Fréttablaðið - 23.08.2008, Síða 68

Fréttablaðið - 23.08.2008, Síða 68
48 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > ÖRLÁTUR GEORGE George Clooney keypti nýjan bíl, fyrir 14 þúsund evrur, handa öku- manni sem hann keyrði aftan á í Ít- alíu. Clooney tók á sig alla sök með slysið og var fljótur að finna konunni nýjan bíl. Undir rúðuþurrkunum mátti finna afsökunarbréf hans, en þar stóð: „Mér þykir þetta afar leitt, ég vona að þú getir fyrirgefið mér.“ Fimm myndlistarkonur sem kynntust á blogginu fyrir einu og hálfu ári ætla að halda samsýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem verður opnuð 30. ágúst. „Við erum allar bloggvinkonur. Ég bjó á Englandi, tvær hafa verið á Spáni, ein í Grikklandi og ein í Reykjavík,“ segir myndlistarkon- an Katrín Snæhólm. „Við ætlum að hittast, sumar í fyrsta skipti á ævinni, til að halda sýninguna saman og erum búnar að skipu- leggja hana í gegnum netið.“ Katrín segir sýninguna sérstak- lega spennandi því þær komi hver úr sinni áttinni og séu enn þá að kynnast. „Það er fullt af bloggvin- um sem eru spenntir að koma. Þetta sýnir líka hvað bloggið er frábært. Það tengir saman fólk sem er að gera svipaða hluti. Maður kynnist öðrum sem eru að vinna að skapandi verkefnum sem maður hefði kannski aldrei kynnst annars.“ Ekki bundin af listaelítu Á blogginu hefur Katrín tekið þátt í samsýningum, auk þess sem hún opnaði þar kortaverslun þar sem hún selur eigin kort. Einnig selur hún eftirprentanir af málverkum sínum í gegnum bloggið. „Netið er frábær vett- vangur fyrir listamenn. Ég hef heyrt það á öðrum listamönnum að það séu ákveðnir aðilar sem stjórna því hvert þú kemst og hvar þú getur sýnt, enda hafa myndlistarmenn tjaldað í Hljóm- skálagarðinum í mótmælaskyni yfir því að komast hvergi að. En í gegnum netið geturðu komið þér sjálfur á framfæri og ert ekki endilega bundinn af einhverri listaelítu,“ segir hún. Bloggvinkonur Katrínar heita Elín Björk Guðbrandsdóttir, Guðný Svava Strandberg, Katrín Níelsdóttir og Zordís og stendur sýning þeirra yfir til 14. sept- ember. Áhugasamir geta kynnt sér bloggheim Katrínar á síðunni katrinsnaeholm.blog.is. freyr@frettabladid.is Bloggvinkonur með sýningu KATRÍN SNÆHÓLM Katrín og bloggvinkonur hennar ætla að efna til samsýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem verður opnuð 30. ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nokkrir hönnuðir og verslunareigendur sem vinna og starfa á jaðri Laugavegs halda tískusýningu á horni Klapparstígs og Laugavegs í dag í tilefni menningarnætur. Sýningin hefst klukkan 16.00 og eru það Sonja Bent, Lykkjufall, Selma Ragnarsdóttir, Auður Design, Moods of Norway og Mojo sem standa að sýningunni. Stórsveitin Hjaltalín mun spila undir sýningunni og munu Rottweilerhundarnir kjaftforu einnig leggja sitt af mörkum við að skapa réttu stemninguna. „Við vildum reyna að tvinna saman hönnun, tísku og tónlist á skemmtilegan hátt og leggja okkar af mörkum fyrir menningarnótt,“ segir Sigrún Baldursdóttir, eigandi verslunarinnar Lykkjufalls. Hver hönnuður mun einnig gefa flík á þöglu uppboði sem fer fram í allan dag og lýkur klukkan 22.00 í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda, en allur ágóði uppboðsins rennur til MND-félagsins á Íslandi. „Ég hlakka mikið til sýningarinnar og hvet sem flesta til að mæta og fylgjast með,“ segir Sigrún. „Ég held að þetta eigi eftir að verða mjög skemmtilegt. Ef vel tekst til þá er aldrei að vita nema við endurtökum leikinn aftur að ári liðnu.“ - sm Á jaðri Laugavegs HLAKKAR TIL Sigrún Baldursdóttir er ein þeirra sem taka þátt í tískusýn- ingunni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA www.hotelodinsve.is Odins Bodega - BRAUÐBÆR tjaldar á Óðinstorgi ! Veitingatjald verður fyrir framan Hótel Óðinsvé á Menningarnótt, með dönskum stíl. Þar verður að finna ekta danskt smurbrauð frá Brauðbæ, Carlsberg bjór og úrval af dönskum snafs. Tónlist, tískusýning, verslanir og ýmis skemmtun verður á torginu. Opnum kl.12 á laugardaginn 23.ágúst og lokum seint. Ó RESTAURANT Danskt smurbrauð verður einnig á Ó restaurant frá kl.12-17, borið fram á nýjan máta að hætti Ó. Um kvöldið er boðið uppá glæsilegan danskan matseðil ásamt föstum matseðli. Borðapantanir í síma 511 6677 BRAUÐBÆR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.