Fréttablaðið - 23.08.2008, Page 30

Fréttablaðið - 23.08.2008, Page 30
30 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR A mstur hversdagsins gleymist fljótt þegar komið er inn í hof Búdd- istafélags Íslands í Kópavogi. Blaðamaður gengur vasklega inn og ætlar að taka í spaðann á gestgjöfum en fær örlítinn kjánahroll þegar það rennur upp fyrir honum að á þessum bæ er venjan að hneigja sig frammi fyrir viðmælandanum með lófana saman við brjóst. Um 800 manns eru skráðir í félagið, flestir þeirra eru Taílendingar en einn- ig eru nokkrir Íslendingar innanborðs, segir Petcharee Deluxasana sem býður blaðamanni að kalla sig Petru þegar hún sér að honum vefst tunga um tönn. „Hingað getur fólk komið og hlustað á hugvekju munkanna, þetta er bara svipað og í messu hjá Íslend- ingum,“ segir Petra. „Svo getur fólk rætt við munkinn, létt á hjarta sínu og fengið hjá honum leiðbeiningar um það hvernig gott er að bera sig að í þeim aðstæðum sem komið hafa upp hjá viðkomandi. Fólk kemur með mat og síðan borðum við öll saman.“ Í dag gætir mikillar eftirvæntingar í hofinu litla því nunnan Mae Chee Sthirasuta er væntanleg þennan morg- un. Og loks þegar hún kemur tekur blaðamaður á móti henni með því að hneigja sig að hætti búddista og telur sig nokkuð veraldarvanan þar til að hann sér að flestir aðrir krjúpa á kné fyrir framan hana. Talar um Halldór Laxness í sjónvarpinu „Ég var á ferðalagi um landið í gær,“ segir Mae Chee þegar hún er búin að heilsa upp á trúbræður sína í hofinu. „Það er afskaplega fallegt. Ég var með tökumann með mér og við tókum upp nokkuð mikið efni sem ég mun nota í sjónvarpsþáttinn minn. Ég kom til dæmis við á Gljúfrasteini og talaði um Halldór Laxness og tók upp eitt innslag.“ Blaðamaður spyr hvað hún hafi sagt þar um skáldið okkar? „Ég sagði að hann hefði lifað hamingjuríku lífi og fært sjálfum sér og öðrum ómælda gleði. Og hann þurfti ekki mikið til þess; aðeins einn blýant. Þetta er áminning til okkar hinna um að við þurfum ekki svo mikið til að finna hamingjuna og gera heiminn ögn betri.“ Hún leitast við að vekja fólk til umhugsunar um andleg málefni í sjón- varpsþáttum sínum. „Fjölmiðlar eru verkfæri og ef það er rétt notað getur það hjálpað fólki að lifa góðu lífi. Þegar þannig tekst til verður kraftaverk fyrir tilstuðlan fjölmiðlanna.“ Hún er ekki eingöngu í því að hafa áhrif á aðra í gegnum fjölmiðla því alla vega einu sinni hefur afurð ann- arra breytt lífi hennar. Kvikmynda- framleiðandinn Victoria Holt gerði kvikmynd um hana og heitir hún Viskugangan eða The Walk of Wisdom og er Mae Chee sérlega ánægð með það hvernig til tókst. „Þetta var mjög vel gert og myndin hafði mikil og jákvæð áhrif í lífi mínu,“ segir hún. Að hugsa um fólk sem samherja Mae Chee var farsæl fyrirsæta og kaupsýslumaður áður en hún gerðist nunna. Var ekki erfitt fyrir hana að fórna slíkum starfsframa og tileinka sér meinlætalíf nunnunnar? „Því er ekki að neita að ég átti mikilli vel- gengni að fagna en þó var eitthvað innra með mér sem sagði að eitthvað vantaði upp á til þess að ég gæti lifað hamingjuríku lífi þrátt fyrir allt. Við þekkjum það að til er fólk sem nýtur mikillar hylli en kann síðan ekki fótum sínum forráð þar sem það er ekki í sambandi við sjálft sig. Í mínu tilfelli var ekki annað að gera en að fara þann veg sem gerði mér unnt að upplifa hamingjuna og hlýða innra kalli hvað sem tautaði og raulaði í hinum ytra heimi.“ Reynslan af umskiptunum hefur reynst henni vel þegar hún er að tala til ungu kynslóðarinnar en mikið af hennar starfi felst í því að vekja ung- dóminn til umhugsunar um andleg málefni. „Flestum er kennt að lifa í samkeppni við aðra því þú þarf að bera af til þess að verða hetja. En ég vil að fólk líti á samferðafólk sitt sem sam- herja. Við erum öll ólík og það er svo misjafnt hvaða leið mönnum er heilla- vænlegast að fara til þess að gera líf sitt og annarra gleðiríkara og eins er misjafnt hvað fólk hefur fram að færa til heimsins.“ Hún hefur fleira að segja þeim yngri og líklegast gæti mörgum eldri Íslend- ingum verið hollt að leggja einnig við hlustir. „Í búddisma er lögð rík áhersla á það að lifa hér og nú. Afar margir vilja nefnilega gleyma sér við það að hugsa sífellt um afrekstur þess sem þeir eru að gera. En það er nú einu sinni svo að menn uppskera eins og þeir sá svo ef þú sáir hinu góða verður uppskeran eftir því. Fólk mætti því, í trausti þess, einbeita sér að því sem það er að gera hverju sinni og ef það er gott verk þá verður þeim launað ríkulega.“ Fyrirlitning dugar skammt Glöggt er gestsauga og þar sem Íslandsvinurinn atarna hefur víða farið til að ausa úr sínum viskubrunni ákvað blaðamaður að spyrja hana út í deilu sem risið hefur hér á landi. Það er að segja um heimsókn ráðamanna til Kína þar sem sessunautar þeirra verða kínverskir ráðamenn, en þeir Fegurðin að innan þykir best MAE CHEE SANSANEE STHIRASUTA Búddanunna nefnir Halldór Laxness sem dæmi um það að oft þarf ekki mikið til að lifa góðu lífi og færa fjöldanum gleði. Það tókst honum með blýantinum einum saman. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PETCHAREE DELUXSANA Petra segir um 800 manns vera í Búddistafélagi Íslands. hafa slæmt orð á sér fyrir að virða mannréttindi að vettugi. „Ég er gestur hér svo ég ætla mér ekki að segja íslenskum ráðamönnum hvað þeir eigi eða eigi ekki að gera. En svona almennt get ég sagt að við búddistar leggjum áherslu á að nálgast hlutina eins og rannsóknarmaður frekar en beinn þátttakandi. Það er ýmislegt sem við verðum vitni að sem okkur þykir miður fallegt. Í stað þess að taka þátt í því eða fyllast fyrirlitningu á því má nota það sem tækifæri til að læra. Þess vegna tel ég að það sé engum til góðs að leggja fæð á einhvern og úti- loka hann. Þannig eru litlar líkur á því að hann fáist til að breyta hátterni sínu. Fyrsta skrefið til að ná fram breytingum er að sætta sig við fólk eins og það er. Það er ekki hægt að ætl- ast til þess að allir lifi samkvæmt þínum hugmyndum um það hvernig allt eigi að vera.“ Kúnstin að kveðja Trúbræðrunum fjölgar í hofinu og matarbökkunum um leið því flestir koma færandi hendi. Blaðamaður sýnir á sér fararsnið því beðið er eftir að Mao Chee setjist við borðsendann. Hann kveður því viðmælanda sinn margs vísari um Mae Chee og búdd- isma en þó láðist honum að krjúpa á kné að skilnaði, það hefði þó verið vel við hæfi. Sem betur fer tekur nunnan fólkinu eins og það er. Það er ekki hægt að ætl- ast til þess að allir lifi samkvæmt þínum hug- myndum um það hvernig allt eigi að vera Sem ung kona átti Stirasuta mikilli vel- gengni að fagna sem fyrirsæta í Taílandi og einnig í viðskiptalífinu. En fyrir 29 árum ákvað hún að gerast Búddanunna. Hún stofnaði andlegu miðstöðina Sathira-Dhammasathan í Bangkok árið 1987. Þar er rekið fræðasetur sem er öllum opið. Hún leggur mikla áherslu á starf með ungu fólki og segist vona að það verði til þess að í framtíðinni munu þær kynslóðir gefa af sér leiðtoga sem munu leysa ágreining á friðsælan hátt. Hún er önnur tveggja formanna fyrir Heimsfriðarfrumkvæði kvenna (Global Peace Initative of Women). Samtökin eru stofnuð til að stuðla að því að konur láti til sín taka um að koma á friði í heiminum. Hún vinnur einnig á vegum Sameinuðu þjóðanna að því að styrkja og styðja æskuna um heim allan. Hún er einnig með sjónvarpsþætti á taílensku ríkisstöðinni Stöð fimm þar sem hún fjallar um andleg málefni. Árið 2004 gerði breski kvikmynda- framleiðandinn Victoria Holt kvikmynd- ina Viskuvegurinn eða The Walk of Wisdom sem fjallar um starf og ævi Mae Sansanee. ➜ HVER ER MAE SANSANEE STIRASUTA? Velgengnin var innihaldsrýr fyrir Mae Chee Sansanee þegar hún naut hennar sem fyrirsæta og kaupsýslu- maður. Sem Búddanunna, sjónvarpskona og talsmað- ur heimsfriðar lifir hún hins vegar lífinu til fulls. Jón Sigurður Eyjólfsson ræddi við hana í hofi Búddistafélags Íslands. HOLL ER HUGARRÓ Hugleiðsla hjá Ven. Phra Kru Supattahanakhemakun munki, Ven. Phra Maha Prasit Sirintharo, formanni Búddistafélags Íslands, og Samanera Jeerasak Khonungklang.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.