Fréttablaðið - 07.02.2009, Side 66

Fréttablaðið - 07.02.2009, Side 66
I BLS. 6 + Bókaðu á www.icelandair.is LONDON Flug til London gefur 2.500–8.000 Vildarpunkta. Flug og gisting í 2 nætur frá 46.900 kr. á mann í tvíbýli á K West Hotel & Spa **** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar, gisting og morgunverður. Vildarklúbbur Það verður bara að horfast í augu við þá staðreynd að nú er nauðsynlegt að spara eins og hægt er. Í London er hægt að gera ýmislegt sér til afþreyingar fyrir lítinn pening eða jafnvel fyrir ekki neitt, fara á tónleika, kvikmyndir, glens-sýningar og margt fleira. Hér eru nokkur dæmi um hvað hægt er að gera. Ókeypis tónlist í London Í „Djanogly Concert Pitch“ í and- dyrinu í Þjóðleikhúsinu á Suðurbakk- anum eru ókeypis tónleikar í á að giska klukkustund mánudaga til laugardaga kl. 17:45 og á laugar- dögum kl. 13:00; jass og önnur tónlist héðan og þaðan úr veröldinni. Í Octave við Covent Garden má hlusta á jasstónlist ókeypis á kvöldin á mánudögum, þriðju- og miðviku- dögum (gestir þurfa hugsanlega að leggja út fyrir lítilli flösku af vatni fyrir hvern mann). Í hverjum mánuði eru einstaka sinnum ókeypis hádegistónleikar í Royal Opera House. Kynnið ykkur dagskrána á netinu. Í National Portrait Gallery eru ókeypis tónleikar að heita má á hverjum föstudegi kl. 18:30. Í kirkjunum í London er oftar en ekki hægt að njóta næðis fyrir innan steinda glugga og hlusta á tónlist. Í hádeginu eru alltaf ókeypis tónleikar í St. Martin-in-the-Fields hjá Trafalgar- torgi. Á fallegum sumardegi getur svo verið tilvalið að bregða sér á Covent Garden þar sem hljóðfæraleikarar af öllum gerðum eiga það til að spila fyrir vegfarendur, sumir þeirra fjandi góðir þó að þeir hafi ekki, einhverra hluta vegna, lagt undir sig hljómleika- sali heimsins. IMPERIAL WAR MUSEUM www.iwm.org.uk VICTORIA & ALBERT MUSEUM www.vam.ac.uk NATURAL HISTORY MUSEUM www.nhm.ac.uk SCIENCE MUSEUM www.sciencemuseum.org.uk MUSEUM OF LONDON www.museumoflondon.org.uk NATIONAL MARITIME MUSEUM www.nmm.ac.uk QUEEN'S HOUSE www.nmm.ac.uk ROYAL OBSERVATORY GREENWICH www.nmm.ac.uk THEATRE MUSEUM www.theatremuseum.org TATE MODERN www.tate.org.uk/modern TATE BRITAIN www.tate.org.uk BRITISH MUSEUM www.britishmuseum.org BRITISH LIBRARY www.bl.uk RAF MUSEUM www.rafmuseum.com NATIONAL GALLERY www.nationalgallery.org.uk NATIONAL PORTRAIT GALLERY www.npg.org.uk London er tilvalin verslunarborg fyrir þá sem þurfa að vera hagsýnir en gætu samt hugsað sér að nota tæki- færið til að bæta einni eða tveimur nýjum tískuflíkum í fataskápinn. Við helstu verslunargötur í London eru margar frábærar búðir þar sem hægt er að gera góð kaup ef fólk hefur augun hjá sér. Svo má heldur ekki gleyma því að oft bjóðast tækifæri til að ná í merkjavörufatnað á niðursettu verði; þess vegna er þjóðráð að fylgjast á netinu með útsölum og lagersölum með merkjavöru. Primark Þessar lágvöruverðsverslanir eru vinsælar hjá þeim sem vilja klæðast samkvæmt nýjustu tísku. Hvað gæðin varðar má einfaldlega orða það svo að kaupandinn fær það sem hann borgar fyrir. En þeir sem ætla sér aðeins að nota tiltekna flík í nokkur skipti eða hugsa sér ekki að eiga hana lengi, geta svo sannarlega gert kjarakaup í Primark. Á fataslánum má oft finna klæðnað sem er sniðinn eftir nýjustu verkum kunnra tískuhönnuða. Það er sífellt verið að skipta út birgðum hjá Primark svo að það borgar sig að kaupa strax ef maður sér eitthvað sem mann langar í. Topshop – Zara Þetta eru verslanir sem við þekkjum hér heima á Íslandi. Stærsta verslun Topshop í London er við Oxford Circus þar sem hægt er að gramsa í ótrúlegu vöruúrvali á fjórum hæðum. Bretar líta svo á að Zara sé í dýrari kantinum í flokki lágvöruverðs- verslana en þar er samt hægt að gera góð kaup. New Look Þeir sem eru á höttunum eftir nýjustu tísku á viðráðanlegu verði ættu að líta inn í New Look. Þar er gott úrval af gallabuxum og peysum og skór og stígvél samkvæmt nýjustu tísku eru sögð á mjög hagstæðu verði. Aðalverslun New Look í London er við Marble Arch, með nútímalegum innréttingum, stáli, krómi og speglum. TK Maxx Þeir sem láta ekki deigan síga með- fram nær endalausum fataslánum í TK Maxx geta verð vissir um að finna eitthvað á fínu verði. Mottóið hjá TK Maxx er að bjóða þekkt merki á lægra verði, allt frá fatnaði til alls konar húsbúnaðar. Látið ekki gríðarlegt vöruframboðið slá ykkur út af laginu; haldið bara áfram að skoða. Treystið ekki á að stærðin sem gefin er upp á herðatrénu eða verðmiðanum sé rétt. Ef ykkur langar í einhverja flík og haldið að hún passi nokkurn veginn skuluð þið máta hana. Hjá TK Maxx er komið inn með fullt af nýjum vörum á næstum hverjum degi svo að það getur borgað sig að líta þar inn aftur og aftur. H&M Vöruúrval hjá H&M er, eins og hjá öðrum vinsælum stórverslunum í London, alltaf að breytast og vöruúrvalið getur verið misjafnt í einstökum verslunum hjá H&M. H&M hefur fengið kunna hönnuði til liðs við fyrirtækið, Stellu McCartney og Viktor & Rolf svo að dæmi séu nefnd, og Madonna hannaði nýlega fatnað fyrir H&M. Uniqlo Uniqlo eru stórfínar verslanir fyrir þá sem vilja einfaldan en óvenjulegan og smartan grunnfatnað. Sankið að ykkur toppum, notalega hlýjum flís- jökkum í nýjustu tískulitunum eða stingið í körfuna nokkrum æðislega flottum T-bolum. Þeir sem sækjast eftir þægilegum en „fönkí“ hvers- dagsflíkum gera margt vitlausara en að droppa inn í Uniqlo. Hönnuðamerki með afslætti og útsölur Þeir sem hafa áhuga á að eignast merkjaflíkur á hagstæðu verði ættu að hafa London á bak við eyrað. Farið inn á www.designersales.co.uk til að fá nánari upplýsingar um þessar útsölur sem eru fimm til sex sinnum á ári og verða í ár í lok febrúar, apríl, júní, september, október og í nóvember/ desember. Lagersölur á merkjavöru (warehouse sales) eru tólf sinnum á ári og standa yfirleitt í þrjá daga. FATNAÐUR fyrir lítinn pening AFÞREYING fyrir lítinn pening Reykjavík – London frá 14.900 kr. Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum. Flogið er tvisvar sinnum á dag, kvölds og morgna . Fyrir þá sem eru hagsýnir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.