Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2008, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 20.12.2008, Qupperneq 12
12 20. desember 2008 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Athugasemdum Sam- fylkingarinnar vegna draga að siðareglum þingmanna hefur enn ekki verið skilað til forsætisnefnd- ar, en Lúðvík Bergvinsson þing- flokksformaður býst við að þær verði afgreiddar á næsta þing- flokksfundi. „Við höfum í raun afgreitt þetta, en svo hefur ekki gefist tími til að senda þetta frá okkur,“ segir hann. Drögin fjalla meðal annars um að þingmenn upplýsi hér eftir um eignir sínar, launuð störf og helstu hagsmunatengsl. VG og Framsókn skiluðu inn sínum athugasemdum við drögin í haust. Málið hefur nú velkst um þing- sali í um tuttugu mánuði. - kóþ Siðareglur þingmanna: Samfylkingin skilar bráðum siðareglum LÚÐVÍK BERGVINSSON ALÞINGI Við upphaf þingfundar í gær kvaddi Kristinn H. Gunnars- son, Frjálslynda flokknum, sér hljóðs vegna auglýsingar frá ASÍ og BSRB sem birtist í Fréttablað- inu í gær. Í auglýsingunni, sem bar yfirskriftina Afnemum for- réttindin, lýstu samtökin yfir and- stöðu við frumvarp oddvita ríkis- stjórnarflokkanna um breytingar á eftirlaunalögum ráðherra og þingmanna. Kristinn spurði Ögmund Jónas- son, þingmann VG og formann BSRB, út í auglýsinguna og vildi vita til hvaða forréttinda væri verið að vísa. Hvort það væru rétt- indi BSRB-félaga fram yfir ASÍ- félaga. Í svari sínu sagði Ögmundur Kristin vera sérstakan kapítula í þingsögunni. Nú hafi hann tekið að sér að tala máli oddvita ríkis- stjórnarinnar fyrir sérréttindum í lífeyrismálum. Sagði hann frum- varpið skapa þingmönnum og ráð- herrum meiri réttindi er gerist almennt. Kristinn væri að reyna að reka fleyg inn í verkalýðshreyf- inguna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, blandaði sér í umræðurnar og sagðist ofbjóða að launþegasamtökin blönduðu sér í umræðu um þingmál með því að birta auglýsingu í dagblaði. Siv Friðleifsdóttir, Framsóknar- flokki, sagði kostulegt að fylgjast með umræðunni og vildi koma á framfæri hver vilji framsóknar- manna í málinu væri. Hann stæði til að þingmenn væru í A-deild Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Það væri gegnsætt og einfalt og með því væri tómt mál að tala um að þingmenn nytu sérréttinda. Kristinn hafði ekki sagt sitt síð- asta og sagði það hafa dregist upp úr Ögmundi að þau forréttindi sem hann vill að verði afnumin felist í að samkvæmt frumvarpinu njóti þingmenn betri kjara en þeir sem greiði í A-deildina. Það sé hins vegar ekki rétt. „Hann veit að hann er að segja ósatt,“ sagði Kristinn og tók til við að bera saman tölur máli sínu til stuðn- ings. Niðurstaðan væri sú að líf- eyrisgreiðslur þingmanna skertust ef þeir nytu annarra tekna um leið. Slíkt eigi ekki við um þá sem greiða í A-deildina. „Af hverju á ekki hið sama að gilda um alþing- ismenn að þessu leyti og alla aðra í þjóðfélaginu?“ spurði Kristinn og sagði Ögmund fara með ósann- indi í þinginu tvo daga í röð. „Hann er í þeim pólitíska leik að reyna að breiða út ósannindi um kjör alþing- ismanna af því að hann heldur sig hafa einhvern ávinning af því að tala niður stöðu alþingismanna,“ sagði hann. Fleiri gerðu slíkt hið sama, þeir ættu að hætta því og fara að segja satt og hætta að skrökva. Ögmundur brást við með að segja margt hægt að læra af Kristni en ekki að fara rétt með sannleikann. „Það lærum við ekki af honum,“ sagði Ögmundur og vísaði þannig orðum hans á bug. bjorn@frettabladid.is Brigslað um skrök á þingi Kristinn H. Gunnarsson bað Ögmund Jónasson um að hætta að skrökva á Alþingi í gær. Líflegar um- ræður spunnust um eftirlaunakjör þingmanna. KRISTINN sagði Ögmund skrökva á Alþingi í gær. Ögmundur sagði ekki hægt að læra af Kristni að fara rétt með sannleikann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SIMBABVE, AP Utanríkis- ráðherrar Norðurland- anna fimm − Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur − hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir segja að þeim „blöskri hin grafalvarlega staða mannúðarmála“ í Simbabve og hvetja til þess að „óstjórn“ Roberts Mugabe forseta taki tafarlaust enda. Ráðherrarnir taka fram að lönd þeirra haldi áfram að veita íbúum Simbabve mannúðaraðstoð. En þeir vísa jafnframt ábyrgðinni á hörmungarástandinu í landinu alfarið til stjórn- valda þar. Talsmenn SÞ segja 1.123 manns hafa dáið úr kólerufaraldri. Mugabe, sem hefur verið við völd í 28 ár, vís- aði á bug erlendri gagn- rýni og sagði að Simbabve myndi „aldrei hrynja“. - aa Ástandið í Simbabve: Harðorðir ráðherrar ROBERT MUGABE ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 2.990 6.990 11.990 Nike sportfatnaður Bolir frá Buxur frá Jakkar frá HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.