Tíminn - 31.12.1982, Page 8
8
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli
Magnusson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eiríkur St.
Eiríksson, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Sigurður Helgason (iþróttir), Jónas
Guðmundsson, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón
Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi
Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn,
skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sfmi: 86300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392.
Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 150.00.
Setning: Tæknidelld Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
Áræði og úthald
■ Bandaríska vikublaðið „Time“ birti fyrir nokkru
Efnahagsbandalagi Evrópu og gat jafnframt um ástand
og horfur í Vestur-Evrópu yfirleitt.
Samkvæmt þessu yfirliti „Time“, hefur verðbólgan.
í Vestur-Evrópu verið til jafnaðar um 8.6% meiri í
árslokin nú en hún var í lok síðasta ^rs (1981).
Þessi tala gefur til kynna, að verðbólguvandinn hér
er mörgum sinnum meiri en í öðrum löndum Evrópu,
þótt hann sé að vísu misjafn þar eftir löndum og
framangreind tala sé aðeins meðaltal.
Reyndar er þetta ekki nýtt, því að á tímum
viðreisnarstjórnarinnar svonefndu varð verðbólgan
oftast þrisvar til fjórum sinnum meira hér en í öðrum
löndum Vestur-Evrópu.
Sá samanburður breytir ekki því, að verðbólgan hér
er mikið vandamál, sem taka þarf fastari tökum en
gert hefur verið um skeið.
Af framangreindri tölu mætti draga þá ályktun, að
efnahagsástandið væri mörgum sinnum betra annars
staðar í Vestur-Evrópu en hér. Þetta er þó ekki
staðreyndin. í „Time“ birtist önnur tala, sem er ekki
minna athyglisverð.
Þessi tala sýnir, að nú um áramótin eru þrettán
menn af hverju hundraði vinnufærra manna atvinnu-
lausir í Vestur-Evrópu. Flestir þeirra njóta atvinnu-
leysisstyrkja. Þetta kostar hið opinbera gífurlegt fé.
Það er þó ekki þyngsti bagginn. Miklu þyngri baggi
er hið margvíslega böl, sem er fylgifiskur atvinnu-
leysisins.
í þessum efnum stendur ísland mörgum sinnum
betur. Hér er ekkert atvinnuleysi. Fegar það er tekið
með í reikninginn, verður efnahagsvandinn, annars
staðar í Vestur-Evrópu sízt minni en hér.
Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd, að
verðbólgan hér er á góðum vegi að sliga svo
atvinnuvegina, að mikill samdráttur þeirra er fram-
undan, ef fylgifiskur hans verður atvinnuleysi. Hér
getur fljótlega orðið mikið atvinnuleysi, ef ekki er
tekið fljótlega og sterklega í taumana.
En er hægt að ráða við verðbólguna? Hefur það
ekki hingað til mistekizt öllum íslenzkum ríkisstjórn-
um? Því miður verður að i játa það.
Einstök dæmi sýna þó, að þetta er hægt, ef ekki
skortir áræði og úthald. Niðurfærslan, sem ráðizt var í
um næst síðustu áramót, gaf góða raun. Hefði þannig
verið haldið áfram í áföngum, væri efnahagsástandið
nú annað og betra. En samstarfsaðila Framsóknar-
flokksins brast úthald. Því er eins ástatt í dag og raun
ber vitni.
Það er hægt að ráða við verðbólguvandann. En það
verður ekki gert í einu stóru stökki - eða leiftursókn.
Það verður ekki gert, án atvinnuleysis, nema í
áföngum. Vandinn við þá leið, er hins vegar sá, að
hann útheimtir festu og umfram allt úthald og
þrautseigju. Megi nýja árið færa þjóðinni áræði og
úthald til að glíma við verðbólguna með æskilegum
árangri.
Þ.Þ.
eftirminnilegustu atburðir lidins árs
■ Séra DaUa Þórðardóttir
„Skemmtilegt að koma
heim full af hugmyndum“
- Segir sr. Dalla Þóröardóttir
■ „Ferð mín til Þýskalands á vegum
kirkjunnar, sem fulltrúi Íslands er mér
einna efst í huga. Það var verið að
undirbúa heimsfund Alkirkjuráðsins
sem haldinn verður í Kanada á næsta
ári“, sagði sr. Dalla Þórðardóttir sóknar-
prestur á Bíldudal. „Við fengum m.a.
að ferðast um og skoða kirkjulíf í
Þýskalandi. Það er alltaf gott að sjá
hvernig aðrir fara að og auðvitað mjög
skemmtilegt að koma heim full af
hugmyndum. Þetta stappar í mann
stálinu að reyna að hrinda einhverju
nýju í framkvæmd hér heima í sókn-
inni“, sagði Dalla. Hún var þegar
byrjuð. Eftir heimkomuna fór hún að
efna til bænastunda í kirkjunni og
biblíulestra.
„Nýja árið? - Fyrst og fremst er
maður bjartsýnn á nýtt ár, eins og á lífið
sjálft. Nýtt ár gefur ótæmandi möguleika
á að reyna eitthvað nýtt eða betrumbæta
annað sem maður veit af reynslunni að
hægt er að gera betur. Og svo er það svo
skemmtilegt að vita ekki að hverju
maður gengur - það kryddar tilveruna. “
- HEI
„Sýndi hverju lítil þjóð
fær til leiðar komið“
- Segir Friöjón Guðröðarson,
sýslumaður
■ „Heimavettvangurinn vill löngum
verða næst manni. Á þessu ári lukum
við t.d. við að stækka Elli- og hjúkrunar-
heimili sýslunnar, svo að þar rúmast nú
40 vistmenn í stað 25 áður“, sagði
Friðjón Guðröðarson sýslumaður á
Höfn spurður markverðra og minnis-
stæðraatburðaáárinu 1981 íhanshuga.
„Þá var mjög ánægjulegt fyrir okkur
Skaftfellinga að fá í fyrsta skipti að taka
á móti forseta íslands ásamt Ingiríði
ekkjudrottningu af Danaveldi er var í
fylgd með henni. M.a. var þetta ánægju-
legt vegna þess að gestir þessir nutu
greinilega þess sem þeir heyrðu og sáu
auk þess að vera afskaplega þægilegar
manneskjur sem sameina látleysi og
virðuleika þannig að allt verður óþving-
að í návist þeirra. Með framkomu sinni
á erlendri grund hefur forseti vor að
mínu mati verið mikill og góður „good-
will ambassador“.
Undirritun Hafréttarsáttmálans þótti
■ Kjartan Jóhannsson, formaður Al-
þýðuflokksins
þegar hópur sem ég var í, fann fyrir
tilviljun sex hollenskar stúlkur sem höfðu
verið skildar eftir í reiðileysi og bjargar-
leysi í fjallaskúr á öræfum Islands, eftir
miklar hrakningar. Ég lít til þess með
gleði, hversu ánægðar þær urðu á
endanum, þegar tókst að greiða úr
þeirra málum. í öðru lagi er mér
minnisstætt hve setning seinasta fokks-
þings Alþýðuflokksins var glæsileg og í
þriðja lagi viðræður sem ég lenti í við
Arbatov, einn af sérfræðingum Sovét-
ríkjanna í utanríkismálum og snérust
upp í kappræður, en þessi maður er
reyndar talinn mjög handgenginn And-
ropov, sem nú er kominn til æðstu valda
í Sovétríkjunum, „sagði Kjartan Jó-
hannsson, formaður Alþýðuflokksins.
Jafnframt sagði Kjartan: „Annars er
mér efst í huga það stjórmálalega
öngþveiti og þær stjórnaraðgerðir sem
hér hefur verið beitt í efnahagsmálum
mörg undanfarin ár, og hafa náð
hámarki á þessu ári, séu nú gjörsamlega
komnar í þrot. Mér finnst líka að á árinu
hafi sannast hversu miklu betur við
stæðum nú, ef að stefnumörkun Alþýðu-
flokksins hefði verið fylgt.
- AB
Dr. Gunnar Thoroddsen,
forsætrisráðherra.
„Verulegur brestur í
þorsk- og loðnuveiðum“
„Það voru alvarlegustu tíðindin fyrir
íslendinga í ár, þegar ljóst varð að ofan
á heimskreppuna, sem kemur þungt
niður á þjóðinni, bætist verulegur brest-
ur í þorsk- og loðnuveiðum," sagði dr.
Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra,
þegar hann var að því spurður hvað
honum væri efst í huga á þessu ári sem
nú er að líða.
- AB
Leifur Breiðfjörð
myndlistarmaður:
Ég hef haft næg verkefni
að vinna að
Ég hef fengið ýmis skemmtileg verk-
efni að vinna að á þessu ári, sagði Leifur
Breiðfjörð myndlistarmaður, en hann
fæst einkum við glerlist og glugga-
skreytingar,-núna sunnudaginn annan
janúar verður vígður eftir mig 30
fermetra gluggi sem ég hef verið að
vinna að fyrir Fossvogskapellu, sömu-
■ Ingi Tryggvason, formaður Stéttar-
sambands bænda
■ Friðjón Guðröðarson, sýslumaður
mér líka mjög merkilegur atburður,
ekki síst þar sem við íslendingar höfðum
mótandi áhrif á gerð hans, undir
skeleggri forystu Hans G. Andersen.
Sýndi það hverju lítil þjóð fær til leiðar
komið hafi hún hæfa menn í sinni
þjónustu", sagði Friðjón.
Á nýja árinu óttast Friðjón kreppu-
tíma. Samdrátt t.d. í verklegum fram-
kvæmdum hins opinbera, og jafnvel
almennan, og atvinnuleysisvofuna í
dyragættinni. „Ný ríkisstjórn þyrfti að
vera þannig saman sett að hún verði fær
um að stjórna þjóðinni með styrkri
hendi - hún vill það. Við Islendingar
þurfum líka að hverfa frá þessari bruðl-
og eyðslustefnu sem hér hefur ríkt á
öllum sviðum þjóðlífsins - bæði hjá ríki,
sveitarfélögum og heimilum. Skera þarf
niður ýmsan óþarfa og lúxus og lifa sem
mest af því sem landið,, gefur, þ.e. að
búa að sínu“, sagði Friðjón.
- HEI
Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins:
„Sigur Sjálfstæðisflokksins
í sveitarstjórnarkosning-
unu“
■ „Auðvitað er mér efst í huga, á
þessu ári sem nú er að líða, sú þróun í
stjómmálunum, sem kom fram í sveit-
arstjórnarkosningunum, þegar
Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn sigur
og endurheimti meirihluta sinn í borg-
arstjórn Reykjavíkur að nýju,“ sagði
Geir Hallgrímsson.
Hann sagði jafnframt: “{tengslum við
þá þróun, eftir upplausnarstjórn margra
flokka í vinstrimeirihluta í Reykjavík,
hefur komið staðfesta og stjómmálaleg
forystu, hins nýja borgarstjómarmeiri-
hluta. Þá er það og ofarlega í huga, á
næsta ári, þegar gengið verður til
alþingiskosninga, að samskonar breyting
eigi sér stað - að í stað vinstri stjórnar,
sem hefur létt okkur í ógöngur, komi
traust stjórn, sem beri gæfu til að leiða
okkur út úr þeim ógöngum."
- AB
Kjartan Jóhannsson, formaður
Alþýðuflokksins:
„Stjórnmálalegt
öngþveiti“
„Mér sýnist að þrír atburðir séu mér
minnisstæðastir frá árinu. f fyrsta lagi
■ Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins
■ Gunnar Thoroddsen. forsætisráð-
herra