Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2008, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 20.12.2008, Qupperneq 46
46 20. desember 2008 LAUGARDAGUR Hver er ykkar fyrsta minning hvors um annan? Siggi Stormur: Það er eitthvað tengt bókum – það liggur alveg fyrir. Eflaust eitthvað tengt Iðunni þar sem hann var sjálfsagt hlaup- andi inn og út þegar hann var yngri. Svo kom hann sér fljótlega á kortið sem ráðandi aðili í bóka- heiminum. Jóhann Páll: Ég tók fyrst virkilega eftir Sigga í veðurfréttunum á Stöð 2 þegar hann hafði kvöldið áður spáð stórfenglegri hitabylgju. Hitabylgjan gekk ekki eftir en þjóðin var öll komin út á götu í Dr. Gunna-skyrtum og stuttbuxum því Siggi hafði sagt svo glaðbeittur að ekki bara ætti hitabylgjan að standa næsta dag heldur út vik- una. Kvöldið eftir voru flestir komnir með kvef, enda enginn gáð til veðurs heldur bara treyst spánni. Siggi átti alveg ógeðslega bágt og reyndi að skýla sér á bak við það að hitabylgjan hefði bara taf- ist aðeins á leiðinni. En ég held hún hafi aldrei komið! Þetta var sér- staklega slæmt því þú skynjar það þegar Siggi Stormur er að segja veðurfréttirnar – að hann er þessi manngerð sem vill færa okkur góð tíðindi – þannig að það er alveg hroðalegt fyrir hann að lenda í svona. Siggi Stormur: Haha. Jú, ég reyni, ef ég mögulega get, að vera á jákvæðari nótunum. Það er bara nóg af öðrum vandamálum fyrir þótt ég sé ekki að mála þetta svart- ara en það er. Jóhann Páll: Siggi er að spá á alveg kolvitlausum stað á plánetunni. Þetta eru í raun hrikaleg örlög – að vilja svo mikið gleðja fólk með góðu veðri og vera veðurspámaður á Íslandi! Þetta er algjör klikkun. Þér væri nær að vera veðurfræð- ingur á Spáni. Langar að taka upp samtal Ingólfs Arnarssonar Byrjum á máli vikunnar. Leynileg- um hljóðupptökum og manninum með hattinn. Hvaða samtal Íslandssögunnar mynduð þið vilja heyra? Siggi Stormur: Mig langar mikið til að heyra hljóðupptökur af sam- tölum Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar síðustu vikur og mán- uði. Þar hefur ýmislegt verið sagt sem þarf að koma upp á yfirborð- ið. Þarna er einhver tenging á milli þeirra sem mér hugnast ekki og við erum sannarlega ekki að heyra það sem skiptir máli. Það er búið að búa til einhverja mynd af þessum samskiptum út á við sem við eigum að halda að sé í lagi en hún er ekki í lagi. Ímynd Geirs hefur veikst í gegnum þetta allt og fyrst og fremst vegna þess að maður veit að það er annar þarna á bak við sem stýrir. Jóhann Páll: Ég myndi vilja heyra þessi samtöl líka. Maður hefur oft spurt sig, og líka fyrir hrunið, hvað fari eiginlega á milli Davíðs og Geirs. Það hefur eiginlega verið alveg sama að hverju fjölmiðlar hafa spurt Geir – hvort verið sé að ræða búfjárrækt eða annað – í hverju viðtali þurfti hann alltaf að nefna það svona í leiðinni hvað það væri nú verið að vinna gott verk í Seðlabankanum. Hvers vegna þurfti Geir ævin- lega að nikka til Davíðs og minna þjóðina á Davíðs „góðu verk“. Þessi viðbrögð hans eru á allan hátt fullkomlega óeðlileg og eiga sér einhverja skýringu. Hvort það er það að Davíð eigi mynd af Geir á Goldfinger eða annað þá er það í það minnsta eitthvað sem við vitum ekki. Svo myndi ég vilja fara aftur til sirka ársins 870. Hvað var það eiginlega sem Ingólfur Arnarsson sagði við félaga sína þegar hann var að telja þeim trú um að þetta væri góður staður fyrir landnám. Hvað var það eigin- lega sem hann sagði sem fékk þá til að setjast að á þessum útnára? Stórtækir jólasveinar Nú eru jólin á næsta leyti og jóla- sveinarnir farnir að gefa gott í skó- inn. Hvað mynduð þið gefa hvor öðrum í skóinn ef þið fengjuð að vera jólasveinn? Jóhann Páll: Ég myndi gefa Sigga barómet og kjöthitamæli í skóinn. Siggi Stormur: Barómet er einmitt á jólagjafalistanum mínum! Ég myndi gefa Jóhanni farmiða til Kúbu. Fáguð en framandi menn- ing. Einmitt að hans smekk. Jóhann Páll: Nú er ég gapandi hissa. Siggi gæti ekki hafa fundið betri skógjöf fyrir mig. Kúba er einn áhugaverðasti staður sem ég hef komið til og ekkert gæti glatt mig meira. Ég hef venjulega farið erlendis eftir jólatörnina til að komast aftur til sjálfs míns en er núna algjörlega miður mín að ég sé ekki að ég komist neitt í almenni- legt loftslag því það er jú auðvitað hreinlega siðlaust að kaupa gjald- eyri á þessu verði. En ég ætla bara rétt að vona að Siggi gefi mér þetta í skóinn því þá get ég kannski réttlætt ferðina. Hunda- og kattamatur á listanum Það er óhjákvæmilegt að ræða kreppu. Margir hafa hamstrað. Hafið þið hamstrað eitthvað? Og ef þið ættuð að hamstra einhverjar þrjár vörur – hvaða vörur yrðu fyrir valinu? Jóhann Páll: Nei. Eða jú! Ég hef hamstrað nikótín-nefúða. Ég hætti að reykja fyrir mörgum árum og ætlaði að taka þetta með öllum þeim fráhvarfseinkennum sem fylgja: Cold turkey og því. Þá sagði góður lungnalæknir við mig: Allt í lagi, Jóhann minn, ef þú hefur tíma til að vera þunglyndur mánuðum saman þá skaltu bara gera þetta eins og þú vilt. Hann þurfti ekki að segja meira. En ég er háður þessu á nákvæm- lega sama hátt og tóbakinu nema þetta er ekki skaðlegt eins og það. En ég sem sagt rauk hér á milli apóteka og prúttaði um verð á þessu og það er búið að gera mig útlægan úr mörgum apótekum og ég er ekki að ljúga þessu. Mér nefnilega gekk prúttið vel til að byrja með og hef gjarnan fengið eins og tíu til fimmtán prósenta afslátt þegar ég hef verið að kaupa einhverja tíu brúsa í einu. Svo hefur yfirleitt verið kallað á yfirmann í viðkomandi apóteki þegar ég er að standa í svona miklu prútti. Svo hefur mér verið til- kynnt að næst þegar ég kæmi yrði afslátturinn mun minni, svo næst þegar ég kem endar það ævinlega Ætla að hamstra blóðþrýstingslyf og sefandi geðlyf fyrir rithöfunda Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi hefur verið gerður útlægur úr nokkrum apótekum eftir að hafa hamstrað nikótín- nefúða. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, þekktur sem Siggi Stormur, hamstraði evrur en ætlar sér jafnvel að hamstra hundamat. Júlía Margrét Alexandersdóttir fékk að heyra hvar þeir vilja helst stinga leynilegu upptökutæki um þessar mundir. Á RÖKSTÓLUM JÓHANN PÁLL OG SIGGI Jóhann Páll Valdimarsson segist yfirleitt vera orðinn úttaugaður þegar kemur að því að reyna að skreyta jólatréð og myndi því einfaldlega spreyja tréð hans Sigga með úðabrúsa. Siggi er á því að Jóhann Páll sé afar rómantískur og myndi því hengja rauða hjartalaga sælgætispoka á tréð hans Jóhanns. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jóhann Páll: Siggi er að spá á alveg kolvitlausum stað á plánetunni. Þetta eru í raun hrikaleg örlög – að vilja svo mikið gleðja fólk með góðu veðri og vera veður- spámaður á Íslandi! Þetta er algjör klikkun. Þér væri nær að vera veðurfræðingur á Spáni. ➜ VISSIR ÞÚ? ...Siggi Stormur sefur yfirleitt á bakinu en Jóhann Páll getur bara sofið í fósturstell- ingunni. ...Siggi Stormur á hunda ... Jóhann Páll á ketti ...Jóhann Páll sogast að Armani-fötum og á fullan fataskáp af vönduðum flíkum. Fæstar þeirra notar hann þó. ...Siggi stormur hefur hins vegar dálæti á flottum jeppum og er í jeppaklúbbi NFS. Hann segir þó jeppana fyrsta til að fjúka af lúxuslistanum ef kreppir að. ...ef Siggi ætti að passa kettina hans Jóhanns Páls meðan Jóhann Páll færi á bókamessu í Þýskalandi myndi hann grilla handa þeim skötusel með hvítlauk og gefa þeim hvítvín út í vatnið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.