiðslu Jóns Ma. Ásgeirssonar. Við finnum okkur því knúin til að leiðrétta þá aðför sem í orðum hans felst. Þeim atriðum kennslu og rannsókna sem Teitur Atlason kallar eftir eru gerð vegleg skil í starfi deildarinnar og sitja þar allir nemendur við sama borð. Sigurvin Jónsson er guðfræðingur og Sunna Dóra Möller guðfræðinemi. Lengri útgáfa greinarinnar birtist á sigurvin.annall.is og sunnadora.blog.is. Trúlausi guðfræðingurinn og guðfræðideild Háskóla Íslands SIGURVIN JÓNSSON SUNNA DÓRA MÖLLER Í greininni „Trúlausi guðfræðingurinn“ er vegið að kennslu á sviði biblíufræða við Háskóla Íslands af nemanda sem ekki hefur setið fram- haldsnámskeið á sviði nýjatestamentisfræða. Drepið á dyr borgarinnar UMRÆÐAN Pétur Markan skrifar um kjör háskóla- stúdenta Ágætur borgarstjóri Reykvíkinga sér ekki ástæðu til að sinna stúdentum þessa dagana. Sjálfsagt liggja gildar ástæður þar á baki. Ekki svarar hann tölvupóstum né upphringingum en fulltrúar Stúdentaráðs Háskóla Íslands hafa ítrekað reynt að ná í hann eftir að ljóst var að Félagsstofnun stúdenta þyrfti að taka þá nauðákvörðun að hækka leigu á stúdentaíbúð- um, nákvæmlega því sem nemur þverrandi stuðningi borgaryfir- valda við FS á síðustu fjórum árum. FS hefur á sínum snærum 711 íbúðir sem í búa 1.030 manns og verður hækkunin frá 1.309 krónum mánaðarlega í minnstu einingum til 4.548 króna í þeim stærri, fyrir utan vísitöluhækkun. Af þessu má dæma að búið sé að læsa stúdenta úti, lyklalausa að Ráðhúsi Reykjavíkur. Á þá er vart fleiri klyfjum kreppunn- ar bætandi ef bakið á ekki að brotna. Þeir sem inni sitja virða dyrabjölluhringingar að vettugi og láta sem vindurinn sé að verki þegar kall- að er hástöfum inn um bréfalúguna. Eina merkið um líf innan- dyra er blað sem smokrað er undir hall- ardyrnar þar sem á stendur: „Hundrað daga meirihlutinn ákvað að styrkurinn yrði föst upphæð á hverja íbúð, 500 krón- ur á mánuði. Við ákváðum að breyta því ekki. “ Það er í sjálfu sér jákvætt að borgarfulltrúar Reykjavíkur skuli vera sam- mála um eitthvað en það er ömurlegt til þess að vita að sú þverpólitíska sátt skuli ríkja um hagræðingu og niðurskurð á kostnað og brúsa stúdenta. Þar er lágt reitt til höggs og ódrengi- lega. Það er með ólíkindum að í jafnhörðu árferði og nú er taki borgaryfirvöld ákvörðun um að skera á styrki til Félagsstofnun- ar stúdenta sem hefur þau keðjuverkandi áhrif að leigu- verð á stúdentaíbúðum hækki. Það er segin saga að á félags- legri styrkingu er mest þörf þegar harðnar á dalnum og minni möguleikar eru fyrir stúdenta að komast af upp á sínar eigin spýtur. En ljósi punkturinn er sá að afglöp og vondar ákvarðanir þurfa ekki að standast tímans tönn því þær má leiðrétta og þær má færa til betri vegar. Svo herra Ólafur, það er einlæg ósk að þú kveikir á símanum, komir til dyra og ljáir stúdentum eyru þín um stund. Vormenn Ísland sjá fram á vosbúðarvetur ef ekkert verð- ur aðhafst í málinu. Höfundur er framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands. PÉTUR MARKAN Það er með ólíkindum að í jafnhörðu árferði og nú er taki borgaryfirvöld ákvörð- un um að skera á styrki til Félagsstofnunar stúdenta sem hefur þau keðjuverkandi áhrif að leiguverð á stúdenta- íbúðum hækki. TIL LEIGU Í HOLTAGÖRÐUM LANDIC PROPERTY er eitt stærsta fasteignafélag á Norðurlöndum og sérhæfir sig í útleigu fasteigna til langs tíma. Kringlunni 4–12 | 103 Reykjavík www.landic.is HOLTAGARÐAR Höfum til leigu 640 m2 verslunarhúsnæði í Holtagörðum. Í Holtagörðum finnur þú glæsilega verslunarmiðstöð í alfaraleið, við eina af helstu stofnæðum borgarinnar, Sæbrautina. Í framtíðinni mun umferð við Holtagarða aukast til muna þegar Sundabrautin verður lögð. Í og við Holtagarða eru fjöldi frábærra verslana, aðgengi er til fyrirmyndar og þar eru yfir 800 bílastæði. Sjá nánar á landic.is Nánari upplýsingar fást hjá Ingu Rut Jónsdóttur í síma 660 6828 eða á irj@landicproperty.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.