Fréttablaðið - 23.08.2008, Page 26

Fréttablaðið - 23.08.2008, Page 26
26 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR BOLTINN SPYR HVORKI UM STÉTT NÉ STÖÐU Mikill fjöldi fólks safnaðist saman í Vetrargarðinum í Smáralind til að berja sig- urleikinn gegn Spánverjum augum. Eins og sjá má skipta kyn, aldur og fyrri störf litlu þegar kemur að stuðningi við strákana okkar. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA KOMA SVO! Einbeitingin skín úr augum íbúa hjúkrunarheimil- isins Sóltúns, sem söfnuðust saman í samkomusalnum ásamt umönnunarfólki og aðstandendum til að hvetja íslenska liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Dagurinn sem aldrei gleymist Einn stærsti dagur íslenskrar íþróttasögu var í gær. Þá vann íslenska handboltalandsliðið einstakan sigur á Spánverjum í undanúrslitum Ólympíuleikanna og er komið í sjálfan úrslitaleikinn. Strákarnir okkar koma því með gull eða silfur heim frá Peking. Íslenska liðið var vel stutt allan leikinn af Íslend- ingum sem og heimamönnum sem hafa tekið ástfóstri við íslenska liðið. Vilhelm Gunnarsson, ljósmynd- ari Fréttablaðsins, var á staðnum og myndaði þessa sögulegu stund. Þessi dagur mun aldrei gleymast. SPENNUFALL Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, virðist varla trúa því að Ísland sé komið í úrslitaleikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ALVEG BÚINN Ólafur Stefánsson liggur á gólfinu rétt áður en hann fer í viðtal hjá Adolf Inga Erlingssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HVAÐA VÖRN ER ÞETTA? Guðjón Valur Sigurðsson fékk oft óblíðar móttökur og það er öruggt að þessi stelling er ekki þægileg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÁFRAM ÍSLAND Nicole á leikskólanum Austurborg studdi sína menn með ráðum, dáð og frostpinna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.