Fréttablaðið - 07.02.2009, Síða 88

Fréttablaðið - 07.02.2009, Síða 88
56 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HESTAR Eyjólfur Þorsteinsson og Stúfur frá Miðkoti báru sigur úr býtum á fyrsta móti Meistara- deildar VÍS, Smala, sem fram fór í Ölfushöllinni. Þeir félagar fóru á kostum og án refsistiga í gegnum brautina. Gamla brýnið Sigurbjörn Bárð- arson varð annar á Lýsu frá Steinnesi og Ísleifur Jónasson varð þriðji á Bjarka frá Sunnu- hvoli. Meistaradeild VÍS: Eyjólfur vann fyrsta mótið Á FULLRI FERÐ Glæsileg tilþrif sáust í Ölfushöllinni. MYND/JENS EINARSSON MEISTARADEILD VÍS Knapi hestur 1. Eyjólfur Þorsteinsson Stúfur frá Miðkoti 2. Sigurbjörn Bárðarson Lýsa frá Steinnesi 3. Ísleifur Jónasson Bjarki frá Sunnuhvoli 4. Daníel Ingi Smárason Sjöstjarna frá Svignaskarði 5. Viðar Ingólfsson Bragi frá Glóru 6. Sigurður Vignir Matthíasson Gyðja frá Kaðlastöðum 7. Camilla Petra Sigurðardóttir Glampi frá Hemlu 8. Halldór Guðjónsson Nóta frá Margrétarhofi 9. Ragnar Tómasson Selja frá Miðkoti 10. Ólafur Ásgeirsson Hrafn frá Miðkoti > Verða Haukakonur deildarmeistarar? Haukakonur geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta og heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina með sigri á Keflavík á Ásvöllum klukk- an 19.15 á sunnudagskvöldið. Haukar eru með sex stiga forskot á Keflavík þegar fjórar umferðir eru eftir og Keflavík verður því að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á deildarmeistaratitl- inum annað árið í röð. Haukar hafa unnið báða deildarleiki liðanna í vetur, fyrst 65-60 í Keflavík og svo 80-77. Keflavík vann aftur á móti fyrsta leik liðanna á tímabilinu, undanúrslitaleik liðanna í Powerade-bikarnum í haust. FÓTBOLTI Rússinn Andrey Arshav- in gæti þreytt frumraun sína með Arsenal á sunnudaginn þegar liðið sækir Tottenham heim á White Hart Lane. „Hann er ekki í góðu formi sem stendur og ég hef mínar efasemd- ir um að láta hann spila í svona kappsmiklum leik. Ég mun sjá í hvaða standi hann er í dag- inn fyrir leik og taka ákvörðun í kjölfarið,“ sagði Arsene Weng- er, stjóri Arsenal, en breskir fjöl- miðlar telja líklegt að hann verði í leikmannahópi Arsenal og fái líklega einhverjar mínútur. Robbie Keane mun einnig spila sinn fyrsta leik með Tottenham eftir endurkomuna frá Liverpool og það sem fyrirliði. - hbg Lundúnaslagur af bestu gerð á White Hart Lane: Fær Arshavin að spila? ANDREY ARSHAVIN Fær kannski að sprikla á morgun. NORDIC PHOTOS/BONGARTS ENSKA ÚRVALSDEILDIN Laugardagur: Man. City - Middlesbrough 12.45 Blackburn - Aston Villa 15.00 Chelsea - Hull 15.00 Everton - Bolton 15.00 Sunderland - Stoke 15.00 WBA - Newcastle 15.00 Wigan - Fulham 15.00 Portsmouth - Liverpool 17.30 Sunnudagur: Tottenham - Arsenal 13.30 West Ham - Man. Utd 16.00 Eimskipsbikar karla: Selfoss-Grótta 30-31 Mörk Selfoss: Atli Kristinsson 7, Michal Dostalik 7, Guðmundur Ólafsson 5, Ragnar Jóhannsson 5 Bjarki Elíasson 3, Ramunas Mikalonis 3. Mörk Gróttu: Finnur Stefánsson 12, Zoltan Bel- anyi 7, Davíð Hlöðversson 3, Arnar Theodórsson 3, Atli Steinþórsson 2, Jóhann Jóhannesson 2, Brynjar Árnason 1, Ægir Jónsson 1. Iceland Express-deild karla: Keflavík-Snæfell 73-81 (40-33) Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 17 (12 stoðs.), Jón Norðdal Hafsteinsson 16 (15 frák.), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14 (4 varin), Gunnar Einarsson 11, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Sverrir Þór Sverrisson 5, Gunnar Stefánsson 2. Stig Snæfells: Lucious Wagner 18 (10 frák.), Slobodan Subasic 14, Sigurður Þorvaldsson 14, Hlynur Bæringsson 12 (13 frák., 4 stoðs.), Jón Ólafur Jónsson 12, Magni Hafsteinsson 8, Skallagrímur-Stjarnan 74-102 Stig Skallagríms: Landon Quick 19, Igor Beljanski 17 (12 frák.), Sveinn Davíðsson 16, Sigurður Þórarinsson 8, Trausti Eiríksson 3. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 24, Kjartan Atli Kjartansson 17, Jovan Zdravevski 16, Ólafur Sigurðsson 13, Fannar Helgason 11, Guðjón Lárusson 9, Hjörleifur Sumarliðason 6, FÓTBOLTI Þróttarar urðu fyrir áfalli í gær þegar í ljós kom að kantmaðurinn sterki, Sigmundur Kristjánsson, mun ekki leika með liðinu á næstu leiktíð. Sigmundur er á leið utan til Danmerkur þar sem hann hyggst setjast á skólabekk ásamt því að spila knattspyrnu. - hbg Áfall fyrir Þróttara: Sigmundur til Danmerkur FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur kallað á þá Sölva Geir Otte- sen og Garðar Jóhannsson inn í hópinn fyrir vináttulandsleik á móti Liechtenstein á La Manga á miðvikudaginn. Þeir taka stöðu Kristjáns Arnar Sigurðssonar og Heiðars Helgusonar sem eru báðir meiddir. Þeir Garðar og Sölvi voru báðir með í síðasta landsleik, 1-0 sigri á Möltu í vináttuleik í nóvember. Garðar lék þá sinn fyrsta lands- leik en Sölvi sinn fyrsta landsleik í þrjú ár, eða síðan 2005. - óój Landsleikur við Liechtenstein: Sölvi og Garðar inn í hópinn FÓTBOLTI Sannkölluð stórsókn hefur staðið yfir hjá Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Barce- lona á þessu tímabili enda vantar liðið aðeins eitt mark til að skora hundrað mörk á tímabilinu. Barcelona hefur skorað 99 mörk í 36 leikjum eða 2,75 að meðaltali í leik. Liðið hefur skor- að 65 mörk í 21 deildarleik (3,1) og 22 mörk í 8 leikjum í Meistara- deildinni (2,75). Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék sinn 100. leik fyrir Barcelona í vikunni, hefur skorað fjögur af þessum 99 mörkum en marka- hæstir eru Lionel Messi (22 mörk), Samuel Eto’o (22) og Thi- erry Henry (15). - óój Barcelona-liðið sókndjarft: Næsta mark er númer 100 í ár KÖRFUBOLTI Snæfellingar unnu dýr- mætan útisigur á Keflvíkingum í lykilleik í baráttunni um 3. sætið í Iceland Express deild karla í gær. Snæfellingar þurftu að vinna með meira en fimm stigum til að taka þriðja sætið af heimamönnum og það tókst þrátt fyrir að Hólmar- ar hafi klikkað á sex vítaskotum á lokamínútu leiksins. Framan af leik stefndi þó ekki í Snæfellssigur. Keflavík komst í 20-9 og var 30-19 yfir í öðrum leik- hluta þegar Snæfellingar skoruðu átta stig í röð á einni og hálfri mín- útu og minnkuðu muninn í tvö stig. Snæfellingar náðu 11-0 spretti í kringum leikhlutaskiptin í 3. og 4. leikhluta og komust í fimm stiga forustu. Snæfell komst mest tólf stigum yfir en heimamenn sóttu aðeins að þeim í lokin. „Við vorum mjög nálægt því að klúðra stigamuninum í lokin með því að klúðra endalaust af víta- skotum en svo á eftir að koma í ljós hvort þetta verður mikilvæg- ur sigur. Aðalatriðið er að vera í 4. sæti eða ofar og vera með heima- vallarréttinn. Ef við skyldum mæta þeim seinna meir þá er gott að vera með heimavöllinn,“ sagði Hlynur Bæringsson, annar þjálf- ara Snæfells. „Ég mjög sáttur við þetta því mér fannst við vera svo ragir í fyrri hálfleik. Ég og Siggi getum tekið það á okkur að við gerðum rosaleg mistök með því að tvöfalda á hindrunina upp á toppinum. Þeir hentu honum alltaf á Sigga sem rúllaði inn að körfunni og lagði hann ofan í. Þegar við hættum því og fórum að loka teignum þá fór þetta að ganga aðeins betur,“ sagði Hlynur en Sigurður Gunnar Þor- steinsson skoraði 8 af 14 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum. Hlynur er mjög ánægður með nýja manninni Lucious Wagner. en Wagner skoraði 16 stig í seinni hálfleiknum eftir að hafa skorað aðeins tvö stig í þeim fyrri. Wagner var mjög góður í seinni hálfleik hjá Snæfelli, Jón Ólaf- ur Jónsson lék vel framan af leik, þjálfararnir Hlynur og Sigurður Þorvaldsson skiluðu sínu og Slo- bodan Subasic setti niður mikil- vægar körfur. „Vörnin klikkaði hjá okkur og við fengum of mikið af opnum skotum á móti svæðinu okkar. Við vissum alveg að við máttum ekki tapa með meira en fimm stigum og við reyndum allt til enda. Við spiluðum bara mjög illa síðasta leikhlutann, vorum ekki að sækja og fórum út úr hlutnum sem við vorum að gera. Við létum þá ýta okkur alltof langt út úr okkar leik,“ sagði Jón Norðdal Hafsteinsson, fyrirliði Keflavíkur. „Þriðja sætið er ekkert farið því það er nóg eftir og við náum því,“ sagði Jón sem átti fínan leik með 16 stig og 15 fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson átti einnig flottan leik. ooj@frettabladid.is Snæfell komið í þriðja sæti Snæfellingar eru með betri árangur úr innbyrðis viðureignum við Keflavík og komst því upp í þriðja sæti úrvalsdeildar með góðum sigri í Keflavík í gær. FÍNN LEIKUR Sigurður Þorvaldsson, leikmaður og annar þjálfara Snæfells, átti fínan leik í Keflavík í gær og skoraði 14 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Grótta varð í gær fyrsta 1. deildarliðið til þess að komast í úrslit bikarkeppninnar í handbolta er það lagði Selfoss að velli, 30-31, í fyrri undanúrslitaleik Eimskipsbikarsins á Sel- fossi. Þetta er einnig í fyrsta skipti sem Grótta kemst í úrslit bikarsins. Það var troðfullt hús og mikil stemning í gær. Stemn- ingin fór vel í heimamenn sem byrjuðu mun betur og náðu allt að þriggja marka forskoti. Gestunum frá Seltjarnarnesi óx ásmegin eftir því sem leið á hálf- leikinn og þeir náðu að jafna, 15-15, þegar nokkrar sekúndur lifðu af fyrri hálfleik. Mikil spenna var í síðari hálfleik enda afar jafnt á með liðunum. Þegar 30 sekúndur lifðu leiks jafn- aði Grótta, 26-26, og allt að verða vitlaust. Selfossi tókst ekki að skora í lokasókninni og því varð að framlengja. Selfoss leiddi eftir fyrri hluta framleng- ingarinnar, 29-28. Gróttumenn gáfust ekki upp, sýndu mikla baráttu og seiglu og kreistu fram eins marks dramatískan sigur, 30-31. „Þetta var stórkostlegur leikur af beggja hálfu og synd að Rúv hafi ekki sýnt þennan leik í beinni útsendingu,“ sagði himinlifandi þjálfari Gróttu, Ágúst Jóhannsson. „Við sýndum gríðarlegan karakter í þess- um leik. Vorum í raun búnir að tapa þessum leik tvisvar eða þrisvar sinnum en menn neituðu að gefast upp og virkilega vildu vinna,“ sagði Ágúst kátur. Grótta hefur verið að byggja upp nýtt lið og setti mikinn kraft í starfið fyrir veturinn. Uppskeran er góð enda komn- ir í úrslit bikarsins og á hraðleið upp í úrvalsdeildina. „Það er náttúrulega frábært að vera komnir í úrslit bikarsins í fyrsta skipti. Ánægjulegt fyrir félagið og ekki síst stuðningsmennina sem fjölmenntu hingað og voru frábærir. Það er mikill metnaður í Gróttu og við höfum byggt upp nýtt lið. Þetta hefur gengið vonum framar í vetur verð ég að viðurkenna og við ætlum að njóta okkar áfram,“ sagði Ágúst og bætti við að ekki væri leiðinlegt að fá Val í úrslitum enda er hann fyrrum þjálfari Vals og nokkrir fyrrum leikmenn Vals í Gróttuliðinu. EIMSKIPSBIKAR KARLA: HÁSPENNTÍMAMÓTALEIKUR Á SELFOSSI Í GÆRKVÖLD ÞAR SEM VAR FRAMLENGT Grótta í úrslit bikarkeppninnar í fyrsta skipti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.