Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 2
2 20. desember 2008 LAUGARDAGUR
Sigríður, ertu í skýjunum yfir
þessu?
„Já, í sjöunda himni.“
Sigríður Klingenberg spákona sló heims-
met þegar hún spáði fyrir 198 manns í 37
þúsund feta hæð.
SAMFÉLAGSMÁL Löng biðröð myndaðist í gær við hús
Fjölskylduhjálpar Íslands í Eskihlíð þegar þriðja og
síðasta matarúthlutun fyrir jólin fór fram.
Til Fjölskylduhjálparinnar leitar meðal annars
fólk úr lágtekjuhópum, öryrkjar, einstæðir foreldr-
ar, eldri borgarar og aðrir þeir sem tekst ekki að
láta enda ná saman.
„Að minnsta kosti þrjú hundruð fjölskyldur fengu
úthlutað hjá okkur í dag,“ sagði Ásgerður Jóna
Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, eftir
úthlutun gærdagsins. Í fyrri úthlutunum, 10. og 17.
desember, höfðu samtals fimm hundruð manns
leitað til samtakanna eftir aðstoð. Samtals þáðu því
átta hundruð fjölskyldur aðstoð Fjölskylduhjálpar-
innar fyrir þessi jól.
Matarskammturinn var vel útilátinn, enda fjöldi
fyrirtækja og einstaklinga sem styrkja Fjölskyldu-
hjálpina fyrir jólin. Hver fjölskylda fékk hátíðar-
mat, eins og hamborgarhrygg, meðlæti, gos, ís, epli
og mandarínur, auk annarra matvæla.
Ásgerður Jóna segir framlögin gera gæfumuninn.
„Þetta var mjög vel útilátið hjá okkur, enda studdu
margir vel við bakið á okkur nú fyrir jólin, bæði
með matargjöfum og öðrum framlögum.“ - hhs
Löng biðröð myndaðist við hús Fjölskylduhjálpar Íslands í gær:
Átta hundruð fjölskyldur þáðu aðstoð
BEÐIÐ EFTIR MATNUM Um þrjú hundruð fjölskyldur sóttu
jólamatinn til Fjölskylduhjálpar Íslands í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VERÐLAUN Stjórn Rithöfundasjóðs
Ríkisútvarpsins veitti í gær
Þórunni Valdimarsdóttur,
rithöfundi og
sagnfræðingi,
viðurkenningu
sjóðsins fyrir
árið 2008 og 600
þúsund króna
verðlaun.
Viðurkenning-
in hefur verið
veitt frá árinu
1956. Kristín
Steinsdóttir
hlaut hana í fyrra og Jón Kalman
Stefánsson árið þar áður.
Í stjórn sjóðsins eru Eiríkur
Guðmundsson og Jórunn Sigurðar-
dóttir frá Ríkisútvarpinu, Pétur
Gunnarsson og Kristín Steinsdótt-
ir frá Rithöfundasambandinu og
formaðurinn Skafti Þ. Halldórsson
frá menntamálaráðuneytinu. - sh
Útvarpið veitir viðurkenningu:
Þórunn verð-
launuð af RÚV
ÞÓRUNN VALDI-
MARSDÓTTIR
MATUR Írskur gáda-osthleifur var
numinn á brott af heimili sínu í
fyrrinótt og skömmu síðar varpað
á jörðina. Osturinn, sem staðið
hafði á afgreiðsluborði ostaversl-
unarinnar Búrsins við Nóatún,
komst aftur óskaddaðar í réttar
hendur.
Eirný Sigurðardóttir, eigandi
Búrsins, vann fram eftir í fyrri-
nótt og raðaði í gjafakörfur baka-
til í búðinni. Þegar nokkuð var
liðið fram yfir miðnætti varð hún
vör við umgang frammi. Þegar
hún kannaði málið sá hún þar
mann rogast með stærðar ost út
um dyrnar.
„Ég hljóp á eftir honum alveg
tjúlluð,“ segir Eirný. Þegar út var
komið skrikaði þjófnum fótur svo
hann missti ostinn.
Um var að ræða tólf kílóa gáda-
ost frá írskum bóndabæ. Verð-
mæti hans er ríflega áttatíu þús-
und krónur. „Osturinn slapp,“
segir Eirný. „Hann er ekkert
skemmdur.“
Eirný ætlar ekki með málið
lengra. „Nei, ekki núna rétt fyrir
jól.“ Hún segist hafa áhyggjur af
ástandinu fyrst menn séu farnir
að brjótast inn til að næla sér í ost
í matinn.
Eirný hefur þegar uppnefnt þjóf-
inn Ostakræki og telur að þar sé á
ferð fjórtándi jólasveinninn. - sh
Tólf kílóa ostur reyndist þjófi þung byrði þegar hann hljóp af vettvangi glæps:
Ostakrækir hnuplar úr Búrinu
Í BÚRINU Eirný segist himinlifandi að
hafa fengið ostinn aftur, enda mikils
virði. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI
Piparkökuhúsið féll saman
Eitt hús féll saman í jarðskjálftanum
sem varð á Skáni nýlega. Það var
piparkökuhús í Danmörku. Húsið er
nú til sölu á eBay.
DANMÖRK
LÖGGÆSLUMÁL Lögreglustjórinn á
höfuðborgarsvæðinu hefur aug-
lýst eftir tuttugu og þremur lög-
reglumönnum til starfa. Mikil
hagræðingarvinna hefur farið
fram innan embættisins og þrátt
fyrir aukinn kostnað, svo og nið-
urskurð telur hann að dæmið
muni ganga upp. Á fimmta tug
umsókna hafa borist. Umsóknar-
frestur rennur út á Þorláks-
messu.
Umsóknirnar sem borist hafa
eru bæði frá nýútskrifuðum lög-
reglumönnum svo og þeim sem
hafa hug á að snúa aftur til starfa
á höfuðborgarsvæðinu, að sögn
Stefáns Eiríkssonar lögreglu-
stjóra.
„Við miðuðum við þær forsend-
ur sem við okkur blasa í fjárlaga-
frumvarpinu og gerðum okkur
grein fyrir því að við þyrftum að
skera niður samkvæmt fyrir-
liggjandi kröfum, svo og út af
hallarekstri á þessu ári,“ útskýr-
ir hann. „Það gerum við meðal
annars með því að loka afgreiðslu
okkar í Borgartúni og flytja
leyfamálin, það er afgreiðslu
vegabréfa, ökuskírteina og þess
háttar, yfir til sýslumannsins í
Kópavogi. Það sparar okkur 10-
20 milljónir.“
Þá verða gerðar breytingar á
fyrirkallsdeildinni, einnig í hag-
ræðingarskyni, að sögn Stefáns.
Hún verður lögð niður í núver-
andi mynd. Starfsmenn og verk-
efnin færast inn á svæðisstöðv-
arnar og í almennu deildina. Þar
sparast einnig tugir milljóna.
„Síðan erum við að hagræða í
launamálunum með því að lækka
föst kjör yfirmanna og allra sem
eru á einhvers konar fastlauna-
samningum, um allt að fimm
yfirvinnutíma á mánuði. Einnig
að draga úr yfirvinnu almennt
séð um sama tímafjölda. Það skil-
ar einnig hagræðingu á ársgrund-
velli upp á 70 til 80 milljónir.
Með þessu móti getum við
ráðið inn í þessar rúmlega tutt-
ugu stöður um áramótin.“
Stefán segir rekstur lögregl-
unnar ekkert sérlega auðveldan á
þessum erfiðu tímum.
„Það er auðvitað ekki séð hver
endanleg niðurstaða verður hjá
okkur. Við erum ekki komnir með
tryggingu fyrir að við getum
ráðið allt þetta fólk. En ef við
fáum viðurkenningu á fjárauka-
lögum á þeim aukna kostnaði sem
við höfum orðið fyrir á þessu ári,
bæði vegna verðlagshækkana og
viðbúnaðar vegna náttúruham-
fara, mótmælaaðgerða og fleira,
þá ætti þetta að smella.“
jss@frettabladid.is
Hagræðir og ræður
tugi lögreglumanna
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, hefur auglýst eftir
tuttugu og þremur lögreglumönnum til starfa. Tilfærslur verkefna, svo og lækk-
anir á föstum kjörum í hagræðingarskyni, skila embættinu stórum upphæðum.
NÝIR LÖGREGLUMENN Hópur nýútskrifaðra nemenda úr Lögregluskóla ríkisins hefur
sótt um starf á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er frá nýafstaðinni útskrift lögregluskól-
ans, þar sem 32 voru brautskráðir. MYND JÚLÍUS SIGURJÓNSSON
STEFÁN EIRÍKSSON Ef viðurkenning fæst
á auknum kostnaði lögreglu í haust þá
smellur dæmið saman. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
OBAMA OG CLINTON Clinton-hjónin
hafa ekki fyrr en nú viljað gefa upp
hverjir styrkja góðgerðarstofnun forset-
ans fyrrverandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANDARÍKIN, AP Clinton-stofnunin,
góðgerðastofnun Bills Clinton fyrr-
verandi Bandaríkjaforseta, hefur
birt opinberlega lista yfir alla
styrktaraðila sína. Það er gert í
þeim tilgangi að ljóst verði hvaða
fjárhagstengsl gætu hugsanlega
haft áhrif á störf Hillary Clinton í
embætti utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna.
Samkvæmt upplýsingunum fékk
stofnuninni meðal annars fé frá
ríkisstjórnum Sádi-Arabíu og
Noregs, fyrirtækjum á borð við hið
umdeilda öryggisfyrirtæki
Blackwater, og frægu fólki á borð
við Steven Spielberg.
Alls hafa framlög til stofnunar-
innar frá upphafi numið 492
milljónum dala, sem samsvarar
nærri 60 milljörðum króna
samkvæmt gengi gærdagsins. - gb
Stofnun Bills Clinton:
Fé frá ríkjum
og frægu fólki
Útiveitingar á Ölstofunni
Ölstofa Kormáks og Skjaldar á Vega-
mótastíg hefur fengið jákvætt svar frá
byggingarfulltrúa við fyrirspurn um
það hvort leyfi fáist fyrir útiveitingar
með sæti fyrir tólf manns á lóðinni
við krána.
VEITINGAHÚS
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
Blönduósi upprætti fíkniefna-
framleiðslu á Skagaströnd í
fyrrakvöld. Húsleit var gerð í
einbýlishúsi vegna gruns um
kannabisræktun. Grunurinn
reyndist á rökum reistur og
fundust þar um 150 kannabis-
plöntur og ýmis tæki og tól til
ræktunar.
Tveir voru handteknir á
staðnum. Þeim var sleppt að
loknum yfirheyrslum.
Ræktunin mun hafa verið vel á
veg komin en ekki er talið að
afrakstur hennar hafi verið
kominn í dreifingu. Málið er í
rannsókn. - sh
Grænir fingur glæpamanna:
Kannabisrækt
upprætt nyrðra
STJÓRNMÁL Innan Samfylkingar
hefur verið athugað hvort
þingmenn hennar hafi notið
sérkjara eða óeðlilegrar fyrir-
greiðslu í bankakerfinu. Svo var
ekki, segir á heimasíðu flokksins.
Með þessu er brugðist við
sögum um að meirihluti þingheims
hafi fengið lán á öðrum kjörum en
almenningur og að skuldir þeirra
hafi verið afskrifaðar.
„Samfylkingin hvetur til
málefnalegrar umræðu um það
sem aflaga hefur farið í samfélag-
inu og lýsir óbeit sinni á innihalds-
lausu slúðri og rógburði,“ segir
einnig þar. - kóþ
Samfylking kannar þingmenn:
Enginn notið
sérkjara í banka
Newcastle tapar miklu
Byggingarsjóður Newcastle býst við
að tapa 43 milljónum punda á við-
skiptum sínum við íslenska banka.
ICESAVE-REIKNINGARNIR
SPURNING DAGSINS