Réttur - 01.06.1942, Page 23
hverjum manni ljóst, sem ekki lítur á yfirborðið eitt,
heldur gerir sér far um aö skyggnast dýpra, að svo
er ekki. í 5 ár hefur flokkaskipunin verið hin sama
á Alþingi. Öll þessi ár voru þeir flokkar í meirihluta,
sem báru skaröan hlut frá borði vegna ranglátrar
kjördæmaskipunar. Fyrir ári síðan ákváðu allir flokk-
ar þingsins, að undanskildum Sósíalistaflokknum,
að fresta kosningum í allt að 4 ár. Þá þótti engin
nauðsyn til bera að leiðrétta kj ördæmaskipunina.
Hversvegna varö þaö allt í einu svona nauösynlegt?
Þaö var vegna þess, að grundvöllurinn undan þjóð-
stjórninni var hruninn. Það var ekki hægt að komast
hjá kosningum. íhald og Framsókn urðu að fara í.
hár saman. Þess vegna varð kjördæmamálið allt í
einu aðkallandi.
Það sem varð þjóðstjóminni að falli voru fyrst og
fremst sigrar verkalýðsins í baráttunni gegn gerð-
ardómslögunum, samfara kosningasigrum Sósíalista-
flokksins í verkalýðsfélögunum og við bæjarstjórnar-
kosningarnar. Eftir verkföllin miklu í janúar var það
þegar ljóst að gerðardómslögin voru úr sögunni.
Þjóðstjórnin hafði frá upphafi búið sig undir það
aö koma fram stefnu sinni með ofbeldi. Það sýndu
bezt vopnakaupin um áramótin. En hún bjó við þau
skilyrði, aö hún átti þess heldur engan kost. Samtök
verkalýðsins voru svo einbeitt og víðtæk, aö ekkert
ofbeldi hefði dugað. Verkföllin myndu aöeins hafa
magnazt, ef forustumennirnir hefðu verið teknir
fastir. Ekki hefði heldur tekizt t. d. að setja járn-
smiðjurnar í gang með því aö fangelsa alla járn-
smiðina. Og tilgangslaust var aö beita vélbyssum og
táragasi gegn mönnum, sem sátu í friði og spekt í
heimahúsum. Enda mun brezka setuliö'ið hafa gert
vopnin upptæk að mestu.
Bændaalþýðan átti líka sinn þátt í falli þjóð-
stjómarinriar. Bændafulltrúarnir á þingi Framsókn-
I
87