Fréttablaðið - 23.08.2008, Síða 62

Fréttablaðið - 23.08.2008, Síða 62
42 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Ath. Björg Þórhallsdóttir sópran og Elísabet Waage hörpuleikari verða með tónleika í sumartónleikaröð Hóladómkirkju á morgun kl. 14. Á efnisskránni eru íslensk sönglög, amerísk þjóðlög, trúarsálmar og trúarljóð. >Ekki missa af Hinni risavöxnu innsetningu í garði Kjarvalsstaða, en verkið gerði einn kunnasti lands- lagsarkitekt heims, Martha Schwartz, í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur, Félag íslenskra landslagsarkitekta og Listahátíð með stuðningi Ingibjargar Kristjánsdóttur og Ólafs Ólafssonar. Í dag kl. 16.30 er Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt með leið- sögn um innsetninguna. Hulda Vilhjálmsdóttir, einn athyglisverðasti myndlistar- maður okkar af yngri kyn- slóðinni, hefur sýnt málverk sín og teikningar undanfarið í Gallerí Verðandi á Laugavegi 51 í Reykjavík. Sýningarsalur- inn er rekinn í tengslum við bókaverslun Daggar Hjaltalín, Skuld, sem sérhæfir sig í bókum um viðskiptaleg efni. Í fyrra var Hulda með stóra sýningu í Nýlistasafninu sem gaf góða hugmynd um þróun hennar og viðfangsefni. Nú sýnir hún bæði málverk unnin með blandaðri tækni og teikningar, bæði figúratíf verk og landslag. Með Huldu sýnir sambýlis- maður hennar og lærlingur, eins og hann kallar sig, Val- garður Bragason, teikningar sínar. Valgarður hefur mikinn áhuga á hinu fíngerða, notar mest penna og blek og segir verk sín „eins konar dúllerí“. Sýningin stendur til 9. sept- ember og er opin frá 12-18 alla virka daga, en í dag verður hún opin mestallan hluta dagsins og fram eftir kvöldi og eru allir velkomnir að skoða verk þeirra hjóna. - pbb Hulda sýnir á Laugavegi MYNDLIST Bláa konan eftir Huldu Vilhjálmsdóttur. Í gærkvöldi opnuðu þrír listamenn sýningu í Gerðarsafni í Kópavogi. Þremenningarnir kalla sýninguna Sjóndeildarhringi en þau eru Bjarni Sigurbjörnsson, Kristinn E. Hrafnsson og Svava Björns- dóttir. Sýningin verður opin í dag frá 11-17 en safnið er opið alla daga á þeim tíma nema mánu- daga. Í stuttri grein sem Gunnar J. Árnason listheimspekingur skrif- ar í tilefni sýningarinnar segir meðal annars: „Í verkum Svövu hafa fléttast saman þræðir sem rekja má aftur til abstrakt mál- verksins, skúlptúrlistar minimal- ismans þar sem samspil forma, sem skapar dýpt innan myndflat- ar, fær áþreifanlega og efnislega vídd í lituðum pappamassa og gifsi. Verk Bjarna eiga ættir að rekja til color-field og mónókróma mál- verksins, og tilrauna til að afhjúpa yfirdrifna lotningu fyrir pensil- skrift listamannsins sem nokkurs konar guðlega leiðsögn, með því að afsala sér fullkominni stjórn á málverkinu og láta tilviljanakennd efnaferli ráða ferðinni. Verk Kristins spretta upp úr til- raunum minimalisma og konsept- listar til að endurskoða hugmynd- ir okkar um samband listar og þess staðar sem hún staðsetur sig í, með því að hverfa frá þeirri skúlptúrlist sem verður til í vinnu- stofunni og er færð út undir bert loft í tilbúið umhverfi, og í átt að skúlptúrlist sem reynir að opna upp nýja sýn á opin rými, staði og áttir.“ Þremenningarnir hafa öll verið virk um langt árabil í myndlist sinni og eru fyrir löngu orðin þroskuð í verkum sínum. Málverk, pappaskúlptúrar og skúlptúrar af harðari efnum eru dreifð um stóru salina í gerðarsafni. Hér takst á hendingin í málverki Bjarna í bland við þaulhugsað handverk Kristins og fíngert yfirborð verka Svövu í meyrara og mykra efni en Kristinn vinnur með. Þaðan er enda nafn sýningarinnar dregið. Hvert og eitt þeirra býr yfir ríkum persónulegum einkennum sem mætast í sýningunni í Gerðarsafni og kallast á sinn hátt við höfundar- verk hins litaglaða skúlptúrista sem Gerður var. Sýningin stendur til 21. sept- ember. pbb@frettabladid.is Sjóndeildarhringir af þremur sjónarhólum MYNDLIST Svava Björnsdóttir, Björn Sigurbjörnsson og Kristinn E. Hrafnsson í Gerðar- safni á fimmtudag en sýning þeirra var opnuð í gærkvöldi. MYND: FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Aldrei fyrr hefur Lista- safn Reykjavíkur státað af jafn fjölbreyttri dagskrá á menningarnótt og núna. Mikill fjöldi gesta hefur jafnan sótt safnhús Reykja- víkur heim á menningar- nótt og nú hagar svo til að þau eru öll í göngufæri við fjölsóttar samkomur, við Laugardal, Klambratún og í Grófinni. Öll safnhúsin verða opin frá morgni og langt fram á kvöld og dagskrá sniðin að þörfum gesta á öllum aldri lofa þau í safninu: Art Quiz undir stjórn þekkts fagfólks, rokk og ról, tilfinningabingó, söng- ur Sölvu frá Færeyjum, strengja- leikur og opnar listaverkageymsl- ur eru aðeins brot af dagskránni. Í eftirmiðdaginn er nokkur þungi á atriðum í Grófinni Maraþonleiðsögn frá 16.30-18.30 þar sem Huginn Þór Arason, mynd- listarmaður ræðir sýninguna Til- raunamaraþon við gesti. Gestir geta slegist í hópinn hvenær sem er og staldrað við eins lengi og þeim hentar. Annar leiðangur er kl. 17 ætlaður börnum og fullorðn- um. Alma Dís Kristinsdóttur fer um sýningu Hafnarhúss út frá vali og vilja þátttakenda. Rýnt verður í listaverk út frá forsendum ofur- gestsins og verkfæri sett í hend- urnar á fullorðnum og börnum sem varpa ljósi á „huliðsheim“ list- arinnar á skemmtilegan hátt. Art Quiz – Gettu ennþá betur! Spurningaleikurinn sívinsæli hefst kl. 18, fyrst með Pétri H. Ármanns- son, arkitekt, síðan Höllu Helga- dóttur kl. 19 og loks með Guð- mundi Oddur Magnússyni kl. 20. Á sama tíma er Þorbjörg Br. Gunn- arsdóttir sýningarstjóri að segja frá verkum Errós frá því snemma á sjöunda áratugnum með hliðsjón af myndbandsverki hans Grima- ges sem er á sýningunni Tilrauna- maraþon. 200.000 Naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins leiða saman hesta sína kl. 21.45. Hljómsveitin er skipuð fimmtíu manns á öllum aldri og hefur æft stíft fyrir tón- leikana þar sem flutt verða lög Naglbítanna í nýjum útsetning- um. Kjarvalsstaðir opnir 10.00-23.00. Á Kjarvalsstöðum er opið fram til kl. 23, en kl. 15treður færeyska blús og rokk söngkonan Sölva Ford flytur nokkur lög, henni til liðsinn- is er gítarleikarinn Björgvin Gísla- son. þá koma fram strengjasveitin Blúndur og bogar spilar léttklass- ísk verk og vel þekkt dægurlög sem útsett hafa verið fyrir fiðlu, lágfiðlu, selló og kontrabassa. Á bak við tjöldin – Hið allra heilagasta afhjúpað – Skoðunar- ferðir í geymslur og bakland safns- ins þar sem varðveitt eru mörg af helstu menningarverðmætum þjóðarinnar verða frá kl. 17.00- 20.00. Gestir fá tækifæri til að heimsækja geymslurnar og skoða verk sem þar eru í fylgd sérfræð- inga sem starfa hjá safninu. Leið- sögn er á 30 mínútna fresti. Hámarksfjöldi í hóp er 10 gestir. Efnt verður til tilfinningabingós kl. 18 með veglegum vinningum, meðal annars eintómri hamingju sem heppinn vinningshafi verður aðnjótandi það sem eftir lifir menningarnætur – ef ekki ævina út. Umsjón með Tilfinningabingó- inu hafa Elísabet Jökulsdóttir rit- höfundur, Steinunn Helgadóttir myndlistarmaður og Þröstur Leó Gunnarsson leikari. Ásmundarsafn opið frá kl. 10-18. Daginn fyrir menningarnótt verð- ur opnuð í Ásmundarsafni sýning- in Vatnsberi þar sem ellefu lista- menn sýna um sextíu vatnslitamyndir. Listamennirnir verða í Ásmundarsafni á menning- arnótt og spjalla við gesti og gang- andi. Listamennirnir eru Anna Hallin, Björn Birnir, Daði Guð- björnsson, Eiríkur Smith, Guðjón B. Ketilsson, Hafsteinn Austmann, Harpa Árnadóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hlíf Ásgrímsdóttir, Torfi Jónsson og Valgarður Gunn- arsson. Sýningarstjóri er Aðal- steinn Ingólfsson. Fjör í Listasafnssölunum MYNDLIST Erró, Chicago, olía á striga 1974. MYND: LISTASAFN REYKJAVÍKUR. Allt sem þú þarft – alla dagaVeglegir vinningar í boði, dregið 31. ágúst og birt í Ferðalög, aukablaði Fréttablaðsins. Sumar myndir vinna! Smelltu sumarmyndinni þinni í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins 1. verðlaun Ferðavinningur frá Sumarferðum að upphæð 100.000 kr. og Sony Alpha dslr-a200k 10,2 megapixlar með 18-70 mm skiptanlegri linsu að verðmæti 90.000 kr. 2. verðlaun Ferðavinningur frá Sumarferðum að upphæð 60.000 kr. og Sony Cyber-shot dsc-t2 8,1 megapixlar með snertiskjá og 4GB innbyggðu minni að verðmæti 50.000 kr. 3. verðlaun Ferðavinningur frá Sumarferðum að upphæð 40.000 kr. og Sony Cyber-shot dsc-w200 12,1 megapixlar með andlits- skynjun að verðmæti 40.000 kr. Gl æs i l egur fer ðavin ni ng ur Þú einfaldlega hleður inn skemmtilegustu myndinni þinni frá því í sumar á visir.is/ljosmyndakeppni, skráir inn upplýsingar um hvernig má ná í þig og þannig er sumarmyndin þín kominn í pottinn. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag má finna á visir.is. Taktu þátt! Glæsilegi r vinninga r í boði. Gl æs i legur ferðavinn in gu r Gl æs i legur ferðavinn in gu r F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.