Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 93

Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 93
LAUGARDAGUR 20. desember 2008 65 Það er ekki bara Tom Cruise sem kann þá list að skandalísera í sjón- varpi. Jim Carrey hefur hugsan- lega fylgst með framgöngu hinnar smávöxnu stórstjörnu í sjónvarpi undanfarin ár og ákveðið að leika sama leik. Carrey er hins vegar mun meiri húmoristi en Cruise litli og gerði því áhorfendur spjallþátta- stjórnandans Ellen deGeneres kjaftstopp þegar hann bað unnustu sinnar, Jenny McCarthy, í beinni útsendingu. Carrey var gestur Ellenar en hann er að kynna kvikmyndina sína, Yes Man. Carrey kom öllum á óvart þegar hann kallaði Jenny á svið til sín, skellti sér á skeljarnar og bað hana að giftast sér. Áhorf- endur supu gjörsamlega hveljur við uppátækið enda Carrey ekki þekktur fyrir að bera tilfinningar sína á torg, ólíkt Cruise. En um leið og Carrey hafði tjáð Jenny hversu mikið hann elskaði hana og virtist á góðri leið með að bera upp bónorðið þá skellti Ellen inn auglýsingum. Uppátækið hefur vakið mikla lukku þar vestra enda augljóst að Carrey var þarna að skjóta illilega á Tom Cruise sem hefur haft það fyrir sið að líta út eins og asni í sjónvarpi. Carrey hafði enda lýst því yfir að hann hygðist aldrei ganga inn kirkjugólfið með unn- ustu sinni. Jim Carrey kann enn að djóka ALLT Í PLATI Bónorð Jim Carrey til Jenny McCarthy í sjónvarpsþættinum Ellen var bara grín enda ætla þau aldrei að gifta sig. Hinir árlegu jólatónleikar X-ins 977, X-Mas, verða haldnir á Dillon sportbar í Hafnarfirði á mánu- dagskvöld. Á síðasta ári voru tónleikarnir haldnir á Nasa og því ljóst að X-ið hefur minnk- að aðeins við sig. „Það var alveg ljóst að það yrðu svolítil kreppu X- mas,“ segir Þorkell Máni Pétursson hjá X-inu. „Við ákváðum að leita til IMF um að finna hentugan tónleikastað. Það eru allir að leita til þeirra og af hverju ekki við?,“ segir hann og er ánægður með útkomuna. „Þetta er rosa- lega flottur staður orðinn og þarna eru vinalegir menn við stjórnvölinn.“ Fjöldi öflugra hljómsveita kemur fram á tónleikunum, eða Dr. Spock, Sign, Dikta, The Viking Giant Show, Our Lives, Ultra Mega Technobandið Stefán, Vicky og Hooker Swing, auk þess sem Ragnar Sólberg stíg- ur á svið. Einnig mun óvænt- ur gestur mæta á svæðið. „Þetta eru þau bönd sem hafa verið hvað vinsæl- ust á árinu hjá X-inu,“ segir Þorkell Máni. Allur ágóði rennur til samtakanna HIV-Ísland. - fb X-mas í Hafnarfirði ÞORKELL MÁNI PÉTURSSON Þorkell Máni lofar skemmtilegum jólatónleikum á mánudaginn. „Platan er sérstök að því leyti að hver stafakarl í sögunni fær sitt eigið lag, þannig að allt stafrófið er kynnt til sögunnar,“ segir Bergljót Arnalds, en hún gaf nýverið út 35 laga plötu um Stafakarlana. „Stafakarlinn sem syngur í hvert skipti fjallar um allt sem hefst á þeim staf.“ Bergljót segir plötuna ekki aðeins vera kynningu á stafróf- inu, heldur einnig á ýmiss konar tónlist. „Stafakarlinn S er að dansa salsa, og Ó er að syngja óperu. Við erum með rokk og popp og djass líka. Ég þekki karlana svo vel orðið að ég vissi alveg hvernig þeir vildu hljóma, svo þetta kom rosalega hratt til mín. Það var samt mikil vinna að koma þessu saman.“ Öll lögin á plötunni eru eftir Bergljótu sjálfa, auk þess sem hún syngur nokkur laganna. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson syngur eitt lag, auk þess sem hann útsetti plötuna með Vigni Snæ Vigfússyni. Það er þó Björgvin Franz Gíslason sem syngur flest lögin, eða þrjátíu talsins. - þeb Stafakarlar á söngleikja- plötu GEFUR ÚT PLÖTU Bergljót gefur nú út sína fyrstu plötu, en hún hefur áður skrifað nokkrar barnabækur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Breska ólíkindatólið Robbie Williams er á leiðinni í upptöku- ver til að taka upp nýja plötu. Þetta þykir sæta nokkuð tíðindum því breskir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af fréttum um að hann vildi ganga til liðs við Take That- flokkinn á nýjan leik. Nú hefur þeirri endurkomu verið ýtt út af borðinu og Robbie hyggst gera plötuna í byrjun janúar. „Ég myndi byrja fyrr ef ég gæti en upptökuverið er upptekið og ég verð því bara að bíða þótt ég sé ekkert sérstaklega þolinmóður maður að eðlisfari,“ segir Robbie. Síðasta plata söngvarans, Rudebox, fékk ákaflega misjafn- ar viðtökur en hún kom út árið 2006. Margir spáðu því að ferli hans væri hreinlega lokið. Robbie Williams gerir plötu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.