Fréttablaðið - 20.12.2008, Page 34

Fréttablaðið - 20.12.2008, Page 34
34 20. desember 2008 LAUGARDAGUR Vinnur með arfleifðina henni og ekki nóg gert í þeim málum eins og sakir standa. „Það vantar mikla handmennt í grunnskólana aftur. Það er svo gott fyrir krakka að geta tjáð sig með því að teikna og skapa almennt. Skapandi hugsun er auðvitað góð fyrir hvern sem er hvort sem það er viðskiptafólk, lög- fræðingar eða stjórnmálamenn.“ Lærði að prjóna og sauma hjá ömmu Sjálf lærði Steinunn að prjóna og sauma hjá ömmu sinni. „Sjáðu þessa bók,“ segir hún og dregur fram bók með sýnishornum af prjónastílum og útsaumi sem hún gerði í barna- skóla. „Þessi hefur ferðast með mér út um allan heim.“ Steinunn segist sjálf vera gott dæmi um það hvern- ig þekking á handverki verður að einhverju meira. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á að prjóna og sauma. Mamma var heimavinnandi hús- móðir og saumaði allt á okkur. Amma vann á saumastofu, ég kenni þeim tveimur nú eiginlega um hvar ég endaði. Ég er alin upp við að mála og sauma. Það byrjar allt þar,“ segir Steinunn og hlær. „Kanntu að prjóna?“ er svo spurn- ing sem hún dembir skyndilega á blaðamann sem verður að játa á sig að vera lítið gefin fyrir hannyrðir. „Ég er rosalega góð prjónakona, var alltaf kölluð the „knitting queen“ í skólanum.“ Og Steinunn upplýsir hvernig hún hefur ferðast um allan heim til að kenna prjónaskap. „En ég neita að kenna fólki að prjóna eftir uppskrift. Að prjóna er verk- fræðihugtak fyrir mig sett saman af sex atriðum, fitja upp, fella af, slétt og brugðið, auka út í og þrengja, allt þar á milli er síðan samsetning og henni getur fólk ráðið,“ segir Stein- unn sem hefur látið nemendur prjóna á puttunum með tónlist í eyr- unum, og þannig látið nemendur finna fyrir prjónafestu og þeir lært að prjóna eftir sínum takti. „Það er svo mikilvægt að brjótast út úr hinu hefðbundna, það besta sem getur komið fyrir handverkið er að þú kunnir það svo vel að þú getir brot- ist undan því,“ segir Steinunn. Vanþekking á hönnunarsögu okkar er mikil og dregur úr tæki- færum til þess að nota arfleifðina til að skapa eitthvað nýtt. „Ég er oft í Þjóðminjasafninu að skoða gamla hluti og ég held að ég eigi allar þær myndabækur sem þar hafa verið gefnar út og vil meina að besta tískubók sem gefin hefur verið út sé Til gagns og fegurðar eftir Æsu Sig- urjónsdóttur,“ segir Steinunn en tenging hönnunar hennar við íslenska arfleifð er stór þáttur í hennar hönnunarferli. Tilvísanir í sögu og náttúru Slaufurnar sem hún notar mikið á flíkurnar sínar eru til dæmis tilvís- un slifsins í íslenska þjóðbúningn- um og myndir af fyrirsætum í nýj- ustu línunni hennar kallast meðvitað á myndir af íslenskum konum í þjóð- búningum, uppstilltum hjá ljós- myndara. En það er ekki alltaf hlaupið að því að vinna með arfleifð- ina, þegar hún er ekki vel dókúm- enteruð. Steinunn minnist þess þegar hún setti allt á annan endann í leit sinni að heimildum um gamalt teppi sem var á hönnunarsýning- unni „Ómur“. Þetta var vel þekkt ullarteppi með íslenskum fánalitum sem hvergi var hægt að finna nein- ar heimildir um. „Það var síðan eldri kona sem gat sagt mér nánar frá þessu teppi sem reyndist vera gam- alt Álafossteppi frá 1944 og nú má sjá mynd af því í bókinni Þjóðin, landið og lýðveldið eftir Vigfús Sig- urgeirsson. En af hverju er ekki verið að framleiða það enn þá, ég bara spyr?“ Fyrir utan að sækja innblástur í hefðir fær Steinunn sinn megininn- blástur úr íslenskri náttúru og hún sækist beinlínis eftir því að ná áferð landslagsins inn í flíkur sínar; yfir- borð jökulsins flyst yfir í efni og verður að flík. Þannig nær hún eflaust að verða jafn íslensk og raun ber vitni, þrátt fyrir langa dvöld erlendis í tískuhúsum þar sem Ísland nær ekki máli. „Ísland spilar rosa- lega stóran þátt í fegurðarskyni okkar Íslendinga og náttúran á stór- an þátt í því, hún gerir okkur skap- andi. Þeir sem hafa ferðast mikið um heiminn vita að við búum á mjög framandi stað.“ UPPÁBÚNAR Slifsið á þjóðbúningi íslenskra kvenna er innblástur að slaufunum sem eru svo áberandi í hönnun Steinunnar sem sjá má á hér að ofan og á fyrri síðu. Myndirnar eru úr bókinni Til gagns og fegurðar eftir Æsu Sigurjónsdóttur. FRAMHALD AF SÍÐU 32 VORIÐ 2009 Íslenskar konur geta hlakkað til þess að Vorlínan 2009 kemur í verslanir í febrúar. MYNDIR/MARY ELLEN MARK. ÁLAFOSSTEPPIÐ Leiðinlegt er að mati Steinunnar að teppið sé ekki í fram- leiðslu lengur. Mynd úr bókinni Þjóðin, landið og lýðveldið. það besta sem getur komið fyrir handverkið er að þú kunnir það svo vel að þú getir brotist undan því.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.