Fréttablaðið - 07.02.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 07.02.2009, Síða 8
8 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR 1 Hvað heitir fjármálaráðherra Noregs, sem kom til landsins í gær? 2 Hvaða íslenska fyrirtæki hefur framleitt tölvuleik fyrir iPhone? 3 Hver er nýskipaður ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62 gullsmiðjan.is FJÖLMIÐLAR „Mér finnst harla óeðli- legt að blaðamenn, ljósmyndarar eða tökumenn séu að vinna fyrir lögregluna,“ segir Óðinn Jóns- son, fréttastjóri útvarps, um það að ljósmyndari Morgunblaðsins skul i einnig starfa sem ljós- myndari fyrir lögregluna. Ljósmyndar- inn Júlíus Sig- urjónsson hefur til margra ára starfað bæði sem ljósmyndari Morgunblaðs- ins og lögregl- unnar í Reykja- vík. Hann hefur einnig verið ljósmyndari slökkviliðs- ins og Rann- sóknarnefndar umferðarslysa. Aðrir miðl- ar hafa kvartað yfir því við lögreglu og slökkvilið að Júlíus hafi í krafti stöðu sinnar sem ljósmyndari embættanna haft annan og greiðari aðgang að starfs- vettvangi þeirra en ljósmyndarar og tökumenn annarra miðla. „Við höfum ítrekað gert athuga- semdir við þetta fyrirkomulag. Auðvitað er það óþolandi þegar lögreglan ræsir út blaðamann Morgunblaðsins á vettvang á sama tíma og hún veitir öðrum fjölmiðl- um ekki upplýsingar þegar eftir þeim er leitað. Það er til nóg af sjálfstætt starfandi ljósmyndur- um, utan fjölmiðla, sem eru til- búnir að taka að sér þessi verkefni fyrir lögregluna,“ segir Jón Kaldal ritstjóri Fréttablaðsins. Mál af þessum toga kom síðast upp í fyrrakvöld þegar lögregla rannsakaði mannslát í dúfnakofa í Hafnarfirði. Varðstjóri lögreglu lét fjölmiðla ekki vita af málinu við venjubundna eftirgrennslan þeirra, en Júlíus var á vettvangi og myndaði fyrir lögregluna og Morgunblaðið. „Þetta skekkir samkeppnisstöðu fjölmiðlanna og gengur auk þess ekki upp, hvorki faglega né sið- lega,“ segir Óðinn Jónsson. „Ég myndi aldrei leyfa mínu fólki að vinna við þetta fyrirkomulag.“ „Mér finnst það fullkomlega óeðlilegt og hreint með ólíkind- um að ljósmyndari á fjölmiðli sé að vinna fyrir lögregluna,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, frétta- stjóri Stöðvar 2 og Vísis. „Þær eru fleiri en tíu stór- fréttirnar á undanförnum mán- uðum sem þeir hafa náð í gegn- um þessi einkennilegu sambönd. Það er bara óþolandi með öllu og ólíðandi. Við höfum átt fundi með Stefáni Eiríkssyni um málið og þeir fundir hafa engu skilað,“ segir Óskar. Arna Schram, formaður Blaða- mannafélags Íslands, segist ekki hafa skoðun á því hvar fólk starf- ar samhliða blaðamennsku. Það sé hvers og eins að meta hvort trú- verðugleiki er í húfi. „En lögregl- an á auðvitað að tryggja að allir fjölmiðlar sitji við sama borð. Annað er óþolandi.“ Stefán Eiríksson lögreglustjóri staðfestir að Júlíus hafi „um ára- bil“ starfað fyrir lögregluna og þegið greiðslur fyrir. „Ef það er afstaða blaðamanna og blaðaljós- myndara að óeðlilegt sé að ljós- myndarar sem starfa á fjölmiðl- um selji myndir sem þeir taka til stofnana þá munum við sjálf- sagt taka það til skoðunar,“ segir hann. Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Morgunblaðsins, sagðist í viðtali á Bylgjunni í gær aldrei hafa heyrt að Júlíus þæði laun hjá lögregl- unni. stigur@frettabladid.is Morgunblaðsljósmyndari í vinnu fyrir lögregluna Ljósmyndari Morgunblaðsins þiggur laun frá lögreglu fyrir að mynda stærri aðgerðir. Óeðlilegt og skekk- ir samkeppnisstöðu fjölmiðla, segja yfirmenn annarra miðla. Lögregla á að tryggja að allir sitji við sama borð, segir formaður BÍ. Lögreglustjóri segir ljósmyndarann hafa starfað hjá lögreglu um árabil. STEFÁN EIRÍKSSON ARNA SCHRAM STÓRBRUNI Í MIÐBÆNUM Júlíus Sigurjónsson ljósmyndari tekur myndir af slökkvi- liðsmönnum við störf. Kvartað hefur verið yfir því við lögreglu og slökkvilið að ljósmyndarinn hafi í krafti stöðu sinnar haft greiðari aðgang að vettvangi lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SVEITARSTJÓRNIR Eykt ehf. hefur veðsett svokallað Sólborgarland í Hveragerði fyrir 70 milljónir króna. Fyrirtækið segir það vera vegna framkvæmdakostnaðar en bæjarráð segir að samkvæmt kaupsamningi milli Eyktar og Hveragerðisbæjar sé veðsetning landsins aðeins heimil til trygg- ingar skuldbindingum í sam- starfssamningi. Ekkert liggi enn fyrir um skuldbindingar vegna skipulags á svæðinu. Því sé und- arlegt að þegar hafi verið þing- lýst tryggingarbréfi á landið. Bæjarráð vill að Eykt skili strax sundurliðuðu yfirliti yfir útlagð- an framkvæmdakostnað. - gar Sólborgarlandið í Hveragerði: Vilja skýringar á veðsetningu HVERAGERÐI Undrast 70 milljóna króna skuldabréf. VERSLUN Samkaup hf. mun yfirtaka rekstur Kaup- félags Héraðsbúa (KHB) á Austurlandi. Rekstur KHB er kominn í þrot og eru skuldir fyrirtækis- ins 1,5 milljarðar króna. Félagið var með starf- semi í átta byggðalögum á Austurlandi og um 150 manns störfuðu að staðaldri hjá þessu umfangs- mesta verslunarfyrirtæki Austurlands. Ellefu missa vinnuna. Björn Ármann Ólafsson, stjórnarformaður KHB, segir að verslunarrekstur verði óbreyttur undir merkjum Samkaupa, en ellefu starfsmenn á skrifstofu fyrirtækisins á Egilsstöðum missi vinn- una. KHB keypti fyrirtækið Malarvinnsluna árið 2007. Malarvinnslan varð gjaldþrota í fyrra þegar áform um verkefni gengu ekki eftir. Kostaði það KHB um 700 milljónir króna. „Gjaldþrot Malar- vinnslunnar réð ekki úrslitum. Kaupfélagið hefur alltaf verið skuldsett en allt hefur breyst á stutt- um tíma með þessum afleiðingum.“ Björn áréttar að mikið sé til af eignum á móti skuldum svo ekki sé um gjaldþrot að ræða. „Þessi ákvörðun snýst um að tryggja það að reksturinn haldi áfram og að vernda fjölmörg störf.“ Í fréttatilkynningu vegna málsins segir að Samkaup muni yfirtaka ráðningarsamninga við allt starfsfólk KHB. Markmiðið með kaupunum sé að efla verslun og bæta þjónustu á Austfjörð- um ásamt því að taka virkan þátt í samfélaginu á svæðinu. - shá Samkaup hf. yfirtekur rekstur Kaupfélags Héraðsbúa á Austurlandi: Félaginu forðað frá gjaldþroti KHB Á EGILSSTÖÐUM Félagið rak einnig verslanir í Neskaup- stað, á Eskifirði, Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi og Borgar- firði. MYND/KHB RÚSSLAND Vladimir Pútín, for- sætisráðherra Rússlands, pant- aði bresku hljómsveitina Björn Again, sem sérhæfir sig í ABBA-lögum, til að skemmta í einkasam- kvæmi á gaml- árskvöldi þeirra Rússa hinn 22. janúar. Rod Stephen, stofnandi Björn Again, sagði í samtali við CNN að sveitinni hefði verið flogið til Moskvu og setið í níu tíma í rútu sem keyrði til Valdai-vatns, þar sem leikin voru ABBA-lög fram eftir nóttu fyrir Pútín og nokkra aðra gesti. Stephen segir Pútín hafa kunnað best að meta lögin Super Trouper og Mama Mia. - kg Forsætisráðherra Rússlands: Pútín dansaði við ABBA-lög VLADIMIR PÚTÍN DÓMSMÁL Valtýr Sigurðsson ríkis- saksóknari hefur hafnað kröfu Björgólfs Guðmundssonar og fjögurra annarra einstaklinga sem tengjast Hafskipsmálinu, um að endurskoða fyrri ákvörð- un sína. Fimmmenningarnir óskuðu eftir því í október að hafin yrði opinber rannsókn á Hafskipsmál- inu. Á það féllst ríkissaksóknari. Í lok janúar, að lokinni nánari könnun, komst hann svo að því að ekki væri ástæða til frekari rann- sóknar. Kröfðust Hafskipsmenn þess að sú ákvörðun yrði endur- skoðuð. Saksóknari hefur nú ákveðið að verða ekki við þeirri kröfu. - bj Ákvörðun saksóknara stendur: Kröfu Hafskips- manna hafnað FINNLAND Finnar hafa samþykkt í umræðum um fjárhagsáætlun að lána bæði Íslendingum og Lettum peninga vegna fjármálakrepp- unnar í löndunum. Finnska ríkið mun lána Íslendingum allt að 450 milljónir dollara eða um 350 milljónir evra, að sögn Helsingin Sanomat. Lánið frá Finnunum er hluti af 2.500 milljóna dollara björgunar- pakkanum frá norrænu löndunum og neyðarláni Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Lettar fá einnig lán að fjárhæð 1.800 milljónir dollara frá ríkjum og stofnunum heims, þar af er lán Finna 324 milljónir evra. - ghs Finnska ríkið: Samþykkir lán- ið til Íslands HEILBRIGÐISMÁL Ögmundur Jón- asson heilbrigðisráðherra ætlar að funda með forsvarsmönnum Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri vegna lokunar dagdeildar geðdeildar sjúkrahússins á mánu- dag. „Þetta eru hrikalegar skorður sem stjórnendum sjúkrahússins voru settar með geigvænlegum niðurskurði en mín skoðun er sú að [geðsjúkir] sé sá hópur í samfé- laginu sem þurfi að leita allra ráða til að halda hlífiskildi yfir,“ segir Ögmundur. Hann var hvattur til þess af Kristni H. Gunnarssyni að skoða málið á Alþingi í gær og tók vel í það, að sögn Kristins: „Þetta er hið hræðilegasta mál. Ég hef ekki gagnrýnt tillögur um sparn- að í heilbrigðiskerfinu en þessi ákvörðun er svo vond að ég get ekki annað,“ segir Kristinn. Litlir fjármunir sparist við þetta. Síðustu sjúklingarnir voru útskrifaðir af dagdeildinni í gær og síðan var skellt í lás, segir Kristján Jósteinsson, forstöðu- maður hennar. Engin starfsemi verði í næstu viku að óbreyttu. Hann segir lokunina vera „glóru- lausa gjörð“, sem komi niður á sjúklingum og spítalanum: „Fólk- ið hættir ekki að vera veikt þótt skorið sé niður.“ - kóþ Síðustu sjúklingarnir kvöddu dagdeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri í gær: Ráðherra athugar geðdeildina DAGDEILDIN Forstöðumaður deildarinn- ar segir húsnæðið kjörið fyrir þjónustu dagdeildar. Fyrirhuguð sameining við göngudeild sé vanhugsuð, enda anni göngudeildin ekki eftirspurn sem stend- ur. MYND/ÚR SAFNI VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.