Fréttablaðið - 20.12.2008, Qupperneq 90
62 20. desember 2008 LAUGARDAGUR
JOHN STEINBECK RITHÖFUNDUR
LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1968.
„Hugmyndir eru eins og
kanínur. Þú færð nokkr-
ar og lærir að stjórna þeim
og áður en þú veist af ertu
búinn að fá 12 nýjar hug-
myndir.“
John Steinbeck fékk Nóbels-
verðlaun í bókmenntum árið
1962. Frægastur er hann fyrir
skáldsögurnar Mýs og menn
og Þrúgur reiðinnar.
Ríkisútvarpið var formlega stofnað 20. desember 1930. Fyrsti út-
varpssjóri var Jónas Þorbergsson og fyrsti fréttamaður Ásgeir
Magnússon. Ári síðar tók séra Sig-
urður Einarsson til starfa þar og sá
um erlendu fréttirnar.
Afnotagjald útvarspins var 30
krónur á ári í upphafi og hélst það
til 1943. Algengustu útvarpstæk-
in voru tveggja lampa Phillips og
þriggja lampa Telefunken og kost-
uðu þau um 200 krónur sem var
nálægt mánaðarlaunum verkamanns í Reykjavík. Það var því ekki
á færi allra að kaupa þau. Enda var aðeins eitt tæki skráð á hverja
28 íbúa í lok fyrsta starfsárs Ríkisútvarpsins, eða 3.880 tæki.
Mikill áhugi var samt á útvarpinu og hópaðist fólk á kvöld-
in heim til þeirra sem áttu tæki og hlustuðu þar. Útvarpstækjum
fjölgaði fljótt eftir því sem árunum leið og árið 1938 voru tækin
orðin 15.543 eða eitt á hverja sjö íbúa.
Heimild/Nýjustu fréttir/Guðjón Friðriksson
ÞETTA GERÐIST: 21. DESEMBER 1930
Ríkisútvarpið stofnað
timamot@frettabladid.is
Okkar bestu þakkir til þeirra fjölmörgu
sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og samúð
við andlát og útför ástkærs föður, tengda-
föður, afa, langafa og frænda,
Hilmars Friðþórssonar,
vélstjóra, Dalbæ, Dalvík.
Þökkum starfsfólki Dalbæjar fyrir góða umönnun og
hlýhug.
Magnús Þór Hilmarsson Anna Þ. Ingólfsdóttir
Gunnar Jón Hilmarsson Hildur I. Sölvadóttir
barnabörn, barnabarnabörn, frændfólk og
aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
afi,
Guðmundur Páll
Þorvaldsson
Furuvöllum 14, Hafnarfirði,
sem lést laugardaginn 13. desember, verður jarðsung-
inn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 22. desember
kl. 13.00.
Helga Aðalbjörg Þórðardóttir
Þóra Dröfn Guðmundsdóttir
Þórður Rafn Guðmundsson
Jakob Darri
Markús Blær
og aðrir aðstandendur.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
Sigurðar Guðmundssonar
Funafold 75, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Landspítala -
háskólasjúkrahúss fyrir einstaka alúð og umhyggju.
Bergþóra Skúladóttir
Trausti Sigurðsson Hanna Björk Ragnarsdóttir
Stefanía Hrönn Sigurðardóttir
Erla Sigurðardóttir
Margrét, Snædís og Sólrún Traustadætur.
Okkar ástkæri,
Björgvin Jósteinsson
kennari, Grandavegi 45, Reykjavík,
lést á Landakotsspítala aðfaranótt 18. desember.
Guðrún Steingrímsdóttir
Dóra Björgvinsdóttir
Ingi Steinn Björgvinsson Vera Buus-Nilsen
Dagný Björgvinsdóttir Jóhann S. Bogason
Bryndís Björgvinsdóttir Brjánn Ingason
og barnabörn.
Ástkær faðir minn, sonur, bróðir, mágur,
frændi og vinur,
Þór Rúnar Baker
Hafnarbraut 21, Höfn í Hornafirði,
sem lést af slysförum í Berufirði, sunnudaginn
7. desember síðastliðinn, verður jarðsunginn í
Fossvogskirkju mánudaginn 22. desember kl. 13.00.
Marteinn Steinar Þórsson
Elín Sigríður Markúsdóttir
Guðleif Bender & Guðmundur Aðalsteinn Gunnarsson
Friðrik Örn Guðmundsson
Eva Dögg Guðmundsdóttir
Brynjar Freyr Guðmundsson
Pálína Sighvatsdóttir
Okkar bestu þakkir til allra þeirra fjöl-
mörgu sem sýndu okkur samúð, vináttu
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar og tengdaföður, afa og
langafa,
Trausta Guðjónssonar
frá Skaftafelli í Vestmannaeyjum, síðast til
heimilis á Hjúkrunarheimilinu Grund.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Grund.
Ragnheiður Jónsdóttir
Halldóra Traustadóttir Einar Jónasson
Guðjón Traustason Kristín Erlendsdóttir
Kornelíus Traustason Elín Pálsdóttir
Símon Eðvald Traustason Ingibjörg Jóhannesdóttir
Sólveig Traustadóttir Sigurður Wiium
Vörður Leví Traustason Ester K. Jacobsen
G. Ingveldur Traustadóttir Geir Jón Þórisson
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ágústína Guðrún
Ágústsdóttir
Fellsmúla 2, Reykjavík,
sem lést mánudaginn 8. desember, verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni mánudaginn 22. desember kl. 15.00.
Gísli Baldur Jónsson
Kristrún B. Jónsdóttir Magnús Sigurðsson
Romeo D. Rosario
Ágústína Guðrún Pálmarsdóttir
Einar Bergur Pálmarsson
Árni Stefán Gylfason
Romeo Ágúst Rosario
Ágústína Sara Rosario
Sverrir Florente Rosario
Lydia Guðrún, Bryndís Theresía, Kristrún Ýr
og fjölskyldur.
„Ég er búinn að vinna við tölvur í 30
ár og fór fljótlega að hafa áhuga á að
láta ekki allt glatast sem þeim viðkem-
ur því að þróunin í þeim er mjög ör.
Því fór ég að stinga til hliðar tölvum
sem áttu að fara á haugana og til að
hafa eitthvert utanumhald einskorð-
aði ég mig við IBM þar sem ég starf-
aði um langt árabil hjá því fyrirtæki.“
Þannig lýsir Sigurður Bergsveinsson
tölvugúrú tildrögum þess að hann hóf
að safna í kringum sig tölvum og á nú
orðið hátt í 50 hluti, að jaðartækjum
eins og prenturum og skjám meðtöld-
um.
Svo Sigurður sé rétt titlaður þá er
hann framkvæmdastjóri hugbúnað-
arfyrirtækisins Vigor sem er hluti af
Nýherjasamstæðunni. Hann kann sögu
tölvuvæðingar á Íslandi upp á sína tíu
fingur og byrjar á að lýsa því að tölvur
skiptist í þrjú svið; stórtölvur, miðtölv-
ur og örtölvur. „Örtölvur er það sem
allir þekkja því þær eru á skrifborðinu
hjá hinum almenna notanda,“ útskýrir
hann og heldur áfram. „Þær eru með
eina vél. Miðtölvur eru fjölgjörva, sem
kallað er, og svo eru stórtölvurnar fjöl-
gjörvavélar sem þurfa kælda sali til að
vinna í. Þær mörkuðu upphafið. Komu
fram strax á 6. áratugnum. Síðan tóku
miðtölvurnar við. Þetta gekk hægt og
rólega fyrstu árin en á síðari hluta 8.
áratugarins komu litlar og ódýrar mið-
tölvur á markað og þá varð eiginlega
sprenging í tölvuvæðingu. Á árunum
1980 til 1988 má segja að flest íslensk
fyrirtæki hafi tölvuvæðst.“
Safnið hans Sigurðar er að hluta til í
húsnæði Vigor en síðustu vikur hefur
það verið almenningi til sýnis í Þjóðar-
bókhlöðunni í tilefni af 40 ára afmæli
Skýrslutæknifélagsins. Hverja telur
hann merkustu gripina í þessu safni?
„Ég hef ekki flokkað það en við eigum
alla skjái, allar PC-vélar frá upphafi
og töluvert af miðtölvum. Það er svo
fyrir fólk framtíðarinnar að meta það
hvað því finnst merkilegast.“
gun@frettabladid.is
SIGURÐUR BERGSVEINSSON: Á SAFN TÖLVA SÍÐUSTU ÞRJÁTÍU ÁRA
Fólk framtíðarinnar metur
hvað því finnst merkilegast
VIÐ TÖLVUSAFNIÐ Sigurður Bergsveinsson situr fyrir framan IBM Portable PC sem er upphaf
fartölvunnar því hún er færanleg og stundum kölluð saumavélin að sögn Sigurðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AFMÆLI
SUNNA BORG leik-
kona er 62 ára í dag.
TEITUR ÞORKELSSON
FJÖLMIÐLAMAÐUR er
39 ára í dag.
FLOSI EIRÍKSSON
viðskiptafræðingur er
39 ára í dag.