Réttur - 01.06.1942, Síða 31
En þaö varö töf á því að' þetta stórmál yröi lagt
fyrir Alþingi og leiö svo fram undir þinglok. Hins-
vegar sat Alþingi löngum á lokuöum f undum ogvissu
menn ekki hverju sætti. Ríkisstjórnin gaf enga
skýringu á þessu aöra en þá aö „óvænt viðhorf“
hefði skapast. Undir þinglokin var loks samþykt sú
breyting á stjórnarskránni, aö heimilt væri aö breyta
ákvæöunum um æöstu stjóm landsins meö einfaldri
samþykkt eins þings. Sjálfstæðisflokkurinn, Sósíal-
istaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn greiddu atkvæöi
með frumvarpi þessu, en Framsóknarmenn greiddu
ekki atkvæöi.
Þaö var ekki fyr en í október sem ríkisstjómin
gaf skýringu á fyrirbrigöi þessu, og var þá jafn-
framt leyft að skýra frá því, sem gerðist bak viö
tjöldin. Bandaríkjastjóm hafði sent ríkisstjórninni
,,tilmæli“ um að sambandinu við Danmörku yröi
ekki slitið og engin breyting gerö á stjórnskipulagi
landsins meðan stríðið stendur.
Þetta er í fullu samræmi við alla stefnu Breta
og Bandaríkjamanna um aö engar ákvaröanir séu
ger'öar um stööu smáríkjanna fyrr en viö friðar
boröiö. Yfirlýsingarnar um sjálfsákvöröunarrétt'nn
skulu duga meöan stríöiö stendur. Sjaiisákvöröunar-
réttinum sjálfum skal fresta þar til eftir stríö.
Þar meö var sjálfstæöismáliö komiö á nýtt stig og
haföi öðlast nýtt gildi. Frá því a'Ö Danmörk var her-
numin hafa sambandsslitin viö Danmörk og stofnun
lýöveldis aldrei veriö stórmál í augum Islendinga,
heldur aðeins formsatriöi, lokaþáttur langrar stjórn-
málabaráttu, sem öll heyrir nú sögunni til. MeÖ réttu
beindist athygli manna meir að þeim þætti sjálf-
stæöisbaráttu íslendinga, sem nú er að hefjast, held-
ur en að þeim, sem lokiö er. En eftir aö „tilmæli“
Bandaríkjanna bárust oss, var spurningin um stofnun
lýöveldis og sambandsslitin við Danmörk ekki lengur
95