Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2009, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 07.02.2009, Qupperneq 82
50 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson OKKUR LANGAR Í … Það var sorgleg frétt sem mér barst til eyrna á fimmtudaginn, að hinn mikilvægi maður Lux Interior væri látinn. Fyrir þá sem ekki þekkja til myndaði hann New York sveitina The Cramps ásamt eigin- konu sinni Poison Ivy en þau sköpuðu stórfenglegan stíl tónlistar og tísku á síðari helmingi áttunda áratugarins. Lux og Ivy hittust fyrst þegar hún var að ferðast á puttanum um Kaliforníu og hann bauð henni far. Parið sótti áhrif sín til alls sem mætti kalla lágmenningu fjórða og fimmta áratugarins – allt frá teiknimyndasögum, slæmum hryllingsmyndum og rokkabillírokks. Árið 1975 fluttu þau til New York og urðu partur af „senunni“ sem var í gangi þar á klúbbunum CBGB‘s og Max‘s Kansas City. Burtséð frá því að hafa framleitt ynd- islega tónlist sem fékk heitið „psychobilly“ þróuðu þau ákveðna tísku sem hafði áberandi sérstöðu. Lux, sem var mjó- sleginn og dökkhærður var hrifinn af níðþröngum latexfatnaði, hlébarða- prenti, háum hælum og augnmáln- ingu en að Poison Ivy sótti innblástur til „pin-up“-stjarna sjötta áratugarins. Hún var með eldrautt túberað hár og steig gjarnan á svið í einhvers konar sadó- masó fatnaði. Lög eftir The Cramps báru titla eins og The Creature from the Black Lagoon, Sunglass- es after Dark, Naked Girl Falling Down the Stairs og Bikini Girls with Machine Guns og það er unun að horfa á Lux skaka sér til dæmis í eldrauðu latexdressi í rauðum hælum í stíl. Ég bíð núna spennt eftir því að tískuhönn- uðir sæki innblástur til þessar- ar mikilvægu hljómsveitar og sendi fyrirsætur niður tísku- pallana með túberað hár, mikla andlitsmálningu, í minipilsum og latexi. Aug- ljóslega hafa margar hljóm- sveitir samtímans kinkað kolli til The Cramps hvað stíl varðar, meðal annars banda- ríska sveitin The White Stripes. Lux Interior vissi það að rokk og ról var miklu meira en bara tónlist. Reyndar svaraði hann, þegar hann var aðspurður um tónlist The Cramps. „ Rokk og ról hefur nákvæmlega ekk- ert að gera með tónlist. Það er miklu meira en tónlist. Rokk og ról er bara það sem maður er.“ Latex og túberað hár Enn og aftur vakti fatnaður franska hönnuðarins Nicolas Ghesqui- ère aðdáun þegar hann sýndi vorlínuna fyrir 2009 í París. Ghesqui- ère lýsti henni sjálfur sem „samspili mattrar og glansandi áferðar til þess að sjá hvernig þær endurvarpa ljósi“. Sniðin og efnin voru afar framúrstefnuleg. Fyrir dömulínuna mátti sjá skínandi kjóla í pastel- litum en karmlannslínan minnti að vissu leyti á kvikmyndir Tims Burton. - amb ROKKAÐ Svartur jakki með sérstöku sniði við gráar síðbuxur. FRAMTÍÐARSÝN BALENCIAGA Ghesquière leikur sér að formum MÍNÍKJÓLL Ferskjulitaður kjóll með perlusaumi við glitrandi leggings. SILFUR Fallegur kjóll með plíseringu við fölbleika skyrtu. GAMAL- DAGS Jakkafötin frá Balenci- aga minntu á tísku Játvarð- artímabilsins. TÖFF Stuttur grár jakki með ýktum herðapúðum við þröngar svartar buxur. > NÝTT OG SPENNANDI TÍSKURIT Heimur tískunnar bíður spenntur eftir nýju bresku tímariti frá útgáfunni Condé Nast sem lítur dagsins ljós 19. febrúar. Ritstýra þess er Katie Grand sem er þekktust fyrir að hafa ritstýrt Pop og fyrsta tölublaðið kallast „Fashion and Fame“ og skartar fyrirsætunni Agyness Deyn á forsíðu. Rose Day Cream frá Dr Hauschka er bráðnauðsynlegt í vetrarkuldanum. Fallegt augnskuggasett í bleikum tónum frá Shiseido sem fer vel við vetrarfölvann. Ári uxans fagnað í Háskóla Íslands á morgun Konfúsíusarstofnunin Norðurljós við Háskóla Íslands og sendiráð Kína standa að kínverskri vorhátíð sunnudaginn 8. febrúar kl. 13:00-16:30 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Að undirbúningi hátíðarinnar koma nemar í kínverskum fræðum við HÍ auk Félags Kínverja á Íslandi, Kínversk-íslenska menningarfélagsins, Heilsudrekans, Kínaklúbbs Unnar o.m.fl . Drekadans, bardagalistir, kvikmyndir, tónlist, læknislist, te-athafnir, matur, leikir o.fl . Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Svartar há- glansandi leggings í anda The Cramps. Fást hjá Aftur, Laugavegi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.