Fréttablaðið - 07.02.2009, Síða 62

Fréttablaðið - 07.02.2009, Síða 62
S ýningin er byggð að hluta á sýning- unni MADE IN CHINA, sem Sara vann í Xiamen útfrá upplifun henn- ar fyrstu mánuðina eystra: hvernig var að vera einangraður í fjölmenni mannmergðar. Áhrifa Tai Chi og kenninga því tengdu gætir í verkunum; mikilvægi flæðis og þess að finna jafnvægi í öllu. Verk- in hafa verið að þróast frá því þau voru síð- ast sýnd og Sara hefur bætt við verkum sem eru framhald á hugmyndum og minningum þar sem hún veltir fyrir sér reynslu frá Kína í nýju sjónarhorni; uppskerunni þá heim er komið: innsetningum, málverkum, ljósmynd- um, vídeó, klippimyndum og teikningum. Sara fæddist 1980 og er búsett í Reykjavík. Sara útskrifaðist úr Kunsthochschule Berl- in-Weissensee 2005. Hún yfirgaf skólann 2006 eftir að hafa unnið til DAAD-verðlauna og verið sæmd titlinum Meisterschuler. Strax á námsárunum varð Sara virk í sýn- ingarhaldi, bæði í hvítum kössum sem og á götum ýmissa borga víðs vegar um heiminn, þar sem hún varð frekar áberandi í Urban Art-senu Evrópu. Verk Söru eru af ýmsum gerðum og stærðum, þar sem öll efni koma til greina og allir miðlar. Hún nýtir sér til fullnustu þær aðferðir sem heimurinn býður upp á til þess að koma ákveðnum atburðum, upplifunum úr raunveruleikanum, sögum eða augnablikum á framfæri. Verkin eru frásagnarkennd, þó margræðin og opin. Þeim er ætlað að virkja ímyndunarafl áhorf- andans og vekja hugsanir um hverfandi augnablik. Í samanburði við bókmenntir og tónlist eru þau frekar ljóð en skáldsög- ur, hljóð frekar en lög. Útfærslur Söru eiga sér rætur og vísa til götulistar (Urban Art), teiknimyndahefðar, hugmyndalistar, mínim- alisma og grafískrar hönnunar. Fyrir áhugasama er vefur Söru til skoð- unar: www.sarariel.com. MIKILVÆGI FLÆÐIS Sara Riel myndlistarkona fór til Kína í fyrra og settist um kyrrt í skjóli Ineke Guðmundsson sem rekur starfsaðstöðu fyrir myndlistarmenn í Xiamen. Sara er afkastamikill myndlistarmaður og opnar nýja sýningu, Return ticket, eða Miði báðar leiðir, í Kling og bang á Hverfi sgötu í Reykjavík í dag. Eitt verk Söru á sýningunni Pétur Jóhann er fyndinn. Þetta veit fólk, sérstaklega eftir túlk- un hans á vonlausa hnakkanum Ólafi Ragnari í Nætur- og Dag- vakt. Hann hefur útlitið með sér, dvergvaxinn, eins og Elton John í framan og með kafloðinn kúlur- ass, eins og hann lýsir sér sjálfur. Með Sannleikanum rætist gamall draumur hans á Litla sviði Borg- arleikhússins, hann hefur langað til að gera eitthvað svona síðan hann hitaði upp fyrir Jón Gnarr á Ég var einu sinni nörd. Sannleikurinn er uppistand með aukahlutum. Iðandi karldönsur- um, effektatæki, myndvarpa, fiskabúri og fleira skrauti. Pétur birtist og salurinn fer strax að undirbúa sig í hláturvöðvunum, enda hefur hann þetta í sér, eins og Laddi. Fólk setur sig sjálfkrafa í grínstellingar þegar það sér hann. „Jæja, hvað segiði?“ segir Pétur afslappaður og svo byrjar ballið; tæplega tveir klukkutímar af gríni. Pétur er vel slípaður grínisti, kann þetta allt úr ótal uppistönd- um, árshátíðum og úr útvarpi og sjónvarpi. Hann fer um víðan völl í ágætlega samhangandi flæði, með spikfeitum hápunktum og dauðari inn á milli. Sumt er gam- alt efni frá honum, að minnsta kosti hafði ég heyrt áður af von- lausa uppistandinu hans í Þorláks- höfn og hundinum Boris. Annað er brakandi frumlegt, aldrei hef ég til dæmis séð fyrir mér dag í lífi rasshárs eða Geir Hallgrímsson að spila golf í himnaríki. Mér sýnist Pétur vera trúað- ur. Að minnsta kosti er hann með kross um hálsinn. Hann gerir því ráð fyrir að Guð sé stjórnarfor- maður alheimsins og að á himnum sitji undirmenn hans og ákveði örlög mannkynsins á stjórnar- fundum. Fyrir hlé fjallar Pétur um fyrirtæki Guðs og hin ýmsu mistök hans. Skrattinn kemur aðeins við sögu, en þó ekki nóg, því hann er mun fyndnari vitleysa en Guð. Eftir hlé fjallar Pétur um uppfinningar mannanna, eins og til dæmis hin ýmsu hljóð sem tölvur gefa frá sér. Hér kemur Pétur sterkur inn með fyndnum limaburði og góðum hæfileikum til að gefa frá sér leikhljóð. Hann syngur líka, bæði Elvis og aríur, og ætlaði þakið að rifna af húsinu í hvert skipti sem hann söng. Í lokin fá áhorfendur svo sann- leika Péturs, eins og þeim er ítrekað lofað í gegnum verkið. Því miður er sannleikurinn ekk- ert sérlega frumlegur og ekkert fyndinn. Mér fannst líka Pétur full einlægur þegar hann var að halda spekinni fram, svissaði úr grínistanum í hálfgerðan Herba- life-sölumann. Unglingar höfðu frábærlega gaman af sýningunni, en þetta er aðeins minna „fullorðins“. Hér er lítið um „dýpt“ sem menn eins og Ricky Gervais og Eddie Izzard búa yfir í sínu gríni. Vilji fólk létt- leikandi fíflagang framborinn af náttúrulega fyndnum náunga má hins vegar eindregið mæla með Sannleikanum. Það þarf þó varla, það er nær uppselt fram á vor. Fólk veit hvar það hefur Pétur Jóhann og hann breytist meira að segja smá í Ólaf Ragnar svo allir fái nú eitthvað fyrir sinn snúð. Dr. Gunni Dagur í lífi rasshárs Velheppnuð auglýsingaferð kynnir fyndinn og vel þekktan skemmtikraft. MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SANNLEIKURINN Höfundar: Pétur Jóhann Sigfús- son og Sigurjón Kjartansson Leikstjóri: Stefán Jónsson Léttleikandi fíflagangur með náttúrulega fyndnum náunga. ✶✶✶ Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands www.fi.is | fi@fi.is | sími 568 2533 H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / hi ld ur @ dv .is YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi og kraftyoga Allir yoga unnendur velkomnir www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Textílfélagið fagnar 35 ára afmæli á ári sem markast af endurmati á ýmsum gildum og verðmætum þjóðarinnar. Aldrei fyrr hefur verið jafn mikið prjónað og á þess- um síðustu tímum dalandi hagsældar. Íslenska ullin er á allra höndum, ánægjan við að skapa, nýta og njóta er almenn. Eftir áralanga naumhyggju þyrstir okkur í liti, áferð og fjölbreytni. Þráðlistin – textíllinn, sem var okkur lífsnauðsyn fyrr á öldum er tjáningarmáti þeirra myndlistarkvenna sem nú sýna verk sín í Gerðarsafni. Handverkið lifi r með okkur, við tjáum okkur á ólíkan og fjölbreyttan máta, sköpunarþörfi n knýr okkur áfram og mótar verkin. www.tex.is Aðgangur að safninu er ókeypis. www.gerdarsafn.is 60 ár af textílsögu Gerðarsafn - Hamraborg 4 - 200 Kópavogi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.