Fréttablaðið - 07.02.2009, Page 84

Fréttablaðið - 07.02.2009, Page 84
52 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Fjallabræður elska systur sínar og bræður í Færeyjum, eru stoltir af að verða fyrst íslenskra hljómsveita skráð á G-festival í ár og hafa gefið Færeyingum lag. „Rokk og ról. Þetta er „on“. Við erum fyrsta íslenska bandið bókað á G-festival í ár sem er seinnipartinn í júlí,“ segir Halldór Gunnar Páls- son, stofnandi og kórstjóri Fjallabræðra. Fjallabræður hafa vakið mikla athygli að und- anförnu fyrir kröftugan kórsöng við rokkað und- irspil. Og nú hefur stefnan verið tekin á Færeyj- ar á tónleikahátíðina G-festival. Fjallabræður tóku nýverið upp lag sem þeir gáfu Færeyingum sem þakklætisvott fyrir fjárframlög Færeyinga til Íslendinga þegar bankahrunið var í október á síðasta ári. Halldór segir þá Fjallabræður, sem kenndir eru við Flateyri, tengjast Færeyingum órofa böndum. Eftir snjóflóðið á Flateyri árið 1995 gáfu Færeyingar þorpinu leikskóla – hafa reyndar alltaf boðið fram aðstoð sína fyrstir þjóða þegar á bjátar svo sem eftir gos í Eyjum og snjóflóð í Súðavík. „Þetta er ekki frændþjóð heldur bræðraþjóð. Alltaf tilbúin án skuldbind- inga að hjálpa til. Ef ég sé Færeying í vanda þarf ég ekki að hugsa mig um. Þetta kemur frá hjart- anu, þannig er það,“ segir Halldór. Fjallabræður skunduðu að Færeyjarstofu í gær og kyrjuðu braginn, lagið sem þeir gefa nú Færeyingum en viðstaddur var meðal annars Elís Poulsen frá færeyska ríkisútvarpinu. Lagið verður til niðurhals á vefsíðu þess. Minni Fær- eyinga. Átta mínútna langt. „Borgaraleg skylda að þakka Færeyingum með lagi.“ Fjallabræður urðu til árið 2006 þegar Halldór krafðist þess að karlakór myndi syngja í afmæl- inu hans. Síðan hafa margir bæst við en kjarn- inn er frá Flateyri. „Nokkrir Reykvíkingar hafa fengið að vera með en þeir eiga það sameigin- legt að þekkja fjöllin fyrir vestan með nafni og/ eða hafa drukkið sig undir borðið á þorrablóti á Vestfjörðum,“ segir Halldór. Fjallabræður er hreyfing ungra manna ekki síður en hljómsveit. „Við erum sveitalubbar sem þykir vænt um land- ið okkar og erum kurteisir, auðmjúkir og berum takmarkalausa virðingu fyrir kvenfólki. Stefna kórsins er ekki önnur en að „vera í lagi“.“ Kórinn er langt kominn með að taka upp fyrstu plötuna sína. „Við erum alveg að verða til- búnir með hana og hún verður gefin út fljótlega. Lögin eru öll eftir mig með textum eftir Ásgeir Guðmundsson, Geira Rokk, sem er í bandinu. Svo eru tvö tökulög, afi minn syngur forsöng í öðru þeirra, „Afadreng“ eftir Sigfús Halldórs- son. Það er mikið af afa mínum í þessu bandi.“ jbg/drg Fjallabræður sigla til Færeyja FLOTTIR FJALLABRÆÐUR Á MÖLINNI Tónleikar á síðustu menningarnótt en nú eru það Færeyjar sem bíða, G-festi- val í sumar. > LANGAR AÐ LEIKSTÝRA Leikkonuna Jennifer Aniston langar að spreyta sig á leikstjórn í framtíðinni. „Ég hef áhuga á leikstjórn. Ég leikstýrði stutt- mynd fyrir nokkrum árum og hafði mjög gaman af því,“ sagði Aniston. Hvað er að frétta? Ég hætti við að fara í ræktina og fór frekar í apótekið. Það er nýjasta ákvörðunin mín. Augnlitur: Grænn. Starf: Dagskrárgerðarmaður. Fjölskylduhagir: Þeir eru bara fínir. Ég á þrjú börn. Hvaðan ertu? Ég er úr Húnavatnssýslu, austan undan Eyjafjöllum, Önundarfirði og Breiðholti. Ertu hjátrúarfull? Já, ég ræð í öll merki sem ég sé. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Fawlty Towers er frábært sjónvarpsefni. Uppáhaldsmaturinn: Það myndi vera kaffi og ristað brauð með osti. Fallegasti staðurinn: Hann er nú bara inni í augunum á fólki. iPod eða geislaspilari: Geislaspilari. Hvað er skemmtilegast? Þegar fólk gerir mistök sem hafa ekki alvarlegar og langvinnar afleiðingar en eru óplönuð og geta verið vandræða- leg. Hvað er leiðinlegast? Þegar fólk getur ekki viðurkennt mistök sín. Helsti veikleiki: Of hörð. Helsti kostur: Hvað ég get verið mjúk. Helsta afrek: Þriðja barnsfæðingin af því að hún var heima og gekk svo ótrúlega vel. Mestu vonbrigðin: Ég er eitthvað svo vongóð að úr öllu sem hafa verið vonbrigði hingað til trúi ég að muni rætast. Hver er draumurinn? Að verða eins og Magni og Steinunn, eiginkona hans, þegar ég er komin á áttræðisaldur. Hver er fyndnastur/fyndn- ust? Börn eru fyndnust. Hvað fer mest í taug- arnar á þér? Þegar fólk stingur höfðinu ofan í sandinn. Hvað er mikil- vægast? Að segja alltaf satt þótt það sé ljótt sem maður segir. HIN HLIÐIN EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR Á RÚV Augun í fólki fallegasti staðurinn folk@frettabladid.is FLÍS, Félag íslenskra leiklistar- nema, heldur heljarinnar flóa- markað í gamla Sirkusportinu í dag milli 11 og 20. Þar verður bókstaflega allt til sölu, meðal annars bækur, tónlist, DVD- myndir, húsgögn og listmunir. Einnig verður þar kökubasar af gamla skólanum. „Við erum á leiðinni til Akur- eyrar í árlega ferð í lok febrúar og okkur fannst flóamarkaður vera eitthvað fyrir okkur,“ segir leiklistarneminn Halldór Hall- dórsson, eða Dóri DNA. Í ferðinni ætlar hópurinn meðal annars að heimsækja Leikfélag Akureyrar og kynna sér starfsemi þess. Dóri á von á múgi og marg- menni á markaðinn í dag enda eftir miklu að slægjast fyrir áhugasama kaupendur. „Fólk er að selja þarna hluti sem því þykir mjög vænt um og vill eiginlega ekki selja en þetta er allt gert í þágu flóamarkaðarins. Við viljum líka leggja okkar af mörkum til samfélagsins,“ segir hann. Ágóðinn verður notaður til að fjármagna ferðina norður, enda hefur FLÍS ekki úr miklum pen- ing að moða. „Við viljum samt ekk- ert láta vorkenna okkur. Þetta er fyrst og fremst markaðstorg gleði og tónlistarhamingju,“ segir Dóri. Hann ætlar að taka gestum dags- ins með opnum örmum, rétt eins og þekktir aðilar úr leiklistar- lífinu á borð við Lilju Nótt Þór- arinsdóttur úr Reykjavík Rot- terdam, Snorra Engilbertsson úr Astrópíu og Ævar Þór Benedikts- son, hommann úr Dagvaktinni. Einnig verða á svæðinu nemend- ur Verslunarskólans. Þeir munir sem seljast ekki á markaðinum verða gefnir til Rauða krossins. - fb Flóamarkaður leiklistarnema DÓRI DNA Halldór Halldórsson segir að leiklistarnemar vilji leggja sitt af mörk- um til samfélagsins með flóamarkaðin- um. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Um fimmtán ár eru liðin síðan hip hop-þátturinn Kronik fór fyrst í loftið og af því tilefni verð- ur slegið til veislu á Tunglinu 28. febrúar. Taktsmiðurinn Pete Rock stígur þar á svið en hann á langan feril að baki í hip hop- bransanum. Rock kom fyrst fram á sjónar- sviðið ásamt félaga sínum CL Smooth og saman gáfu þeir út plötuna Mecca and the Soul Brother um miðjan tíunda ára- tuginn. Rock hefur einnig unnið með listamönnum á borð við Nas, Notorous B.I.G., Wu Tang Clan og Mary J. Blige. Upphitun verð- ur í höndum Forgotten Lores, Dj Intro og Dj B-Ruff. Miðasala á viðburðinn hefst á mánudag. Rock spilar fyrir Kronik PETE ROCK Plötusnúðurinn knái stígur á svið á fimmtán ára afmæli hip hop- þáttarins Kronik. 26.04.71

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.