Fréttablaðið - 07.02.2009, Side 1

Fréttablaðið - 07.02.2009, Side 1
HELGARÚTGÁFA Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI7. febrúar 2009 — 34. tölublað — 9. árgangur Bankarnir féllu, hvað fellur á okkur? FRÉTTASKÝRING 26 TÓNLIST 22 YFIRHEYRSLA 44 TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG H ugmynd almennings nú á dögum um fyrirbærið Flóka er bundin við verk hans, penna og kolateikningar sem eru víða til á íslenskum heimilum. Sú ímynd sem hann skóp af sjálfum sér í blaðaviðtölum og opinberri framgöngu er enn í minnum höfð: orð- snjall, fyndinn, sjálfhælinn og einstakur var hann í ímyndarsköpun sinni á opin- berum vettvangi. Í persónulegri við- kynningu var allt þetta líka en þar fór einstaklega ljúfur drengur, tryggur vinum sínum, sjálfstæður maður með djúpa þekkingu á menningu álfunnar með rætur aftur í borgir Evrópu sem mátti ekkert aumt sjá og vildi öllum vel. Gæska hans var á skjön við þann dulda heim grimmdar, losta og lystisemda sem hann átti svo auðvelt með að skissa upp í formfastri byggingu flatarins sem var akurinn sem hann pældi ár og síð með hvíldarárum á sumum skikanna. Borgarselskapurinn sem Flóki var sprottinn úr var eftirstríðsárafyrir- bæri, sama menningardeildin og Jökull Jakobsson dró upp á sviðið og vann úr: stórisar, útsaumaðir púðar, þröngsýni í flestum efnum með tilheyrandi bæl- ingu og brotum. Flóki elskaði að storka þessari settlegu veröld, sat á ystu nöf og hló dátt, hátt og í hljóði eftir því sem færi gafst: gat það verið að þessi pass- íuklippti snyrtipinni byggi með tveim- ur konum og nyti Þeirra beggja – jafn- vel í senn? Magabeltakynslóðin hryllti sig undir gullrömmuðum landslagsmál- verkunum og lagði Moggann sinn frá sér með höfuðið fullt af ósiðlegum lostarík- um órum þegar hann bjó þá skyndimynd til. Þá mynd dró Flóki upp í hugum betra selskapsins í henni Reykjavík skömmu eftir 1960 og hló að dáralega. Hláturinn var enda hans helsta lífs- magn. Fáir menn voru skemmtilegri en hann og því var hann vinamargur, svo ólíkur sem sá söfnuður var sem sótti [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] menning febrúar 2009 DAGUR Í LÍFI RASSHÁRS Dr. Gunni fór að sjá Sannleika Péturs Jóhanns Bls. 6 Framhald á bls. 2 Elsku DRENGURINN MINN Án titils, blek á pappír,1987. Á fi mmtudagskvöld opnaði Listasafn Reykjavíkur stóra sýningu í Hafnarhús- inu sem gefur yfi rlit yfi r feril Alfreðs Flóka myndlistarmanns. Sýningarstjóri er Sjón sem á unglingsárum settist við fótskör meistarans og endurgeldur nú gamla skuld en Flóki var forgöngumað- ur um súrrealisma og mystík í íslenskri myndlist. MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Sjálfsmynd, rauðkrít , 1958. VELKOMIN HEIM Sýning Íslenska dans- flokksins er rokkkonsert með gógódönsurum Bls. 4 heimili&hönnun LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Vildi fylgjast með Chaplin að störfum Ragnheiður Axel og Úrsúla Örk búa til Bento-box í skólann NESTI SEM FÆR BÖRN TIL AÐ BROSA Gogoyoko fer brátt í loftið Mín Borg ferðablað Icelandair fylgir með Fréttablaðinu í dag. GEYMIÐ BLAÐIÐ HEILSA 42 MIKIL VIÐBRÖGÐ VIÐ PISTLUM VIÐTAL 28 Opið 10–18 Götumarkaður EFNAHAGSMÁL Lagt er til að „eitr- aðar eignir“ nýju bankanna verði færðar undir sérstakt eigna- umsýslufélag. Þetta kemur fram í skýrslu Mats Josefsson, sænsks bankasérfræðings sem forsætis- ráðuneytið kallaði til verka í desember. Verið er að leggja loka- hönd á skýrsluna. Samkvæmt heimildum blaðsins er horft til þess að styrkja stöðu nýju bankanna með því að færa undan þeim eignir sem óvissa er um heimtur á. Yfir í eignaumsýslu- félagið verði svo jafnframt færð langtímalán úr bönkunum, sem „eitruðu eignirnar“ eru líklegar til að standa undir afborgunum af. Með þessu fengist meiri stöðug- leiki í rekstur nýju bankanna sem á einu bretti myndu losna við mörg erfið mál og gætu einbeitt sér að grunnstarfsemi hér heima, útlána- þjónustu til almennings og fyrir- tækja. Þá væri unninn tími til að bjarga verðmætum og selja eitr- uðu eignirnar þegar aðstæður til þess eru hagfelldari á mörkuðum. Mat sérfræðinga er að nokkuð mörg fyrirtæki hér gætu fallið í þennan flokk „eitraðra eigna“. Það gæti til dæmis átt við um helstu fjárfestingafélög, fyrirtæki í bygg- ingariðnaði, sem og fyrirtæki í innflutningi bifreiða. Leið þessi er frábrugðin svo- nefndri „bad bank“-leið sem stjórn- völd í Bandaríkjunum og Bretlandi hugleiða í því að þar eru „eitruðu eignirnar“ keyptar út úr bönk- um með peningagreiðslu. Þá er sá munur á að hér hafa bankarnir þegar verið teknir yfir og því ekki verið að kaupa eignir út úr einka- fyrirtækjum. Þá er talið líklegt að í tillögum sænska sérfræðingsins sé mælst til þess að ríkið stofni eignarhalds- félag til að fara með eign þess í nýju ríkisbönkunum, setja þeim stefnu og annast sölu þeirra þegar aðstæður hafa batnað á mörkuð- um, en það væri í samræmi við svokallaða „sænska leið“ við upp- byggingu á bankakerfi eftir hrun. Mats Josefsson starfaði síðustu 13 ár hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um, áður var hann hjá sænska fjármálaeftirlitinu og þar á undan í sænska seðlabankanum. - óká Vandræðafyrirtæki fari í sérstakt félag Unnið er að lokafrágangi skýrslu Mats Josefsson, sænska bankasérfræðingsins sem í desemberbyrjun var ráðinn til að vinna að uppbyggingu bankakerfisins. FERÐIR Dagsferð með óvæntum ferðafélögum virðist heilbrigð leið til að finna betri helminginn. „Gönguferðir eru tilvalinn vettvangur til að kynnast nýju fólki, en hátt í helmingur ferða- langa koma einir. Við höfum því oft séð upphaf fallegrar vináttu, ekki síður en ástarsambönd sem kvikna,“ segir Bjarney Sigurjóns- dóttir hjá Útivist, aðspurð um algengi Amorsörva milli ferða- langa félagsins. Í dagslöngum gönguferðum fái fólk með sam- eiginlegan áhuga á útivist nægan tíma til að kynnast. Þá njóti rað- göngur vinsælda, þar sem fólk fer í fleiri en eina ferð með sama hópi, sem skapar enn betra færi á myndun vináttu og ástar. - þlg / sjá allt Á faraldsfæti með Útivist: Ást á fjöllum STJÓRNMÁL Skerpa þarf á skipt- ingu valds milli stjórnarstofnana þannig að þær veiti gagnkvæmt aðhald, að mati Sigurðar Líndal lagaprófessors. Sigurður segir að and- stætt því sem stefnt var að hafi fram- kvæmdavaldið vaxið löggjafar- valdinu yfir höfuð. Ráð- herravald- ið seilist einnig til áhrifa innan dómsvaldsins. Þá spyr Sigurður hvort sú valdasamþjöppun sem orðið hefur á ráðherravaldinu hafi hamlað eðlilegri markaðsstjórn og átt nokkurn þátt í efnahags- hruninu. - bs/ sjá síðu 18 Sigurður Líndal lagaprófessor: Skerpa þarf á skiptingu valds SIGURÐUR LÍNDAL PRÓFESSOR DULARFULLA KÁPUHVARFIÐ Uppi varð fótur og fit þegar yfirhöfn dómsmálaráðherra hvarf að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráð- herrabústaðnum í gær. Starfsmenn ríkislögreglustjóra brugðu hart við og í ljós kom að Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hafði numið kápu Rögnu Árndóttur á brott með sér í misgripum. Sjá síðu 62 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.