Fréttablaðið - 23.08.2008, Side 38

Fréttablaðið - 23.08.2008, Side 38
● Forsíðumynd: Arnþór Birkisson tók mynd á heimili Nínu E. Sandberg Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skafta- hlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is, Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@ frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 517 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir krist- ina@frettabladid.is. HEIMILISHALD HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR Y firfullar geymslur, úttroðnar hirslur og fataskápar leynast víða og margir kannast við þá tilfinningu að svo virðist sem heimilið sé við það að springa. Þá er ráð að fara í gegnum gömlu hlutina og velta fyrir sér hverju ber að halda og hvað má fara. Ágætis þumalputtaregla er að miða við eitt til tvö ár í notk- un. Ef hluturinn eða flíkin hefur ekki verið snert í rúmt ár þá er það ágætis vísbending um að tími sé kominn til að kveðja. Merkilegt er hversu ljúfsár kveðjustundin getur orðið þrátt fyrir að hluturinn sé í raun löngu skilgreindur sem drasl á heimilinu. Milda má þó sársaukann með því að koma hlutnum í góðar þarfir á nýjum stað og jafnvel er möguleiki á að græða aðeins í leiðinni. Græða má ánægju og góða samvisku með því að gefa fatnað og annað slíkt til góðgerðarmála en einnig má græða beinharða peninga á flóamörkuðum. Ég öðlaðist mína fyrstu flóamarkaðsreynslu sem seljandi um síðastliðna helgi. Þá arkaði ég af stað með troðfulla kassa á flóamarkað í Vesturbænum. Skór, föt og bækur voru í meirihluta en annað smá- legt slæddist með. Hópur fólks hafði safnast saman með gamla drauma í kössum og vonarglampa í augum, þar á meðal ég. Ég náði að hertaka myndar- legt söluborð og setti svo restina á lítið tjaldborð. Til að byrja með var ég efins þegar um gengu flóamarkaðsgestir með vandlætingarsvip og vildu helst fá allt gefins. Það rættist þó fljótt úr því og skemmtilega fólkið tók að streyma inn. Fyrsti hluturinn sem seldist var gamalt og úr sér gengið gerviblóm sem hafði flækst með og ákvað ég að nota það til skreytinga. Ekki datt mér í hug að einhver myndi vilja greiða fyrir greyið en það vakti hrifningu og var slegið fyrsta boði. Skemmtilegast var þegar fólk hoppaði hæð sína yfir góðum kaupum og skokkaði léttfætt af stað með gamlan bónuspoka og fimm ára flík af mér í hendi. Þá gladdist mitt litla flóamarkaðshjarta yfir því að gamla dótið mitt gæti orðið fjársjóður í fórum annarra. Ekki svo að skilja að ég hafi bara verið með eitthvert drasl heldur er það nú svo að smekkur fólks og vöxtur breytist og geta gömlu gripirnir verið í góðu standi þó svo þeir þjóni ekki lengur löngunum eigandans. Þegar upp var staðið græddi ég dágóða summu og gleði í hjarta. Ég vona bara að annar Vesturbæjarmarkaður verði haldinn fljótt aftur því stemningin var einstök og fóru margir léttari heim en þegar þeir komu, í ýmsu tilliti. Endurnýjun lífdaga „Hópur fólks hafði safnast saman með gamla drauma í kössum og vonarglampa í augum, þar á meðal ég.“ Hálsmen og talnabönd hafa verið Helgu Rún Pálsdóttur, klæðskera- meistara og búningahönnuði, hug- leikin frá unga aldri og fá þau að prýða tvo veggi í svefnherbergi hennar. Helga Rún hefur komið háls- festunum fyrir á fjölmörgum snögum en segist þó eiga mun fleiri men í fórum sínum. „Þarna eru bara þau sem ég er með í notk- un en ég skipti þeim reglulega út,“ segir Helga Rún. Fyrir ofan snagana er svo myndarlegt eyrna- lokkasafn. „Ég hengi eyrnalokk- ana mína á efri part af þjóðbún- ingi frá Gvatemala en þar átti ég heima sem barn.“ Helga Rún notar hálsmen á hverjum degi en eyrnalokka ögn sjaldnar. „Lífið er í lit hjá mér og auk hálsfestanna skreyti ég mig ávallt með smáhatti eða spöng,“ segir Helga Rún sem byrjaði að búa til hálsmen úr beinum og hrossatönnum sem barn og hefur haldið þeirri iðju áfram. Töluvert af menunum eru eftir hana og sömu sögu er að segja um eyrna- lokkana. Fyrir ofan hjónarúmið hanga síðan talnabönd á hvítum nöglum en þeim hefur Helga Rún safnað frá því að hún var lítil stelpa. „Ég held að ég hafi orðið hugfangin af slíkum böndum strax í fyrstu ut- anlandsferð minni. Mörg þeirra eru keypt af munkum og nunnum sem hafa veitt þeim blessun sína,“ segir Helga Rún og er nokkuð viss um að böndunum fylgi bæði hlýja og gæfa enda sé einstaklega gott að sofa undir þeim. „Meira að segja maðurinn minn, sem er heimspekingur og alger trúleys- ingi, er sammála mér.“ Helga Rún rekur fyrirtæk- ið Prem ehf. og gerir meðal ann- ars hatta og önnur höfuðföt. Nú á menningarnótt munu nokkrar af styttum miðbæjarins, eins og Jón Sigurðsson og Jónas Hallgríms- son, fá að bera þá en hún hefur út- búið hatta sem einkenna mennina og tíðarandann sem ríkti er þeir voru uppi. - ve Litríkt skart á vegg ● Hálsmen og talnabönd prýða svefnherbergisveggi Helgu Rúnar Pálsdóttur. Fyrir ofan hjónarúm Helgu Rúnar hanga talnabönd sem hún hefur safnað frá unga aldri. Helga Rún Pálsdóttir notar hálsmen á hverjum degi og með því að hengja þau upp á vegg hefur hún góða yfirsýn yfir úrvalið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● heimili&hönnun www.lysingoghonnun.is -Halógenljós -Rofar og tenglar -Ljósastýringar, Gólfhitastýringar & Hljóðkerfi frá Niko Allt fyrir húsbyggjendur Hamraborg 3 • Kópavogi • Sími: 578-5060 23. ÁGÚST 2008 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.