Fréttablaðið - 07.02.2009, Page 22

Fréttablaðið - 07.02.2009, Page 22
22 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR og áhangendum standa til boða fleiri leiðir til að nálgast tónlistarmanninn og öfugt. En MySpace hefur að mörgu leyti ekki sama vægi og áður og tónlist- armarkaðurinn er að breytast. Með því myndast mikið af sóknartækifærum á netinu. Það eru mjög spennandi tímar fram undan.“ Haukur viðurkennir að síðan sé auðvitað aðallega fyrir þá sem eru haldnir mikilli tónlistarástríðu. „Þarna getur fólk farið inn og fundið ákveðin bönd sem þeir hafa áhuga á og þá bendum við líka á aðra tónlist sem fólk gæti haft áhuga á út frá því. Svo er þetta líka verslun, þar sem þú ert með innkaupakörfu og getur keypt þér þau lög og þær plötur sem þú vilt. Auk þessa verður tímarit inni á vefnum þar sem hægt verður að finna greinar og viðtöl við hljómsveitir. Stefna okkar er sú að verða með mikla breidd tónlistar og þar verði að finna alls kyns stefnur fyrir alla.“ Haukur segir að hlutirnir séu hægt og rólega að breytast frá sölu á geisladiskum yfir í sölu á stafrænni tónlist. „Ég hugsa að geisladiskurinn verði fyrir rest meira eins og vínyll- inn er orðinn, að fólk kaupi sér þá til þess að hafa undir höndum eitthvað sérstakt og eigulegt. Það eru nýjar kynslóðir tónlistarneytenda sem hafa aldrei keypt sér geisladisk heldur eru með tónlist á i-podinum sínum, síman- um og tölvunni.“ Sérstakt hlýtur að teljast að vera með fyrirtæki í fullri sókn á meðan að önnur hrynja á tímum mikillar kreppu. „Þetta er búinn að vera gíf- urlegur rússibani frá því að við stofn- uðum fyrirtækið,“ útskýrir Haukur. „Fyrir ári var krónan sterk og erfitt var að finna gott fólk á lausu í hugbún- aðarvinnu og forritun. Við leituðum því út fyrir landsteinana, alla leið til Ind- lands. Svo hafa hlutirnir gersamlega umturnast. En ég held að ástæðan fyrir því að þetta er farið að ganga svona vel hjá okkur er óbilandi trú okkar allra á konseptinu. Við erum þess fullviss um að við séum að skapa eitthvað skemmti- legt, eitthvað sem eigi framtíðina fyrir sér.“ Að sögn Maríu var það ákveðið aðdráttarafl í byrjun fyrir útlendinga að gogoyoko væri íslenskt fyrirtæki en þegar bankahrunið átti sér stað höfðu þau áhyggjur af ímynd Íslands. „Sem betur fer virðist Ísland jafn svalt eftir sem áður hvað tónlist varðar. Það eina sem gerðist þegar hrunið átti sér stað að útlendingar höfðu samband og buð- ust til að senda þyrlur til að bjarga okkur eða henda í okkur matarpökk- um,“ segir hún og hlær. Eldar bætir við að það sé ákveðinn meðvindur með gogoyoko um þessar mundir en að þau séu enn í skotgröf- unum við að vinna þetta. „Við erum í eilífri baráttu, það þarf margt að ganga upp en við erum gífurlega metnaðar- full og viljum að gogoyoko vaxi og dafni.“ Á krepputímum er talað um að sprotafyrirtæki eins og gogoyoko verði sóknarfæri Íslendinga og Haukur tekur undir það. „Hugvit og menning eru þeir geirar sem Íslendingar hafa alltaf stað- ið sig vel í og við eigum að einblína á. Listir eru eitt það mikilvægasta sem mannskepnan á og ég tel okkur Íslend- inga vera mjög framarlega hvað sköp- unarkraft varðar, allt frá þeim tíma sem Íslendingasögurnar voru skrifað- ar. Við erum með menningu á heims- klassa þó að við höfum ekki staðið okkur vel í fjármálageiranum. Þetta er það sem Íslendingar ættu að einblína á.“ Næsta stóra skref hjá gogoyoko verður þegar vefurinn verður opnað- ur fyrir heiminum. „En þangað til geta tónlistarmenn og tónlistaráhugamenn sótt um aðgang og eftir því sem kerfið ber fleri notendur bætum við fleirum inn,“ útskýrir Eldar. Haukur bætir við með brosi á vör: „Til allra þeirra sem hafa ekki enn komist inn þá biðjum við fólk að sýna þolinmæði! Takk fyrir að bíða!“ Haukur segist vonast til þess að hugmyndafræðin á bak við gogoyoko heilli fólk nóg til þess að orðið berist. „Íslendingar, látið orðspor gogoyoko ganga!“ bætir hann við og hlær. N ýtt skrifstofuhúsnæði gogoyoko er bjart og rúmgott og einmitt eins og maður ímyndar sér skapandi og skemmti- legan vinnustað. Mál- verk prýða veggi og í eldhúsinu er að finna alls kyns hljóðfæri og bongó- trommur. Mennirnir tveir sem standa að baki gogoyoko eru báðir tónlist- armenn og þekkja harkið sem fylgir tónlistinni af eigin raun. „Pétur hafði samband við mig í byrjun september 2007 með hugmynd um að stofna nýtt útgáfufyrirtæki,“ útskýrir Haukur Magnússon, sem var kenndur við raf- hljómsveitina Funk Harmony Park, en Pétur Einarsson, félagi hans, var best þekktur fyrir hljómsveitina Pornopop. „Ég hafði reynslu af að vera með lítið útgáfufyrirtæki og var með samning við dreifingaraðila í Bretlandi. Í kjöl- farið byrjuðum við að spá og spekúl- era og ákváðum að við vildum búa til draumavettvang fyrir tónlistarmenn og forða þeim frá þessum eilífa höfuð- verk sem fylgir útgáfu og kynningar- málum. Að sjálfsögðu eru tónlistar- menn með vefinn MySpace þar sem þeir fá ákveðna kynningu og geta sett nokkur lög inn fyrir fólk til að hlusta á, en þar endar dæmið.“ Haukur segir þá félaga ekki hafa séð neitt því til fyrirstöðu að það gæti skapast öflug- ur vettvangur á netinu þar sem tónlist- armenn gætu selt tónlist beint til sinna aðdáenda. „Við ákváðum að fara alla leið með hugmyndina. Að hún myndi einkennast af gæðum, að slík síða yrði verulega glæsileg og notendavæn. Einnig gerðum við okkur grein fyrir því að ef slík hugmynd yrði að veru- leika yrði það afar stórt skref og að henni myndi fylgja gífurleg vinna.“ Ferlið hófst þegar þeir hittu Reyni Harðarson hjá hugbúnaðarfyrirtæk- inu CCP og þar fékk hugmyndin líf. Að sögn Hauks kom nafnið gogoyoko upp í kollinn á þeim strax í upphafi. „Við erum með nokkuð margar skýringar á því hvaðan nafnið kemur en aðalástæð- an fyrir valinu var sú að orðið hljómar vel. Nöfn þurfa ekkert endilega að þýða margt, geta jafnvel verið algjört bull, það mikilvæga er að þau nái að fest- ast í minni fólks. Margir spyrja hvort nafnið tengist ekkju Johns Lennon, Yoko Ono, en það gerði það nú ekki í byrjun. Hins vegar er bara heiður ef fólk tengir okkur við Yoko Ono á ein- hvern hátt, hún er flott manneskja sem hefur gert flotta hluti.“ Í mars á síðasta ári fór svo vinnsla á vefnum í gang, en um tíu manns vinna við forritun hans á Indlandi og ellefu manns vinna hjá gogoyoko á Íslandi í fullu starfi. Meðal starfskrafta er fólk úr hinum ýmsu geirum, þar á meðal Eldar Ástþórsson, sem er þekktastur fyrir störf sín hjá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves, Gylfi Blöndal, meðlimur hljómsveit- arinnar Kimono, en hann sá einnig um tónleikahald á Organ, og mynd- listarmaðurinn Hafsteinn Michael Guðmundsson, sem einnig spilar með hljómsveitinni The Way Down. Skapað af tónlistarmönnum fyrir tónlistarmenn Vefsvæði gogoyoko svipar til Myspace að því leyti til að þar getur fólk stofn- að sinn eigin reikning, eða síðu. „Þar geta listamenn selt tónlistina sína, birt upplýsingar um tónleika og selt miða á tónleika. Einnig geta þeir hlaðið inn tónlistarmyndböndum, sett inn plötu- umslög og átt í samskiptum við sína aðdáendur. Það einstaka við vefinn er að við segjum ekkert tónlistarmönnum hvað þeir eiga að gera nákvæmlega. Þeir geta ráðið því hvort þeir vilja bara kynna tónlistina, selja hana og á hvaða verði,“ útskýrir Eldar. „Listamennirn- ir hafa því fulla stjórn á síðunni sinni og þeir gætu til dæmis sett inn klukku- tíma gamla tónsmíði og tekið hana út strax daginn eftir ef þeir óska þess.“ Það sérstaka við gogoyoko er að lista- menn fá allan ágóða af sölu tónlistar sinnar fyrir utan færslukostnað vegna greiðslugáttakerfisins og lagalegum skyldum. „Tekjur okkar byggjast því á auglýsingum og svo út frá ákveðinni þjónustu sem við munum veita tón- listarfólki og tónlistaráhugamönnum, þar á meðal söluvarning ýmiss konar og miðasölu.“ Í byrjun árs var geng- ið frá samningum fjárfestingarfélags í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Vilhjálms Þorsteinssonar, stjórnar- formanns CCP, við gogoyoko um fjár- mögnun fyrirtækisins en hún nemur 100 milljónum króna. „Þetta veitir okkur tækifæri til þess að klára það sem við erum að vinna að,“ útskýr- ir Haukur. „Aðaltakmark okkar er að við viljum gera þetta í fullu samstarfi við listamennina. Við lítum á það mjög skýrum augum að við erum banda- menn þeirra. Gogoyoko verður aldrei að neinu nema listamennirnir upplifi sig sem hluta af gogoyoko-hugmynd- inni. Við náttúrlega komum úr þessari senu og það má segja að gogoyoko sé gert af tónlistarmönnum fyrir tónlist- armenn.“ Fleiri nýstárlegar hugmyndir koma við sögu hjá fyrirtækinu en tíu prósent af auglýsingatekjum renna til góðgerð- armála. Að sögn Maríu Rutar Reynis- dóttur hvetur fyrirtækið líka lista- menn til þes að gefa einnig tíu prósent af sinni sölu. „Það er líka hægt að fara bara beint inn á síðuna okkar og gefa beint til þeirra góðgerðarsamtaka sem við erum í samstarfi við. Við erum eins og er samstarfsaðilar Unicef, Lækna án landamæra og vefsíðunnar kiva.org en þau síðarnefndu eru öflug samtök þar sem frumkvöðlar í þróunarlöndum geta skráð sína starfsemi og aðrir geta styrkt hana. Við erum í viðræðum við fleiri alþjóðleg góðgerðarsamtök og sjáum fyrir okkur að það geti orðið töluvert mikill peningur sem renni til góðgerðarstarfsemi, og sé öflug leið fyrir venjulegt fólk til að hafa áhrif á ástandið í heiminum.“ Haukur bætir við að það hafi alltaf ríkt sterk tengsl á milli góðgerðarmálefna og tónlist- ar. „Okkur Pétri finnst reyndar að öll 21. aldar viðskipti eigi að ganga svona fyrir sig. Að það sé ákveðin „húman- ísk“ rétthugsun í gangi, að maður gefi eitthvað til baka.“ Þess má geta að tón- listarmenn á gogoyoko-síðunni ráða því sjálfir hvort og hvenær þeir vilja gefa pening til góðgerðarmála og hvaða málefni þeir vilja styðja. Hugvit og menning er það sem Íslend- ingar ættu að einblína á Stefna hópsins á bakvið gogoyoko er að vefsvæðið verði í raun heilt samfélag tónlistarmanna og tónlistaráhugafólks sem muni vonandi öðlast sjálfstætt líf á veraldarvefnum. „Við höfum skapað rammann en það er fólkið sem notar hann sem vonandi heldur þessu á lofti,“ útskýrir Eldar. „Landamærin á milli tónlistarmanna og tónlistaráhuga- manna eru ekki eins og þau voru áður BJARTSÝNN HÓPUR „Aðaltakmark okkar er að við viljum gera þetta í fullu samstarfi við listamennina. Við lítum á það mjög skýrum augum að við erum bandamenn þeirra. Gogoyoko verður aldrei að neinu nema að listamennirnir upplifi sig sem hluta af gogoyoko-hugmyndinni.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stefnumótavefur fyrir tónlist Á krepputímum sækir nýtt íslenskt fyrirtæki í sig veðrið. Tónlistarvefurinn gogoyoko opnar dyr sínar fyrir heiminum innan skamms. Anna Margrét Björnsson hitti bjartsýnan hóp fólks sem stendur á bakvið litla hugmynd og ætlar sér stóra hluti. Hugvit og menning eru þeir geirar sem Íslend- ingar hafa alltaf staðið sig vel í og við eigum að einblína á. Gogoyoko er að finna á www.gogoyoko.com og www.blog. gogoyoko.com. Einnig er hægt að finna Facebook hóp ef Gogoyoko er slegið inn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.