Fréttablaðið - 07.02.2009, Side 32

Fréttablaðið - 07.02.2009, Side 32
I BLS. 4 + Bókaðu á www.icelandair.is MÍN TORONTO Flug til Toronto gefur 3.500–11.200 Vildarpunkta Reykjavík – Toronto frá 25.400 kr. Flug aðra leiðina með flugvallar- sköttum. Flogið er allt að 6 sinnum í viku. Vildarklúbbur The Distillery Þetta er gömul bruggverksmiðja sem hefur verið gerð upp og hýsir nú fjöl- breytt listalíf. Hér er að finna leiklist, myndlist, tónlist, verslanir, veitinga- staði og líka eitt besta bakaríið í borginni. Svo er „algjört möst“ að kíkja á Mill Street pöbbinn, þar sem hinn eini sanni Mill Street bjór er bruggaður eftir kúnstarinnar reglum, og bragða á framleiðslunni. The Rex The Rex er helsti og þekktasti jazz- staður Toronto. Í gegnum árin hafa ýmsir þekktir jassgeggjarar spilað hér eins og t.d. Harry Connick Jr., Kurt Elling og Chris Potter. Á hverju kvöldi troða þar upp að minnsta kosti tvær jasssveitir svo það er alltaf gaman að líta við á The Rex og láta koma sér á óvart. Queen Street West Allar borgir sem Íslendingar heim- sækja fá tilnefndan sinn „Laugaveg“. Í Toronto heitir Laugavegurinn „Queen Street“ og er í vestur frá University Avenue. Þar er frábært að kíkja í búðir og sjá mannlífið í leiðinni. Auk hinna heimsþekktu verslanakeðja má finna þar alls kyns skranbúðir, listagallerí og ágætis kaffihús. Eftir búðarrápið er tilvalið að enda daginn með því að fá sér í svanginn á The Very Trendy Gladstone eða Drake hótelinu. BATA „The BATA museum“ er safn sem hýsir skó frá öllum heimshornum og tímabilum mannkynssögunnar. Ótrúlega merkilegt safn og auðvelt að eyða nokkrum klukkustundum í að skoða skótau sem markað hefur spor forfeðra okkar. Ég hef sjálf verið að pæla í hvort ekki mætti finna handa þeim íslenska sauðskinnsskó til að bæta í safnið. Greek Town – Danforth Þar sem Bloor Street breytist í Danforth er að finna gríska hverfið sem var einn aðaltökustaður myndar- innar My Big Fat Greek Wedding. Þar er notalegt umhverfi sem morar í góðum grískum veitingastöðum. Þangað er gaman að bregða sér á kvöldin og upplifa gríska gestrisni eins og hún gerist best. Sleppið ekki einstæðu tækifæri til að gæða ykkur á ekta grísku „souvlaki“. High Park High Park er stærsti almennings- garðurinn í Toronto. Hingað er dásamlegt að koma með nesti og teppi til að horfa á leikrit eftir Shake- speare úti undir berum himni. Maður borgar eftir efnum og ástæðum og er yfirleitt mælt með ákveðinni upphæð. Gott er að að vera kominn tímanlega til að ná sem bestu plássi og vera búinn að njóta fyrstu bitanna af nestinu áður en sýningin hefst. Kensington Market Í felum á bak við Kínahverfið er gamla hippahverfið, Kensington Market. Skemmtilegt mannlíf, prúttmarkaðir og „fönkí-retró“ kaffihús. Gott verðlag, gott fólk og skemmtileg stemning. Sá staður sem þið megið síst missa af í Toronto! Canada's Wonderland Spennufíkillinn í mér kemst ekki hjá því að minnast á eins og eitt tívolí. „Undraland Kanada“ er hluti af Paramount skemmtigarðakeðjunni og er stærsta tívolíið í Ontario. Fullt af rússíbönum, vatnsleikjagarður og hringekjur. Nýbúið að bæta við rússíbana sem er sagður vera sá næststærsti í heimi. Honest Ed's og Markham Street Á Bloor Street milli Bathurst og Markham Street er stórmerkileg búð sem nú er orðin einn af minnisvörðum Toronto og heitir Honest Ed's. Hún er ein af fáum verslunargersemum miðrar 20. aldar sem hefur verið rekin nær óbreytt frá því að hún var opnuð árið 1948. Þó að maður fari ekki beinlínis þangað til þess að versla er gaman að líta inn til að skoða. Ég mæli sérstaklega með því að fara þegar dimmt er úti og búið er að kveikja á 28.000 perum á ljósa- skiltunum. Svo er hægt að setjast niður og fá sér drykk á einhverjum af stöðunum rétt handan við hornið á Markham Street. Yorkville Fína hverfið. Merkjavara, fínir veitinga- staðir og snyrtilegt umhverfi. Kíki hér stundum inn á Nervosa Cafe í hádegisverð en það er líka fínt að taka með sér kaffi í lokuðu plastmáli á röltið. Toronto Island Á góðum sumardegi er alveg tilvalið að taka ferjuna yfir á eyjuna hér úti í Ontario-vatni og njóta þess að sleikja sólina á ströndinni. Maður verður að muna að taka með sér sundföt og handklæði ef á að stinga sér til sunds við Hamlan’s Point. Svo er hægt að leigja hjólabíla og hjóla um eyjuna eða fara með yngri kynslóðina í leiktæki líkt og í fjölskyldugarðinum heima og fá sér ekta kanadíska „funnel cake” með öllu á. Edda Kristinsdóttir Bonjour Brioche Franskt kaffihús/bakarí þangað sem mjög vinsælt er að fara í hádegisárbít (brunch) um helgar. Notalegur „heimafílingur“ og angan af nýbökuðu brauði berst á móti manni um leið og stigið er inn úr dyrunum. Yndislegt að byrja daginn hér. Mezas Fjölskyldurekinn, grískur veitingastaður í hjarta gríska hverfisins. Lambakjötið hérna er næstum eins gott og heima hjá mömmu. Annars mæli ég eindregið með ídýfuplattanum hjá þeim. Ki Mitt í fjármálahverfinu er þessi frábæri sushi-staður. Flott húsakynni og frábær verönd til að nota á sumrin. Ég elska að koma hingað með vinkonum mínum, sitja á veröndinni, borða gott sushi og drekka hvítvín. Oftar en ekki kíkjum við svo út á lífið á eftir enda er staðurinn tiltölulega nálægt líflegasta næturlífinu. Canoe Canoe er gamalgróinn veitingastaður í einu af háhýsum miðborgarinnar. Einn af þessum klassísku stöðum þar sem maður er öruggur um gæðin þegar á að fara fínt út að borða. Frábær matur og þjónusta en það sem setur punktinn yfir i-ið er útsýnið. Verið viðbúin því að þurfa að losa um beltið í miðri máltíð. VEITINGASTAÐIR 01 03 04 02 Flug og gisting í 2 nætur frá 56.900 kr. á mann í tvíbýli á Bond Place *** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar og gisting.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.