Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2009, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 07.02.2009, Qupperneq 61
5 MENNING Hljómsveit Tónlistarskól- ans í Reykjavík heldur tónleika í Neskirkju í dag kl. 17. Hljómsveitin leikur For- leikinn að Semiramide eftir Giaocchino Rossini og síðan mun Össur Ingi Jónsson óbóleikari ásamt hljómsveit skólans flytja Konsert fyrir óbó og hljóm- sveit í C-dúr eftir Joseph Haydn. Össur Ingi vann keppni innan skólans um hvaða sólóisti skyldi koma fram með hljómsveit í dag. Þá er flutt Sinfónía nr. 39 eftir Mozart. Stjórnandi er Gunn- steinn Ólafsson. Ókeypis er á tónleikana. Útvarpsleikhúsið flytur eitt af meistaraverkum Samuels Beckett á morgun kl. 13.50: Allir þeir er við falli er búið - All that fall - í þýðingu og leikstjórn Árna Ibsen. Leikritið fjallar um gamla konu sem er á leið á járnbraut- arstöð. Með aðal- hlutverið fer Guðrún Þ. Step- hensen. Upptakan er frá 1978 og skartar mörgum af helstu leikurum þjóðarinnar. Árni Ibsen var ötulasti þýðandi verka Becketts á íslenska tungu. Hann þýddi jafnt sögur, leikrit og ljóð Beck- etts og voru þýðingar hans gefnar út á sínum tíma. Með tómatsósuflösku, gúmmíönd og fleira dót sem taflmenn, ætla stór- meistararnir Friðrik Ólafsson og Helgi Ólafsson að heyja skákeinvígi á Kjarvalsstöðum á morgun kl. 15. Skákborðið er eitt af tuttugu borðum sem nú eru til sýnis á sýningunni Skáklist á Kjarvals- stöðum en þau eru gerð af nokkrum af kunnustu listamönnum samtímans. Björn Þorfinnsson, nýkrýnd- ur alþjóðlegur meistari í skák og forseti Skáksam- bands Íslands býður upp á skákskýringu til að auðvelda gestum að lesa í skákina og skilja framvindu hennar. Eyrarrósin, sérstök viður- kenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á lands- byggðinni, verður afhent á Bessastöðum þriðjudag- AÐ TJALDABAKI inn 10. febrúar kl. 16.00 og er það í fimmta sinn sem viðurkenningin er veitt. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi umsækjenda en þau eru Eyrbyggja, sögumiðstöð Grundarfirði, Skaftfell, mið- stöð myndlistar á Austurlandi, Landnámssetur Íslands, Borg- arnesi. Eitt framangreindra verkefna hlýtur Eyrarrósina; fjárstyrk að upphæð kr. 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar og hin tvö hljóta 200 þúsund króna framlag. Öll verkefnin hljóta að auki flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Verðlaunin veitir Dorrit Mouss- aieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar. Ekkert hlé á góðum myndum! Skráning á póstlistann margborgar sig - www.graenaljosid.is Frumsýnd: 6. febrúar Hvar: Háskólabíó (LESARINN) Byggð á heimsþekktri skáldsögu - nú fáanleg í kilju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.