Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2008, Qupperneq 85

Fréttablaðið - 20.12.2008, Qupperneq 85
LAUGARDAGUR 20. desember 2008 57 1. Ljúft við vöggu lága lofum við þig nú. Undrið ofursmáa eflir von og trú. 2. Undir sig tók hann alveg feiknamikið stökk, og á kolasóp inn í krakkahóp karlinn allt í einu hrökk. 3. Ég mæni út um gráan glugga og jólasveinninn glottir bak við ský út í bæði. 4. Uppi á lofti, inni í skáp eru jólapakkar, titra öll af tilhlökkun tindilfættir krakkar. 5. Ég bið þig, ó Drottinn, að dvelja mér hjá, að dýrðina þína ég fái að sjá, 6. Og stjarna skín gegn um skýjahjúp með skærum lýsandi bjarma 7. Þær sig hneigja, þær sig hneigja -og svo snúa þær sér í hring. 8. Lausnaranum lýstu þeir, lofgjörð drottni sungu 9. Og engan þarf að hryggja því allir verða með er börnin far’ að byggja sér bæ og þorp við jólatréð. 10. Eftirvænting´ í augum má sjá allt er eitthvað svo spennandi í dag jafnvel kisa hún tiplar á tá þorir tæplega að mala sitt lag ÞEKKIRÐU LAGIÐ? Ertu vel að þér í jólalögunum? Úr hvaða vísum eru eftirtalin brot? Svörin eru neðst á síðunni. Svör: 1. Litla jólabarn. 2. Snæfinnur snjókarl. 3. Jólahjól. 4. Skín í rauðar skotthúfur. 5. Þá nýfæddur Jesú. 6. Hin fyrstu jól. 7. Nú skal segja. 8. Bjart er yfir Betlehem. 9. Jólasveinninn kemur í kvöld. 10. Yfir fannhvíta jörð. Ekki eru allir jafn klárir í jólaundir- búningnum og sumir vakna jafnvel við vondan draum á Þorláksmessu, í óskreyttri íbúð og matarlausir. Engin ástæða er þó til að örvænta. Jólahaldið þarf ekki að vera flókið. Hér eru ráð fyrir þá sem vilja halda jól, en hafa ekki hug á að tapa sér í flókinni matseld og alltof flóknum skreytingum. MATURINN Hangikjöt Galdurinn við að sjóða hangikjöt felst í því að sjóða það á hægum hita. Hangikjöt sem er soðið of lengi verður þurrt. Besta leiðin til þess að sjóða hangikjöt er að setja það í pott með köldu vatni, láta suð- una koma upp ofurhægt og slökkva undir pottinum um leið og vatnið fer að sjóða. Lykilatriðið er að láta kjötið kólna í soðinu. Uppstúf Smjör brætt í potti og hveiti hrært saman við. Um það bil matskeið af smjöri á móti matskeið af hveiti. Mjólk hellt rólega út í, hrært og smakkað til með salti og pipar og örlitlu múskati ef vill. Soðnar kartöflur eru skornar í bita og bætt út í Ora grænar Það er ekkert annað en að opna dósina og hella innihaldinu í skál. Einfaldara verður það ekki! Rauðkál Sumir sjóða rauðkál sjálfir en auðvelda leiðin er að taka niðursoðið rauðkál, skella á pönnu með smjör- klípu og hita það aðeins, fullkomið! Jólaísinn Kauptu tilbúinn marengs, góðan vanilluís, gott súkkulaði, og rjóma. Láttu ísinn standa aðeins til að linast og brjóttu marengsinn niður í litla bita, þeyttu rjómann og blandaðu öllu saman. Skreyttu með rauðum berjum til að ná jólafíling í réttinn. JÓLASKRAUT Epli og mandarínur Epli í skál og mandarínur eru fyrirtaks jólaskraut sem líka má borða yfir jólin, ágætis tilbreyting frá öllum sætindunum sem eru á boð- stólum um jólin. Í mandarínurnar má svo alltaf stinga nokkrum negulnögl- um og fá þannig klassískt og ilmandi skraut. Jólaseríur Ef redda þarf jólaskrauti einn tveir og þrír þá er einfaldast að kaupa jólaseríur og setja í glugga. Þær gefa jólalega birtu og ekki er verra að hafa þær rauðar eða marglitar. JÓLADRYKKIR Súkkulaði Hvað er jólalegra en heitt súkkulaði? Að búa það til er mjög einfalt. Bara bræða súkkulaði í potti og bæta mjólk út í þangað til bragðið er að þínu skapi. Ef fullorðnir eru mættir í súkkulaði- drykkju er ekki verra að skvetta smá koníaki út í. Borið fram með vænni slettu af rjóma. Epladrykkur Eplasafi er hitaður í potti og kryddaður með negulnögl- um og rúsínum. Gefur góða lykt í húsið. JÓLUNUM REDDAÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.