Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 3

Réttur - 01.06.1942, Page 3
vinna á hemaðarvísu og látiö sér skiljast skyldur sínar viö ættjörðina og þann, sem verkin á vígstööv- unum vinnur — rauöa herinn. Svikarar og letingjar, sem ekki hafa neina félags- lega skyldutilfinningu, verða æ færri á heimavíg- stöövunum. En þeim mönnum, sem gæddir eru aga og skipulagsgáfu, fjölgar stöðugt. En eins og ég hef þegar sagt, þá var síöastliðið ár ekki aöeins tími friösamlegrar uppbyggingar. Þaö var í sama mund ár landvarnarstríös gegn hinum þýzku inn- rásarmönnum, sem réöust á land vort á hinn svik- samlegasta hátt. II. Hernaðaraðgerðir á austurvígstöðvunum. AÖ því er snertir hemaðaraðgerðir stjórnardeilda vorra, voru þær í því fólgnar, að sjá svo um, aö herinn gæti háð sóknar- og varnaraðgerðir gegn hinum þýzku fasistaherjum. Skipta má hernaðar- aðgerðum á austurvígstöövunum í tvö tímabil: Fyrsta tímabiliö nær einkum yfir vetrartímann, þegar rauði herinn, sem hafði hmndið árásum Þjóð- verja, tók sjálfur frumkvæöið í sínar hendur, hóf sókn, og hrakti þýzka herinn um 250 mílur á fjór- um mánuðum. Annað tímabilið var sumartíminn þegar fasista- her Þjóðverja notaði sér þaö, að ekki vom til víg- stöövar annars staðar í Evrópu, söfnuðu öllu því varaliði, er þeir höfðu ráð á, rufu víglínuna í suö- vesturátt, náðu aftur frumkvæöi í sínar hend- ur og sóttu sums staðar fram 300 mílur vegar á 5 mánuðum. Hernaöaraðgerðir á hinu fyrra tímabili, einkum hinar velheppnuöu árásir rauða hersins á svæöun- um nálægt Rostov, Túla og Kalúga, hjá Moskvu, Tikvín og Leníngrad, opinberuðu tvær mikilsveröar staðreyndir. 67

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.