Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 54

Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 54
● Forsíðumynd:Anton Brink tók mynd á heimili Dóru Kjartansdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygs- dóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. HEIMILISHALD RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR ● heimili&hönnun „Ég held að ég nefni smáhluti úr eldhúsinu sem eru samgrónir lífi mínu og húshaldi og eiga persónu- lega og langa sögu,“ segir Salóme strax og kveðst fyrst og fremst hafa í huga kleinujárnið og pönnu- kökuspaðann hennar ömmu sinn- ar en hvort tveggja eignaðist hún þegar hún gifti sig árið 1947. „Kleinujárnið er nú ekki mikið notað,“ segir hún svolítið af- sakandi. „Ég baka yfirleitt ekki kleinur en járnið á sinn sess í eld- hússkúffunni. Pönnukökuspaðinn hefur hins vegar fylgt mínu dag- lega heimilishaldi frá upphafi, ýmist við pönnukökubakstur eða þegar ég baka jólasmákökurnar. Hann er langbestur af þeim spöð- um sem ég á og mér þykir veru- lega vænt um hann,“ segir Sal- óme og bætir því við að hugurinn leiti ósjálfrátt til ömmu henn- ar þegar hún handleikur spað- ann enda hafi hún verið iðin við pönnukökubakstur. „Amma var fædd 1870. Hún giftist afa sem var fæddur 1860 þegar hún var 21 árs gömul og lifði þar til hún varð 91 árs. Síð- ustu árin var hún í skjóli foreldra minna eftir að hún hætti búskap þegar afi dó 1943,“ fræðir Salóme okkur en kveðst ekki vita hvort spaðinn hafi fylgt ömmunni frá upphafi hennar húshalds. „Hann var alla vega kominn til ára sinna þegar ég eignaðist hann og hjá mér er hann búinn að vera í 61 ár svo það er eðlilegt að skaftið sé farið að láta á sjá og málningin sé næstum afmáð,“ segir hún bros- andi. Enn einn mikilvægur smáhlut- ur í eldhúsinu hjá Salóme er kaffi- boxið sem hún kveðst hafa fengið árið 1947 í upphafi búskapar síns. „Þá var það vel merkt O. Johnson og Kaaber, hvítt með bláum rönd- um eins og kaffipokarnir frá Kaa- ber en nú eru rendurnar næstum horfnar og merkingin með enda hef ég handleikið boxið í 61 ár,“ segir hún hlæjandi. „Það hvarfl- ar samt ekki að mér að skipta og fá mér nýtt ílát undir kaffið. Við höfum lifað saman súrt og sætt í gegnum tíðina, pönnukökuspaðinn minn og kaffiboxið og höfum ekki hugsað okkur að breyta til!“ - gun Handleikur spaðann og hugsar til ömmu ● Þegar þess er farið á leit við Salóme Þorkelsdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis, að sýna lesendum eftirlætishluti í sínu innbúi koma eldhúsáhöld frá ömmu hennar fyrst upp í hug- ann, ásamt kaffiboxinu góða sem hefur fylgt henni í rúm sextíu ár. „Við höfum lifað saman súrt og sætt í gegnum tíðina, pönnukökuspaðinn minn og kaffiboxið og höfum ekki hugsað okkur að breyta til,“ segir Salóme sem einnig held- ur upp á gamla kleinujárnið hennar ömmu sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN U ndirbúningur jólanna er misjafn á hverju heimili. Fólk tekur jólahreingerninguna og fjölda smákökusorta misalvarlega og þar af leiðandi er jólastressið misjafnlega mikið. Öll vitum við innst inni að jólin snúast ekki um gljábónuð gólf. Samt er til- hneigingin til að setja sér fjarstæðukennd takmörk í þrifum, bakstri og jólakortaskrifum svo sterk að varla sleppur nokkur við hjartslátt og súran seyðing í maga á Þorláksmessukvöld. Nema ég. Búskaparár mín eru enn ekki orðin það mörg að ég hafi komið mér upp ströngum jólahefðum. Við hjónin eyðum jólum og áramót- um í foreldrahúsum og búum enn við æskujólin. Við sleppum því létt frá bakstri og þrifum. Aðdragandi jólanna líður átakalaust hjá og við hneykslumst jafnvel á æðibunuganginum í þeim sem hendast með þvegilinn milli veggja og gera sig ekki ánægða með minna en sjö sortir. Við erum sjálfsagt of góðu vön. Ég man ekki eftir jólastressi í sveitinni þegar ég var lítil. Alltaf var heimilið samt hreint og ilmandi á aðfangadag, jólagardínurn- ar komnar upp og allir baukar fullir af ljúf- fengum kökum og laufabrauði. Steikin var jafnan komin á borðið á slaginu sex. Þetta gerðist án þess að ég yrði þess mikið vör. Við systurnar skreyttum piparkökur og föndruð- um pappírsskraut í rólegheitum. Við sóttum jólatréð í skógarreitinn í brekkunni, skreyttum það á Þorláksmessu og eftir að borðhaldi lauk á aðfangadagskvöld voru pakkarnir opnaðir í einum rykk. Eitthvað hefur samt þurft til að koma þessu öllu heim og saman. Ein jól áttum við hjónin í útlöndum og þurftum að sjá um okkur sjálf. Ég sá í hillingum hvernig allt myndi ilma nýþvegið og fínt hjá okkur. Kökubaukarnir stæðu fullir í búrhillunni og sortirnar ekki undir sjö. Aðdragandi jólanna leið þó hjá eins og áður og smákökusortirnar urðu ekki fleiri en ein. Á aðfangadag hlupum við um borgina í leit að jólasteikinni og fundum eina frosna önd. Hún var ekki þiðnuð fyrr en um kvöldið og við borðuðum jólamatinn um tíu leytið. Hvorugt okkar hafði strokið yfir gólfin, héldum sjálfsagt að hitt ætlaði að gera það, og engar hengdum við upp jólagardínurnar. Mér var hugsað til æskujól- anna, hvernig allt var tilbúið á slaginu sex, nánast eins og fyrir töfra. Handtökin hafa verið ófá og vinnudagur mömmu ansi langur í annan endann. Ófá handtökin „Ég man ekki eftir jólastressi í sveitinni þegar ég var lítil. Alltaf var heimilið samt hreint og ilmandi á aðfanga- dag, jólagardínurnar komnar upp og allir baukar fullir af ljúffengum kökum og laufabrauði.“ 20. DESEMBER 2008 LAUGARDAGUR2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.