Fréttablaðið - 23.08.2008, Page 80

Fréttablaðið - 23.08.2008, Page 80
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Guðmundar Steingrímssonar Ég man eftir því sem patti hversu vonbrigðin gátu orðið gríðarlega mikil þegar íslenska handboltalandsliðið átti vondan dag á stórmóti og tapaði fyrir ein- hverjum austantjaldsrisum eða Svíum, eins og vanalega, á ósann- gjarnan hátt auðvitað, svo maður hljóp með tárin í augunum inn í herbergi og lokaði að sér, særður yfir illsku veraldarinnar. Hversu oft langaði ekki óharðnari æsku þessa lands, ef ekki almúga öllum, að senda Staffan nokkrum Olsson nokkrar kjarnyrtar níðvísur eða vel orðuð skeyti út af mjög svo óbilgjörnum sigrum hans og hans manna, hvað eftir annað, á strák- unum okkar hér í eina tíð? EN svo eru líka allar stundirnar, allt frá barnæsku og upp úr, sem maður hefur hoppað um eins og bjáni heima hjá sér aleinn eða með öðru fólki, í stofum ókunnugra eða á almannafæri í kjölfar fræki- legra sigra okkar manna. Þá bros- ir veröldin. Ég er ekki frá því að þannig hafi íslenska hand- boltalandsliðið í gegnum tíðina kennt þessari veðurbörðu þjóð að þekkja tilfinningar sínar. Það er kannski bara allt í lagi að hlæja saman eða gráta? Maður þarf ekki alltaf að bera fyrir sig frjókorna- ofnæmi þegar maður fær tár í augun. SJÁLFUR sat ég ásamt unnustu í bíl á jaðri ítalskrar hraðbrautar í gær við eina af hinum dásamlegu ítölsku vegasjoppum Autogrill og hafði við illan leik náð að tengja tölvuna við þráðlaust net svo að upphrópanir hins íslenska íþrótta- fréttamanns í beinni á Rás 2 gátu borist okkur eins og úr fjarska. Og þegar sigurinn var staðreynd, þá spruttu, jú, fram smá tár, ég verð að viðurkenna það. Það spruttu fram tár. SVO héldum við áfram að keyra. Stoltir Íslendingar á ferð meðal þjóðar sem veit líklega ekki hvað handbolti er. Á Ítalíu sýndu sjón- varpsstöðvarnar frekar strandfót- bolta. Hvað er það, spyr ég. Er keppt í því? Í hjarta mínu er enginn efi. Nú tökum við gullið á morgun og ekk- ert bull. Ekkert krepputal. Engin árans niðursveifla. Það er bara eitt sem fólk þarf almennt að passa: Það yrði dæmigert fyrir mjög marga að detta rosalega í það á menningarnótt í kvöld, sofa yfir sig og missa af leiknum í fyrramálið. Slíkt myndi leiða til týpískra íslenskra timburmanna: Eftir að hafa bókað sigur fyrir- fram er fagnað rosalega til þess eins að missa af sjálfum leiknum og drattast síðan tættur síðdegis fram í eldhús til þess að spyrja hvernig fór. Strákarnir Í dag er laugardagurinn 23. ágúst, 236. dagur ársins. 5.44 13.30 21.14 5.21 13.15 21.07 kl. 16:00 © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 8 www.IKEA.is Opið virka daga Opið laugardaga Opið sunnudaga 10.00 - 20.00 10.00 - 18. 00 12.00 - 18.00 Veitingastaður opnaður klukkutíma fyrr en verslun KLÁR Í SKÓLANN? 8.990,- KARSTEN snúningsstóll sætishæð 40-52 cm. Svart FLÖRT askja með loki 28x35x15 cm. Rautt/grátt 695,- MOTORP tímaritahirslur Pálmi 1.390,-/2 í pk. HELMER skúffueining á hjólum, B28xD43, H69 cm. Silfurlitað 4.490,- MÖRKER vinnulampi 25W, H44 cm. Grátt/bleikt 595,- BRÄDA stuðningspúði f/fartölvu B51xD38, H8 cm. Svart/grátt 1.990,- SPONTAN seglar. Hvítt/svart 245,-/8 í pk. JONAS skrifborð m/útdraganlegri plötu B151xD85/135, H73 cm. Eikarspónn 14.950,- FLÖRT veski, ýmsar tegundir. Ýmsir litir 195,- 2.990,- MÅLA trönur, B62xD43, H118 cm. Mjúkviður/hvítt ANTIFONI vinnulampi 35W, H50 cm. 1.990,- FLÖRT veski, ýmsar tegundir. Ýmsir litir 195,-/stk. FNISS ruslafata, Ø29 H30 cm. Hvítt 250,- EMU kassar m/loki 1 stk. 18x29x13 cm og 1 stk. 20x36x14 cm. Tinhúðað 795,-/2 í pk. LACK bókahilla B105xD38, H190 cm. Rautt 12.950,- STRIPA vegghilla L79xD9 cm. Ösp 695,- 995,-/2 í pk. KASSETT DVD box m/loki 21x26x15 cm. Svart Kryddbakaður lax með graslaukssósu, kartöum og grænmeti 665,-245,-

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.