Fréttablaðið - 07.02.2009, Síða 36

Fréttablaðið - 07.02.2009, Síða 36
Starfsemi Íslenska dansflokks- ins hefur um árabil virst byggja á einföldum markmiðum. Eftir að flokkurinn fékk aðsetur í Borg- arleikhúsi setti Katrín Hall, list- rænn stjórnandi flokksins, honum það mark að hingað kæmu virt- ir og viðurkenndir danshöfund- ar víða að, bæði til að vinna með flokknum ný verk og endurvinna eldri sýningar. Hún leitaði uppi íslenska og erlenda dansara, eink- um karla, sem féllu að listrænni stefnu sem var sjálfstæð og beind- ist einkum að samtímadansinum. Hafin var vinna með að þroska íslenska danshöfunda, sett var í gang Dansleikhússmiðja. Flokkur- inn sótti mikið erlendis og er víða velkominn á erlenda grund og fær víða lof. Katrín sat tvö ráðningar- tímabil og er það skoðun undir- ritaðs að þar hefði hún átt að láta staðar numið en hún sóttist eftir þriðja ráðningartímabilinu og fékk það. Hef ég lýst þeirri skoð- un að þá hafi nýr listrænn stjórn- andi átt að koma að flokknum og setja honum ný markmið. Kjarni danshópsins hefur verið fast í nokkurn tíma. Starfsævi dansara er stutt og miðað við þau ráðningarkjör sem hér tíðkast er starfið fórnarstarf, unnið meira af hugsjón og listþrá en efnahagsleg- um ábata. Flokkurinn hefur ekki náð viðunandi markaðsstöðu þrátt fyrir að fagmannlega hafi verið staðið að öllu kynningarstarfi. Sýningar flokksins hafa þau skráð svo til fyrirmyndar er þótt ekki hafi tekist að koma upptök- um af sýningunum á framfæri við almenning í sjónvarpi sem verð- ur að kenna sjónvarpsstöðvunum um. Rekstrarfé til flokksins er naumt. Grundvöllur fyrir starf- semi hans er dansskólahreyfingin sem getur af sér nokkra dansara á hverju ári sem fara í framhalds- nám. Um þessar mundir starfar hópur íslenskra dansara erlendis og haft er á orði í hópi þeirra sem til þekkja að íslenski listdansinn sjáist meira á erlendri grund en íslenskri. Hafa sjálfstæðir list- dansarar sett fram þá hugmynd að hér rísi danshús svo greinin eigi fastan samastað. Líkur á því eru hverfandi. Þjóðleikhús- ið hefur alfarið gefið listdans- inn upp á bátinn þótt það þurfi reglulega að setja á svið verk sem krefjast dansara. Rétt eins og Leikfélag Reykjavíkur og sjálf- stæðir leikhópar. Starfsumhverfi listdansins, rétt eins og söngvara og leikara, hefur um langan aldur kallað á róttæka endurskipulagningu þar sem safn- að væri saman því fjármagni sem til skipta er og greinarnar allar væru hugsaðar upp á nýtt. Nýleg- ar yfirlýsingar óperustjóra um fjármagnsskort á þeim bæ kalla enn frekar á það. Fram undan er ákvörðun um lúkningu byggingar tónlistarhúss, stór hluti af starf- semi sjálfstæðra leikhópa hefur verið undir hatti eða í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur. Menn- ingarhúsastefna Björns Bjarna- sonar er tekin að skila sér í húsum nyrðra og vestra. Minna hefur verið hugsað til hvernig á að nýta þau hús. Á Íslenski dansflokkur- inn ekki að sýna bæði í Bolung- arvík og Brussel, Akureyri og í Antwerpen? Það verður að endur- skipuleggja leiklistarstarfsemina í landinu í samræmi við veruleik- ann: húsin, kraftana og þá áhorf- endur sem borga brúsann í miðum eða sköttum. Vetrarsýning Íd sem frumsýnd var á fimmtudagskvöld er sam- sett verk: innanhússfólk er nýtt til að smíða stóran dans fyrir tólf dansara. Höfundarnir hafa áður komið við sögu og smærri verk þeirra til þessa hafa ekki verið burðug. Til samstarfs eru kallaðir tónlistarmenn af poppvængnum, ekki endilega sá skóli sem væn- legastur er til að geta skilað dans- bærri músík, enda var áhorfandi oft staðinn að þeirri tilfinningu að hér væri rokkkonsert með dönsur- um frekar en danssýning við rokk. Voru Myrkir músíkdagar ekki að hefjast í gær? Sýningunni er gefið viðmót í kynningu og leikskrá sem rímar miður við það sem á sviðinu sést. Verkið var stefnulaust, skorti heildarsvip, jafnvel leikmyndin sem byggði á nokkrum flekum í flugi dugði ekki til að halda verk- inu saman, á endanum var treyst á mikilúðlegt rými stóra sviðsins til að gefa verkinu mynd og bætt um betur með undarlegu atriði með vinnupalla sem keyrðir voru um sviðið. Búningar Agnieszku náðu ekki að styrkja myndina. Ég hef áður fundið að áhugaleysi flokksins til að byggja brýr yfir til textasmiða og myndlistarmanna. Katrínu er ekki sýnt að finna sam- starfslið sem getur fært henni átækar sögur, líklega hefur hún ekki áhuga á því. Eins og oft áður staðnæmist athyglin við einstaka dansara: Steve Lorenz og Emilíu Bene- diktu. það gerist þegar heildin heldur ekki, er sundruð. Gunn- laugur Egilsson var að sjást hér í fyrsta sinn. Kraftmikill en miður nýttur. Sundurgerðin í stíl, los- araleg byggingin og ráfið í hug- myndum vakti athygli: allir þessir kraftar og eining næst ekki – nota bene þegar yfirskrift verksins er upplausn þá er er enn meiri þörf á skýrum línum til að bera efnið fram. Þau eru þrjú Hall sem koma að sýningunni: danshöfundur, tón- skáld og dansari. Maður er tekinn að þreytast nokkuð á því í rekstri opinberra stofnana hvað stjórn- endur ætla lítið að taka mark á stjórnsýslulögum um hyglun til ættingja, sama hvers þeir eru annars verðir. Sorrí – menn geta ráðið börnin sín, maka og syst- kin í vinnu í einkafyrirtækjum en í opinberum rekstri verður fólk að sýna það siðferði að gæta sín á frændsemisráðningum. Það er komið alveg nóg af því í opin- berum rekstri leikhúsa á Íslandi. Fyrir minn smekk. Páll Baldvin Baldvinsson ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Velkomin heim eftir Katrínu Hall, Peter Anderson og Cameron Corbett. Leikmynd og lýsing: Aðalsteinn Stefánsson Búningar: Agnieszka Baranowska og Filippía Elísdóttir Tónlist: Frank Hall, Pétur Benediktsson og Sigtryggur Baldursson Dúndurmúsík en dreif í dansi ★★ Hingað heim og ekki lengra Cameron og Katrín við einn skjáinn sem setur sterkan svip á sýninguna. MYND ÍD/GOLLI M YN D ÍD /G O LL I Velkomin heim á að skoða heim uppbyggingar, velsældar, erfiðleika og endurmats sem erfitt er að sjá úr dansmáli verksins sem frumsýnt var á fimmtudagskvöld.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.