Fréttablaðið - 07.02.2009, Page 6

Fréttablaðið - 07.02.2009, Page 6
6 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Samkoma á hverju sunnudagskvöldi kl. 20:00 hjá KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Allir hjartanlega velkomnir. Náms- og starfsráðgjafi Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra óskar að ráða til sín náms- og starfsráðgjafa. Við- komandi þarf að geta hafi ð störf sem fyrst. Starfsstöð viðkomandi er á Sauðárkróki. Meðal verkefna: • Umsjón með fjarnámi háskólanema • Náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum á Norðurlandi vestra • Mat á raunfærni • Ráðgjöf og þjálfun • Ýmis önnur verkefni Menntunar og hæfniskröfur: • Menntun á sviði náms- og starfsráðgjafar er skilyrði • Þekking og reynsla af atvinnulífi nu á Norðurlandi vestra er kostur • Metnaður, áhugi og sjálfstæði í vinnubrögðum • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum • Gott vald á Íslensku í ræðu og riti Upplýsingar gefur Jóhann Ingólfsson í síma 455 6011 og á johann@farskolinn.is Skagafjörður er spennandi valkostur Nálægð við náttúru, góðir skólar á öllum skólastigum, ein ódýrasta hitaveita á landinu, fjölbreytt þjónusta, öfl ugt íþróttalíf, mikil veðursæld og kröftugt menningarlíf er meðal þess sem gerir Skagafjörð að fýsilegum búsetu- kosti, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Íbúar í Sveitarfélaginu Skagafi rði eru um 4200, þar af um 2600 á Sauðárkróki. Sauðárkrókur er einn öfl ugasti byggða- kjarni landsbyggðarinnar þar sem saman feröfl ug útgerð, úrvinnsla afurða af stóru landbúnaðarsvæði og þjónusta sem jafnast á við það besta sem býðst á landsbyggðinni. Það er alltaf pláss fyrir fl eira gott fólk í Skagafi rði! BANDARÍKIN, AP Barack Obama var í gær staddur meðal aðstandenda fórnarlamba hryðjuverkanna frá 11. september 2001 og hermann- anna sautján, sem féllu í árás á bandaríska tundurspillinn USS Cole í Jemen árið 2000, þegar Susan J. Crawford, yfirdómari hjá Bandaríkjaher, hafði tilkynnt að allar ákærur hafi verið felld- ar niður í síðustu réttarhöldunum í fangabúðunum við Guantanamo á Kúbu. Ákærurnar í þessu síðasta máli voru á hendur Abd al-Rahm al-Nas- hri, sem grunaður er um tengsl við hryðjuverkasamtökin Al Kaída og aðild að sprengjuárás á USS Cole sem lá í höfn í Jemen árið 2000. Öllum réttarhöldum yfir föng- um, sem setið hafa allt að átta ár án dóms og laga í búðunum umdeildu, hafði verið frestað um óákveðinn tíma, nema réttarhöld- unum yfir al-Nashri, sem áttu að halda áfram í næstu viku. Aðstandendur fórnarlamba hryðjuverkanna eru margir hverj- ir afar ósáttir við ákvörðun nýs Bandaríkjaforseta um að búðunum verði lokað innan árs. Alger óvissa ríkir nú um örlög fanganna, sem eru nærri 250 talsins. „Við höfum nú þegar beðið í átta ár,“ segir Kirk S. Lippold, sem var yfirmaður á USS Cole þegar árás- in var gerð árið 2000. „Við verðum að leyfa ferlinu fyrir dómnefndum hersins að hafa sinn gang.“ Geoff Morrell, talsmaður banda- ríska varnarmálaráðuneytisins, segir mögulegt að leggja fram nýjar ákærur á hendur al-Nashri síðar meir og hann verði áfram í fangelsi. Alls hafa um 800 manns verið vistaðir í búðunum á Kúbu, en flestir hafa þeir verið látnir lausir eftir að hafa setið þar árum saman án dóms og laga. Búist er við því að flestir þeirra sem enn eru þar verði látnir lausir, en nokkrir tugir verði fluttir í fangelsi í Bandaríkj- unum þar sem réttað verði yfir þeim með einhverjum hætti. Óvíst er þó hvort hægt verði að sanna á þá neina glæpi, jafnvel þótt þeir hafi játað ýmislegt á sig við harka- legar yfirheyrslur og jafnvel pynt- ingar. Kínversk stjórnvöld ítrekuðu í gær kröfur sínar um að önnur ríki taki ekki við kínverskum föngum úr Guantanamo þegar þeir verða látnir lausir. Mannréttindasamtök segja það glapræði að senda kín- versku fangana til Kína, þar sem þeir eigi yfir höfði sér harðar mót- tökur þar og jafnvel líflát. gudsteinn@frettabladid.is Ákærur felldar nið- ur í síðasta málinu Aðstandendur fórnarlamba hryðjuverkanna 11. september eru reiðir Barack Obama vegna áforma hans um lokun Guantanamo-búðanna á Kúbu. Óvíst um örlög fanganna. Kínversk stjórnvöld vilja fá sína ríkisborgara heim. FANGI BANDARÍKJAHERS Á KÚBU Öllum réttarhöldum hefur nú verið frestað eða ákærur felldar niður og óvíst hvort nokkur verði dæmdur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÖLMIÐLAR Ný könnun á lestri Fréttablaðsins og Morgunblaðs- ins sýnir að á næstliðnum þrem- ur mánuðum jókst lestur dag- blaðanna miðað við sama tímabil fyrir ári. Könnun Capecent nær til mán- aðanna nóvember, desember og janúar. Niðurstaðan er sú að lest- ur Fréttablaðsins þessa mánuði var að meðaltali 63,7 prósent í aldurshópnum sem könnunin nær til, það er tólf til áttatíu ára. Þetta er 3,1 prósent meiri lestur en á sama tímabili fyrir ári. Lestur Morgununblaðsins frá og með nóvember og út janúar mældist að þessu sinni vera 42,7 prósent. Það er 2,4 prósenta aukn- ing frá því í fyrra. Eins og kunnugt er samein- aði Fréttablaðið nýlega laugar- dagsblað og sunndagsblað sitt í eitt helgarblað. Sé horft framhjá sunnudagsblaðinu, sem hætt er að koma út, var meðallestur Frétta- blaðsins næstliðna þrjá mánuði 64,5 prósent. Íslendingar í aldurshópnum tólf til áttatíu ára voru 1. desem- ber síðastliðinn samtals 252.631. Samkvæmt lestrarkönnuninni lásu rúmlega 159 þúsund manns úr þessum hópi Fréttablaðið á hverjum degi á síðustu þremur mánuðum. Lesendur Morgun- blaðsins á sama tíma voru hins vegar ríflega 50 þúsundum færri, eða tæplega 108 þúsund að meðal- tali. - gar Ný lestrarkönnun Capacent sýnir sterka stöðu dagblaða meðal landsmanna: Dagblaðalestur eykst milli ára FRÉTTABLAÐIÐ OG MORGUNBLAÐIÐ Ríflega 50 þúsund fleiri Íslendingar lesa nú Fréttablaðið að meðaltali heldur en Morgunblaðið. STJÓRNMÁL Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, segir það hagsmuni lands síns að eiga stöðugan nágranna í vestri og sterkan félaga meðal ríkja sem standa utan Evrópusambandsins. Vegna þessa og vegna fornra og sterkra tengsla landanna styðji Norðmenn nú við bak Íslendinga. Halvorsen er þessa dagana í heimsókn á Íslandi. Í gærkvöldi var hún gestur á tíu ára afmæli Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Áður ræddi norski fjármálaráðherrann lengi dags við íslenskan starfsbróður sinn, Steingrím J. Sigfús- son, um stöðu Íslands, hugsanlegt samstarf land- anna í gjaldmiðlamálum, samskipti Íslands og Alþjóðagjaldeyrisjóðsins og um Evrópusamband- ið. Saman héldu þau blaðamannafund síðdegis. Steingrímur sagði það ekki myndu vera ábyrgt af íslenskum stjórnvöldum að skoða ekki vel alla möguleika í gjaldmiðilsmálum landsins. Ráðherr- ann hefur nefnt hugsanlegt samstarf við Noreg í gegnum norsku krónuna. Halvorsen sagði norsk stjórnvöld nú bíða eftir því að heyra hvaða leið Íslendingar vilji reyna að fara. Ef óskir bærust til þeirra um samstarf yrði málið skoðað. Halvorsen bætti við að Norðmenn hefðu fylgst lengi með stöðunni á Íslandi enda hafi landið aug- ljóslega verið í sérstakri hættu vegna hins gríð- arlega vaxtar í bankakerfinu. Steingrímur væri alls ekki í öfundsverðu hlutverki sem fjármálaráð- herra Íslands á þessum tímum. „Það finnast engar ókeypis lausnir á þessum vanda,“ sagði Halvorsen. - gar Fjármálaráðherra Noregs bíður átekta eftir óskum Íslendinga í gjaldmiðlamálum: Norðmenn vilja stöðugan nágranna FJÁRMÁLARÁÐHERRAR ÍSLANDS OG NOREGS Svo vel fór á með Steingrími J. Sigfússyni og Kristinu Halvorsen í gær að þau mættu tuttugu mínútum of seint á eigin blaðamannafund í Þjóðmenningarhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við höfum nú þegar beð- ið í átta ár [...] Við verðum að leyfa ferlinu fyrir dómnefnd- um hersins að hafa sinn gang. KIRK S. LIPPOLD FYRRV. YFIRMAÐUR Á USS COLE Auglýsingasími – Mest lesið Finnst þér að ljúka eigi við gerð Tónlistarhússins í Reykjavík? JÁ 60,5% NEI 39,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér ný ríkisstjórn fara vel af stað? Segðu skoðun þína á Vísir.is STJÓRNMÁL Jón Magnússon ætlar ekki að gefa kost á sér á lista fyrir Frjálslynda flokkinn að nýju. Hann segir öfl innan flokksins, jafnvel starfsmenn hans, hafa barist gegn sér. Forysta flokksins hafi ekki brugðist við þessu, né tekið undir hugmyndir Jóns um uppbyggingu í flokknum, svo sem að stofna flokksfélög og halda í fundaher- ferðir. „Menn þreytast bara á þessu,“ segir Jón, sem útilokar þó ekki frekari afskipti af stjórn- málum. Formaður flokksins, Guð- jón Arnar Kristjánsson, vill ekki ræða brotthvarf Jóns, enda hafi Jón ekki tilkynnt sér um það. - kóþ Jón Magnússon þingmaður: Fer ekki fram fyrir frjálslynda KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.