Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 07.02.2009, Qupperneq 38
● Forsíðumynd: Odd Stefán Þórisson tók mynd á eigin heimili Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@ frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlits- hönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. ● heimili&hönnun S egja má að umskipti hafi orðið á hugsunarhætti íslensku þjóðar- innar í kjölfar bankahrunsins á síðasta ári. Þegar fyrir lá að sukk útrásarvíkinga og sofandaháttur stjórnmálamanna hafði dregið þjóðina ofan í skuldafen varð uppi fótur og fit og í kjöl- farið allsherjar naflaskoðun sem leiddi meðal annars til endurmats á fyrri gildum. Þeir stæra sig nú mest sem þeir mega sem ekki tóku himinhá lán fyrir lúxusvillum, einkaþotum, innflutningi á afdönkuðum poppurum eða annarri endemis vitleysu sem þótti orðið mælikvarði á íslenskan lifistandard á meðan góðærið gekk yfir landið eins og fárviðri. Hinir sem létu glepjast af gylliboðum nýfrjálshyggjunnar sjá sér nú þann kost vænstan að geyma Range Roverana þar sem erfiðast er að rispa þá og draga svo fyrir glugga svo ekki glitti í íburðinn. Ríkmannlega búin heimili í svörtu og hvítu sem áður var ekki þverfótað fyrir í um- ræðu um lífsstíl, hafa í einni andrá orðið birtingarmynd glórulausrar neyslu og gufað upp eins og dögg fyrir sólu úr sjónvarpi og tímaritum. Þannig virðist sem íslenska þjóðin hafi á einni nóttu snúið baki við fínheitunum sem þóttu viðtekin meðan ákveðinn hluti hennar hafði eða taldi sig hafa nóg á milli handanna. Glansgallanum hefur verið skipt út fyrir hippa- átfittið. Enda virðast landsmenn seint ætla að læra að feta milliveginn í þessum efnum sem öðrum. Annaðhvort er eytt úr hófi fram meðan okkur er talið trú um að það sé í lagi eða skorið svo hressilega við nögl að það blæðir. Hvað er þá í stöðunni? Hafna tengslum við Alvar Aalto og félaga. Stilla upp beygluðum mótmælapottum, meðan börnin rispa borðstofusettið og betri helmingurinn hylur Le Corbusi- er-bekkinn með útsaumuðum púðum frá ömmu. Sem gæti orðið dýrkeypt þar sem viðbúið er að hippa- sælan verði skammvinn, og Aalto fyrr en varir búinn að velta ömmu aftur úr sessi. Eða hætta bara þessari endalausu meðvirkni og hlaupa ekki hugsunar- laust á eftir nýjasta æðinu; fylgja eigin sannfæringu og halda í það sem manni þykir bæði flott og ekki síður kært. Amma og Aalto geta hæglega deilt heiðurssessi á heimilinu. Aalto og amma gamla Ríkmannlega búin heimili í svörtu og hvítu sem áður var ekki þverfótað fyrir í umræðu um lífsstíl, hafa í einni andrá orðið birtingarmynd hóflausrar neyslu HEIMILISHALD ROALD EYVINDSSON „Þetta er stórsigur fyrir mig þar sem ég hef farið eigin leiðir í þess- um bransa og tengi mig sem slíka ekki við neinn sérstakan hóp held- ur vinn á miklu breiðara sviði með sköpunina eina að leiðarljósi,“ sagði Katrín Ólína Pétursdóttir hönnuður að sigri loknum á Forum AID 2009, þar sem hún vann til verðlauna í flokknum innanhússarkitektúr. Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Rival-leikhúsinu í Stokkhólmi á þriðjudag. Hönnunartímaritið Forum AID efnir til keppninnar ár hvert þar sem hönnuðir og arkitektar frá Norðurlöndunum takast á. Keppt er í flokkunum arkitektúr, innan- hússarkitektúr, vöruhönnun og nemendaverk. Íslenskir hönnuð- ir voru tilnefndir í öllum fjórum flokkum í ár, en þetta er í áttunda sinn sem keppnin fer fram. Katrín Ólína var tilnefnd bæði fyrir bestu vöruhönnunina og eins innanhússarkitektúr og sigr- aði í síðarnefnda flokknum eins og áður sagði fyrir hönnun sína á Cristal Bar í Hong Kong. Í niður- stöðu dómnefndar er þess sérstak- lega getið að notkun hennar á tví- víðri grafík sem aðaláherslu í þrí- víðu umhverfi sé áhugaverð og skapi draumkennt alltumlykjandi umhverfi. En hvaða þýðingu hefur sigurinn fyrir Katrínu Ólínu? „Auðvitað er gaman að geta tengst Skandinavíu eftir að hafa unnið í Asíu öll þessi ár. Verðlaun- in eru hvatning fyrir mig til að halda áfram með að þróa þessa veröld mína. Ég vonast til að geta sinnt þessari rannsókn á draumn- um af enn meiri krafti í framhald- inu,“ sagði Katrín Ólína og bætti við að mikill áhugi sé á íslenskri hönnun í Skandinavíu vegna þess hversu frábrugðin hún þyki. „Við þykjum að ýmsu leyti öðruvísi en aðrar Norðurlandaþjóðir, ekki síst hvað sköpun varðar.“ - rve Áhrifamikil hönnun ● Katrín Ólína Pétursdóttir varð hlutskörpust í flokki innanhúsarkitektúrs á Forum AID 2009. Daninn Bjarke Ingels, stofnandi BIG, vann í flokki arkitektúrs fyrir Mountain Dwellings. Subconscious Effect of Daylight eftir Norðmanninn Daniel Rybakken var besta nemaverkið. Plopp stólar frá Hay eftir Danann Osckar Zieta þóttu flottastir í flokknum Besta vöruhönnunin. MYND/HAY Katrín Ólína er ánægð með viðtökurnar en hönnun hennar þótti áhrifamikil. Cristal Bar í Hong Kong eftir Katrínu Ólínu. MYND/KATRÍN ÓLÍNA PÉTURSDÓTTIR M YN D /BIG M YN D /D A N IEL RYBA KKEN Útsala 25 - 70 % afsl. af öllum vörum Baðdeild Álfaborgar Skútuvogi 4 - sími: 525 0800 Sturtuklefar - Baðinnréttingar Hreinlætistæki - Blöndunartæki Baðker ofl. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... 7. FEBRÚAR 2009 LAUGARDAGUR2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.