Fréttablaðið - 23.08.2008, Page 58

Fréttablaðið - 23.08.2008, Page 58
38 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. KÖRFUBOLTAHETJAN KOBE BRYANT ER ÞRÍTUGUR „Elskulegir foreldrar mínir eru, og hafa alltaf verið, undirstaða tilveru minnar. Þau ein klappa mér hiklaust og af einlægni á bakið, hvort sem markatalan er núll eða fjörutíu.“ Kobe Bryant er einn af bestu körfuboltamönnum heims. Hann spilar með Los Angeles Lakers og þessa dagana fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólymp- íuleikunum í Kína. Í kvöld verða liðin 34 ár síðan bítillinn John Lennon sá fljúgandi furðuhlut yfir New York. Lennon hafði ári áður skilið við Yoko Ono að borði og sæng og tekið saman við aðstoðarkonu þeirra, May Pang. Seinna vísaði Lennon til átján mánaða ástarsambands þeirra Pang sem „týndu helgar- innar“. Í maí 1974 fluttu þau Pang til New York þar sem Lennon ein- beitti sér að tónsmíðum. Parið bjó í penthouse-íbúð á 52. tröð og að kvöldi 23. ágúst sat Lennon nakinn á þaksvölum hússins, þaðan sem mikið útsýni var yfir austurhluta borgarinnar. Hann kallaði á Pang að drífa sig út til að sjá stór- an hringlaga hlut fljóta hljóð- laust um loftin, innan við 100 fet frá þakinu. Lennon hringdi í snatri í Bob Gruen ljósmyndara og sagði honum hvað fyrir augu bæri og Gruen hvatti Lennon til að hringja tafarlaust í lögregluna. Bítillinn var lítt ginnkeyptur fyrir að gera sig að hugsanlegu fífli með frásögnum um fljúgandi furðuhluti, svo Gruen hringdi sjálfur í lögregluyfirvöld sem staðfestu að þrír hefðu hringt inn sama erindi. Daginn eftir var sagt frá því í dagblaðinu Daily News að fimm manns hefðu haft sam- band við ritstjórn vegna geim- skips á himni yfir sama hverfi og þau Lennon og Pang bjuggu í. ÞETTA GERÐIST 23. ÁGÚST 1974 Lennon sér geimskip yfir New York MERKISATBURÐIR 1821 Mexíkó lýsir yfir sjálfstæði. 1946 Gunnar Huseby verður Evrópumeistari í kúlu- varpi. 1954 Steinkista Páls biskups Jónssonar, sem lést 1211, finnst við uppgröft í Skál- holti. 1966 Mesti afli í sögu íslenskra síldveiða fæst, þegar 82 skip fá 16.116 lestir. 1967 Íslendingar tapa fyrir Dönum 14-2, í landsleik í knattspyrnu. 1976 Þúsund farast í jarð- skjálfta í Kína. 1987 Fimmtán ára drengur rænir Boeing 737-þotu flugfélagsins KLM og krefst milljón dala lausn- arfjár. AFMÆLI ÚLFAR EYSTEINSSON MATREIÐSLU- MEISTARI er 61 árs. MAGNÚS LEOPOLDSSON FASTEIGNA- SALI er 62 ára. Ræst verður í Reykjavíkurmaraþon 25 sinn í dag. „Ég var að vinna á ferðaskrifstofunni Úrval árið 1983 og staddur í Gautaborg þegar ég sá að götur voru lokaðar hlaup- andi fólk um strætin. Ég komst þá að því að hlaupararnir ferðuðust heimsálfa á milli til að taka þátt í götuhlaupum, sem öðru nafni kölluðust maraþon,“ segir Knútur Óskars- son, faðir Reykjavíkurmaraþonsins og nú- verandi formaður þess. „Þegar heim kom gekk ég strax í að at- huga með grundvöll fyrir maraþoni í Reykjavík og Markús Örn Antonsson, þá- verandi borgarstjóri, kveikti strax á per- unni og við handsöluðum að lagt yrði út í þetta verkefni,“ segir Knútur. Fyrsta kast- ið var haldið síðasta sunnudag í ágúst, en færðist nær afmæli Reykjavíkurborgar þegar farið var að halda það hátíðlegt á ári hverju. „Í fyrsta maraþonið mættu 250 hlaupar- ar, þar af 60 útlendingar. Þeir Íslendingar sem mættu til leiks voru fyrst og fremst þeir sem höfðu búið ytra, kynnst maraþoni í útlöndum. Þá var litið á hlaupara sem hálf- gerða furðufugla, enda landsmenn óvanir að sjá fólk vera á sprettinum út um hvipp- inn og hvappinn að ástæðulausu,“ segir Knútur og hlær við. „Reykjavíkurmaraþon er orðið gamalt í hettunni, borið saman við önnur lönd og að- eins þremur árum yngra en Lundúnamar- aþon. Drottning maraþonhlaupanna er Bos- tonmaraþon, orðið 112 ára. Það hefur verið stórkostlegt að sjá Reykjavíkurmaraþonið vaxa, en í upphafi horfðu menn á mig í for- undran og hristu hausinn þegar ég spáði því að einn daginn yrðu tíu þúsund manns í startholunum við rásmarkið. Frá fyrstu tíð lögðum við áherslu á komu erlendra hlaup- ara til landsins og í fyrra voru þeir 1.069 talsins,“ segir Knútur sem horfir til næstu fimm ára með tvöfaldri aukningu þátttak- enda í huga. „Hlaupið hefur verið farsælt og án áfalla. Við bjóðum fleiri en eina leið í hlaupinu, en flest maraþon heimsins ganga eingöngu út á heilt maraþon. Ekki svo margir ráða við heilt maraþon (42,197 km). Því buðum við strax upp á hálft maraþon (21,097 km) og skemmtiskokk (3 og 10 km). Fyrir þremur árum bættist við Latabæjarhlaup og naut strax mikilla vinsælda meðal barna, enda kjörinn vettvangur til að handleika sinn fyrsta verðlaunapening,“ segir Knútur kampakátur. „Reykjavíkurmaraþon er uppskeruhátíð þeirra sem hafa gert hlaup að lífsstíl.“ thordis@frettabladid.is REYKJAVÍKURMARAÞON: FYRST RÆST FYRIR 25 ÁRUM Maraþon er lífsstíll HLAUPIÐ Í KVARTÖLD Knútur Óskarsson er upphafsmaður Reykjavíkurmaraþons og dugmikill hlaupari sjálfur. Hann spáir tvöföldun þátttakenda á næstu fimm árum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Þökkum innilega þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Gunnsteins Sólbergs Sigurðssonar Furulundi 25, Akureyri. Jórunn Inga Ellertsdóttir Þorsteinn Gunnsteinsson Þórhildur Ólafsdóttir Þórunn Gunnsteinsdóttir Smári Úlfarsson Ellert Gunnsteinsson Kristrún Þ. Ríkharðsdóttir Gunnar Gunnsteinsson Ragnheiður Stefánsdóttir afabörn og langafabarn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Páll Beck verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 25. ágúst klukkan 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Guðný Sigurðardóttir Brynja Beck Sölvi Stefán Arnarson Axel Þór Beck Sigurður Pálsson Hrefna Egilsdóttir Kristín Þóra Pálsdóttir Beck Rögnvaldur Stefán Cook Ríkarður Pálsson Elísabet Rafnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir fallegar og hlýjar kveðjur við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Jóns Gauta Jónssonar f. 29. desember 1945, d. 4. ágúst 2008 Lálandi 13, Reykjavík. Stuðningur ykkar, vina og vandamanna, uppörvun og félagsskapur í veikindunum sl. ár voru ómetanleg. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar LSH í Kópavogi. Megi gæfa fylgja ykkar erfiða en ómetanlega og kærleiksríka starfi um langa framtíð. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Hólmfríður Árnadóttir Sigrún Jónsdóttir Jón Gauti Jónsson Sigrún Magnúsdóttir Sólveig Ásta Gautadóttir Vignir Bjarnason og barnabörn. 80 ára afmæli Jóhann Þorsteinsson frá Litlu-Hlíð, Logafold 130, verður áttræður á morgun, sunnudaginn 24. ágúst, og tekur þá á móti gestum á Grand hóteli Reykjavík frá kl. 16 til 19. Hann vonast til að sjá sem fl esta vini og ætting ja til að fagna þessum tímamótum með sér. Móðir okkar, Ragnheiður Hafstað Aragötu 12, sem lést laugardaginn 9. ágúst, verður jarðsungin frá Neskirkju hinn 25. ágúst kl. 13.00. Þórunn Kielland, Ingibjörg, Hildur, Ragnar, Sigríður og Árni Hafstað. Ástkær móðir okkar, amma og langamma, Ingibjörg Sigurðardóttir Leirubakka 12, ættuð frá Efri-Þverá, Vestur-Húnavatnssýslu, lést sunnudaginn 17. ágúst á krabbameinsdeild Landspítalans. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 13.00. Páll Hagbert Íris Berglind Júlíus Snæbjörn Phon Ragnhildur Bjarki Þröstur Anna Björk Linda Mjöll Joachim ömmubörn og langömmubarn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.