Fréttablaðið - 07.02.2009, Síða 4
4 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
ALÞINGI Án þess að vera nefndur á
nafn var Davíð Oddsson oft mið-
punktur þingumræðna um frum-
varp ríkisstjórnarinnar um breyt-
ingar á lögum um Seðlabankann í
gær. Sjálfstæðismenn eru sann-
færðir um að málið sé aðeins fram
komið til að losna við Davíð úr
bankanum og tjáðu þeir þá skoð-
un sína ýmist undir rós eða án vífi-
lengja.
Stjórnarliðar, og þá einkum þing-
menn Samfylkingarinnar, sögðu á
hinn bóginn svo ekki vera; málið
snúist ekki um einstaka persónur
heldur endurreisn trausts Seðla-
bankans og um leið íslensks efna-
hagskerfis.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra mælti fyrir frumvarpinu
sem í stuttu máli snýst um að einn
bankastjóri sé við Seðlabankann
og við hann starfi sérstakt pen-
ingastefnuráð er fari með vaxta-
ákvarðanir og fleiri helstu stjórn-
tæki bankans. Sagði hún að traust
á íslensku peningamálakerfi hefði
beðið hnekki og að gífurlegir hags-
munir væru fólgnir í að endur-
vekja það.
Birgir Ármannsson fór fyrir
sjálfstæðismönnum í umræðunni
og gerði margvíslegar athuga-
semdir. Hann sagði augljóst að
vinnubrögð við frumvarpssmíðina
hefðu ekki verið fagleg og kallaði
eftir upplýsingum um hvaða sér-
fræðinga ríkisstjórnin hefði kall-
að til sér til aðstoðar. Svör stjórn-
arliða við þessum gagnrýnisorðum
voru einfaldlega þau að frumvarp-
ið væri faglegt og að leitað hefði
verið til færustu sérfræðinga.
Birgir og samflokksmenn hans
furðuðu sig á að meðal hæfisskil-
yrða seðlabankastjóra væri meist-
arapróf í hagfræði og bentu á að
margvísleg önnur menntun gagn-
aðist í starfið. Þeir undruðust að
ekkert væri minnst á peninga-
málastefnu bankans og bentu líka
á að við fyrri breytingar á lögum
um Seðlabanka hefði víðtæks pól-
itísks samráðs verið leitað. Slíku
væri ekki að heilsa nú.
Samfylkingarmenn vörðu frum-
varpið en viðurkenndu um leið að
um það þyrfti að fjalla vel og ítar-
lega í meðförum nefndar.
Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðis-
flokki, marglýsti hneykslan sinni
á bréfi því sem forsætisráðherra
sendi seðlabankastjórunum fyrr
í vikunni þar sem hún tjáði þeim
að lagabreyting væri í farvatn-
inu og bað þá um að víkja. Innti
hann flesta ræðumenn álits á slík-
um vinnubrögðum sem hann taldi
forkastanleg. Stjórnarliðar voru
á einu máli um að bréfasendingin
hefði verið eðlileg.
bjorn@frettabladid.is
Segja marga ágalla á
seðlabankafrumvarpi
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tættu í sig frumvarp um ný lög um Seðlabank-
ann í þinginu í gær. Auk þess að telja á því margvíslega ágalla segja þeir það
lagt fram til höfuðs Davíð Oddssyni. Stjórnarflokkarnir segja málið faglegt.
ÉG ÉG Þingmenn Samfylkingarinnar kepptust við að láta setja sig á mælendaskrá í þinginu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ALÞINGI Sturla Böðvarsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, lagði
í vikunni fram tvær fyrirspurnir
til iðnaðarráðherra; annars vegar
um afhendingaröryggi raforku og
virkjun vatnsfalla á Vestfjörðum
og hins vegar um virkjun sjávar-
falla.
Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár
sem Sturla leggur fram fyrir-
spurn í þinginu. Hann var ráð-
herra frá 1999-2007 og þingfor-
seti frá 2007. Ekki er vaninn að
ráðherrar og þingforsetar leggi
fram fyrirspurnir. - bþs
Sturla Böðvarsson:
Spyr í fyrsta
sinn í tólf ár
MENNTUN Dagur leikskólans var
haldinn hátíðlegur í gær. Af því
tilefni buðu margir leikskólar
foreldrum, systkinum, öfum og
ömmum í kaffi, auk þess sem
víða var boðið upp á ýmiss konar
dagskrá.
Dagur leikskólans er sam-
starfsverkefni Félags leikskóla-
kennara, menntamálaráðuneytis,
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga og Heimilis og skóla, en leik-
skólakennarar stofnuðu fyrstu
samtök sín 6. febrúar árið 1950.
Markmið dagsins er að beina
sjónum að leikskólanum og því
gróskumikla og mikilvæga starfi
sem þar fer fram, hvetja til auk-
innar umræðu um leikskólastarf
og gera það sýnilegra. - kg
Haldið upp á dag leikskólans:
Foreldrum boð-
ið í heimsókn
VANDAMENN Foreldrum var boðið upp
á bollur sem börnin bökuðu, kaffi og
kakó í tilefni dags leikskólans.
VIÐSKIPTI Breskur dómstóll
féllst í gær á kröfu skilanefnd-
ar Landsbankans um greiðslu-
stöðvun BG Holding, dóttur-
félags Baugs, og hafa tveir
fulltrúar end-
urskoðunar-
fyrirtækisins
Pricewater-
houseCoopers
verið skipaðir
tilsjónarmenn
með eignum
Baugs ytra.
Þá ákvað
Héraðsdómur
Reykjavíkur
að fresta því fram á þriðjudag
að taka ákvörðun um greiðslu-
stöðvun Baugs hér.
Ekki náðist í hlutaðeigandi
þegar eftir því var leitað í gær.
Gunnar Sigurðsson, forstjóri
Baugs, sagði í tilkynningu
ákvörðun skilanefndar von-
brigði. Baugur muni ekki and-
mæla kröfu bankans en vinna
með skilanefndinni og veita fyr-
irtækjunum stuðning sinn. - jab
Baugsmenn vonsviknir:
Andmæla ekki
kröfu bankans
GUNNAR
SIGURÐSSON
UMHVERFISMÁL „Það er ekki æski-
legt að vera í útvist lengi nálægt
virkjununum á slæmum dögum
og ég myndi ekki fara með krakk-
ana mína mjög nálægt,“ segir Þor-
steinn Jóhannsson, sérfræðingur
hjá Umhverfisstofnun.
Hann var spurður um mengun
frá virkjununum á Hellisheiði, en
hún hefur aldrei mælst meiri en
á mánudaginn. Þá mældist sólar-
hringsmeðaltal brennisteinsvetn-
is 150 míkrógrömm á rúmmetra í
Kópavogi.
Þorsteinn mælir ekki með því að
fólk komi nær en í um hálfs til eins
kílómeters radíus frá virkjununum,
nema í stuttar heimsóknir. Asmi og
öndunarsjúkdómar geti versnað við
það og sviði komið í augu. Einnig
geti mengunin valdið höfuðverk og
ógleði: „En ég held að menn geti
alveg keyrt rólegir þjóðveginn.“
Mengunin finnst þó ekki í mikl-
um mæli vindmegin, eða þegar
blæs og rignir.
Orkuveita Reykjavíkur vinnur að
því að að hreinsa vetnið úr útblæstr-
inum. Verður því veitt aftur niður
í jarðhitageyminn, þaðan sem það
kom upphaflega. - kóþ
Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mengunina aldrei hafa verið meiri:
Varað við útivist á Hellisheiði
VIRKJANAMENGUN Í STILLU
Hellisheiðarvirkjun hefur stækkað hægt
og bítandi og mun unnið að hreinsun
útblástursins. Framtíðarvirkjanir eiga að
geta hreinsað útblásturinn að fullu.
M
YN
D
/U
M
H
VE
R
FI
SS
TO
FN
U
N
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
12°
5°
5°
5°
3°
4°
6°
7°
3°
3°
20°
3°
7°
20°
-1°
3°
14°
1°
-3
-4
-6
-5
-5
0
-4
2
0
0
Á MORGUN
5-13 m/s, stífastur sunnan
til.
-9
MÁNUDAGUR
3-8 m/s.
3
3
2
3
1
1
4
13
8
7
5
-3
-7
-6
-40
-4 -8
-6
-5
-4
DREGUR ÚR FROSTI
Í dag og á morgun
dregur heldur úr frosti
á landinu, einkum
þó sunnan og vestan
til. Ástæðan er sú að
lægð er suðvestur af
landinu sem ýtir upp
að landinu heldur
mildara lofti. Þetta
þýðir þó ekki að
almennt verði frost-
laust, því allar horfur
eru á að hlýja loftið
nái óverulega inn á
landið. Helst er að sjá
plústölur á annesjum
sunnan og vestan til.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
BRETLAND, AP Daniel Bennett,
háskólanemi í Leeds á Englandi,
tekur ekki gilda afsökunarbeiðni
háskólans fyrir að 35 kílóa poki
með eðlusaur hafi lenti í ruslinu.
Bennett ætlar með málið fyrir
dómstóla. Eðlusaurnum hafði
hann safnað vandlega á Filipps-
eyjum um sjö ára skeið meðan
hann stundaði rannsóknir á sjald-
gæfri eðlutegund.
Saurinn hugðist hann rannsaka
nánar og yrðu niðurstöðurnar
partur af doktorsritgerð.
Ræstitæknir við Háskólann
áttaði sig ekki á verðmæti pokans
og fleygði honum í ruslið.
- gb
Háskóli biðst afsökunar:
Nema sárnaði
hvarf eðlusaurs
ÁSTRALÍA, AP Japanskt hvalveiði-
skip lenti í árekstri við skip
hvalverndarmanna á vegum Sea
Shephard-samtakanna í Suður-
skautshöfum.
Paul Watson stjórnaði skipi
hvalverndarmanna og segist
hafa verið að elta japanskt hval-
veiðiskip, sem var með hval í
eftirdragi, þegar annað skip
sigldi í veg fyrir þá, þannig að
árekstur varð.
Japönsk stjórnvöld segja
hins vegar að skip hvalverndar-
manna hafi vísvitandi siglt á
hvalveiðiskipið.
- gb
Mótmæli gegn hvalveiðum:
Árekstur við
hvalveiðiskip
GENGIÐ 06.02.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
181,1448
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,79 114,33
166,99 167,81
145,53 146,35
19,526 19,64
16,63 16,728
13,798 13,878
1,2452 1,2524
169,5 170,52
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR