Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2008, Qupperneq 112

Fréttablaðið - 20.12.2008, Qupperneq 112
84 20. desember 2008 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Framarar segja hart í ári hjá þeim eins og mörgum öðrum handknattleiksfélögum þessa dagana. Þeir óttast ekki að þurfa að segja upp samningum en hafa farið þá leið að endursemja við leikmenn. Ekki hefur enn verið gengið frá sölu á Rúnari Kárasyni til Fuchse Berlin þó svo að Rúnar hafi samið við félagið fyrir nokkru síðan. „Þeir sendu okkur tilboð sem við svöruðum með gagntilboði. Við bíðum svars við því núna. Þetta tekur smá tíma og sérstak- lega á milli landa. Svona viðræður eiga það til að taka tíma. Ég myndi segja að þetta væri á áætlun. Það liggur ekkert mikið á líka enda fer Rúnar ekki fyrr en næsta sumar,“ sagði Jón Eggert Hallsson, for- maður handknattleiksdeildar Fram, en hann vildi ekki gefa upp hvað Fram vildi fá fyrir Rúnar. Jón Eggert segir að reksturinn hjá Fram sé á floti og hann er bjartsýnn á að Fram klári þetta rekstrarár með sóma. „Það er samt ekkert launungar- mál að þetta er erfitt en við reyn- um að láta þetta malla. Við höfum farið yfir stöðuna með leikmönn- um og höfum endursamið við flesta leikmenn. Ég sé ekki fram á að við missum neina leikmenn vegna vanefnda á samningi. Við höfum skorið mikið niður hjá okkur í bæði karla- og kvennalið- inu. Ég held að staðan hjá okkur sé ekkert verri eða betri en hjá öðrum,“ sagði Jón Eggert sem segir Framara stefna ótrauða á að landa Íslandsmeistaratitlinum næsta vor. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur Fram ekki gengið vel að efna launasamninga við leikmenn félagsins. „Við höfum verið að semja við menn aftur og þá upp á eitthvað sem við teljum okkur geta efnt. Við tilkynntum mönnum í haust að það yrði erfitt að efna launa- greiðslur fram að áramótum og leikmenn höfðu skilning á því. Nú er verið að fara yfir þessi mál og það eru einhverjar útistandandi skuldir. Við erum að semja um þær skuldir við leikmenn og loka þeim málum þannig að það séu ekki einhverjir draugar að elta okkur.“ Jón Eggert segir ekki mikið fjárstreymi vera inn í rekstur handknattleiksdeildarinnar og því ljóst að salan á Rúnari muni hjálpa mikið til við reksturinn. „Það er mjög fínt að fá þessa peninga inn og skapar rekstrar- grundvöll fyrir deildina. Okkar markmið er að vera með sem flesta uppalda leikmenn í bland við aðkeypta. Við erum að borga einhverjum mönnum fyrir að spila og það er gott að geta selt menn út. Það er staðfesting á því að við séum með gott starf og hjálpar einnig til við reksturinn. Engu að síður er alveg ljóst að við verðum ekkert ríkir á því að selja Rúnar út,“ sagði Jón Eggert. Horfurnar eftir áramót eru ágætar að mati Jóns Eggerts en Framarar ætla að gera ýmislegt til þess að fá pening. Til að mynda verður farið í uppskipun á rækju skömmu eftir áramót. „Við vonumst líka til að komast í úrslitakeppnina og fá einhvern pening þar. Við teljum okkur í það minnsta vera komnir með grund- völl fyrir því að reka þetta svona út tímabilið.“. henry@frettabladid.is Framarar verða ekki ríkir á að selja Rúnar Kárason Jón Eggert Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, er bjartsýnn á að samkomulag náist á milli Fram og Fuchse Berlin um söluna á Rúnari Kárasyni. Hann segir reksturinn erfiðan og að endursamið hafi verið við leikmenn. GULLKÁLFUR Peningarnir sem væntanlega fást við söluna á Rúnari Kárasyni til Berl- ínar munu hjálpa handknattleiksdeild Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Framherjinn snjalli Emmanuel Adebayor hjá Arsenal hefur trú á því að Lundúnafélagið hafi burði til þess að vinna Meistaradeild Evrópu. „Af hverju ekki? Við vorum óheppnir í fyrra gegn Liverpool og það vantar nú aðeins tvo frá Arsenal-liðinu sem lagði AC Milan þá. Liðið hefur breyst til hins betra núna og við sýndum það til að mynda með því að skella Fenerbahçe í Tyrklandi,“ segir Adebayor. - óþ Emmanuel Adebayor: Af hverju ekki? ADEBAYOR Telur Arsenal líklegt í Meist- aradeildinni. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Dregið var í 32-liða úrslitum UEFA- bikarsins í gær og þar voru ensku félögin Aston Villa, Tottenham og Man. City í pottin- um. Villa mætir CSKA Moskva, Tottenham mætir Shakhtar Donetsk og City leikur gegn FC Kaupmannahöfn. Stórleikur umferðar- innar er þó viðureign AC Milan og Werder Bremen. - óþ Dregið í UEFA-bikarnum: Bremen og AC Milan mætast UEFA-BIKARINN 32-liða úrslit PSG-Wolfsburg FC Kaupmannahöfn-Man. City NEC-Hamburg Sampdoria-Metalist Braga-Standard Liege Aston Villa-CSKA Moskva Lech-Udinese Olympiakos-St. Etienne Fiorentina-Ajax AaB-Deportivo la Coruna Werder Bremen-AC Milan Bordeaux-Galatasaray Dynamo Kiev-Valencia Zenit St. Pétursborg-Stuttgart Marseille-Twente Shakhtar Donetsk-Tottenham FÓTBOLTI Markvörðurinn Petr Cech segir leikmenn Chelsea hungraða sem aldrei fyrr að vinna ensku úrvalsdeildina aftur eftir tveggja ára bið og enn fremur Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögu félagsins. „Enska úrvalsdeildin og Meistaradeildin eru erfiðar keppnir en auðvitað setjum við stefnuna á að vinna á báðum vígsstöðum. Það er erfitt að segja til um hvernig þetta fer en við höfum unnið ensku úrvalsdeildina áður og höfum náð í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þannig að ég tel að við búum yfir reynslunni sem þarf til þess að vinna báðar keppnirnar,“ segir Cech í viðtali við Sky Sports. - óþ Petr Cech, Chelsea: Metnaður til að vinna tvöfalt CECH Telur Chelsea hafa burði til þess að vinna tvöfalt. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Augu Íslendinga verða örugg- lega á sænsku kvennadeildinni í fót- bolta í sumar þar sem átta íslenskar stelpur mun vera í sviðsljósinu. Sví- arnir eru búnir að setja saman leikja- dagskrána á tímabilinu sem hefst 1. apríl og lýkur heilum sjö mánuðum síðar. Deildin fer reyndar í tveggja mánaða frí frá 26. júlí til 26. september vegna Evrópu- mótsins í Finnlandi. Öll Íslendingaliðin eru á útivelli í 1. umferðinni og ekkert þeirra mætast. Fyrsti Íslendinga- slagurinn af 20 í sænsku úrvalsdeild- inni í kvennafótbolta fer fram 13. apríl þegar Kristianstad tekur á móti Djurgården. Leik- urinn er í þriðju umferð en aðeins einn Íslendinga- slagur er á dag- skrá í fyrstu fjórum umferðunum. Elísabet Gunnarsdóttir mun mæta þremur fyrr- um læridætrum sínum í fyrstu sex umferðunum. Hún mætir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og félög- um í Djurgården í 3. umferð, Dóru Stefánsdótt- ur og félögum í LdB FC Malmö í 5. umferð og svo Margréti Láru Viðarsdóttur og félögum í Lin- köping í 6. umferð. Mest verður um að vera í 6. og 7. umferð sem fram fara 10. og 17. maí en tveir Íslendingaslag- ir verða í hvorri umferð. Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir verða síðastar af Íslendingun- um til þess að mæta löndum sínum en fyrsti Íslendinga- slagurinn hjá Öre- bro er ekki fyrr en í 7. umferð þegar liðið sækir Kristi- anstad heim 17. maí. Sá leikur verður hins vegar fjórði Íslendinga- slagurinn sem Elísa- bet Gunnarsdóttir og hennar stelpur spila á tímabilinu, þar af sá þriðji á heimavelli. - óój Sænska kvennadeildin í fótbolta hefst 1. apríl og lýkur sjö mánuðum seinna: Fyrsti Íslendingaslagurinn er ekki fyrr en í þriðju umferð MÆTAST FYRST Elísabet Gunnarsdóttir mætir Guðbjörgu Gunnarsdóttur í fyrsta Íslendingaslagn- um. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Hafnfirska undrabarn- ið Aron Pálmarsson mun skrifa undir samning við Þýskalands- meistara Kiel í dag samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Aron hefur dvalið í Kiel síðustu daga ásamt fjölskyldu sinni, sá Kiel pakka Göppingen saman í bikarnum og mun svo fylgjast með stórleik Kiel og Flensburg í dag. Aron mun skrifa undir fjögurra ára samning við þýska stórliðið. - hbg Aron Pálmarsson: Skrifar undir hjá Kiel í dag Útsölustaðir: Fjarðarkaup, Hafnarfirði og Hagkaups verslanir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.