Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 32

Réttur - 01.06.1942, Page 32
formsatr:Si heldur stórmál. Nú var ekki lengur um form heldur um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar að tefla. Sósíalistaflokkui'inn lagði til að hvergi yrði hikaö i þessu máli jafnframt því sem gætt yrði allrar varúð- ar og hygginda. Það var tillaga hans að samþykkt yröi á sumarþinginu lýðveldisstjórnarskrá, er síðan yrði lögQ' fyrir þjóðfund, er kosið yrði til með almenn- um kosningum. Áður en þjóðfundurinn kæmi saman, yrði undirbúin gagngerð endurskoðun stjórnarskrár- innar. Með samþykki þjóðfundarins yrði hinni nýju stjórnarskrá veitt sérstök helgi og þungi. Hinsvegar skyldi vera ákvæði um að Alþingi gæti_ákveðið aö stjórnskipunarlög þau er samþykkt yrðu 1942 öðl- uðust gildi,, áður en þau yrði lögð fyrir þjóðfund til endanlegrar samþykktar. Sósíalistaflokkurmn lagði einnig til að samtímis þessum ákvöröunum í sjálfstæðismálunum samþykkti Alþingl samúðaryfirlýsingu með Bandamönnum í styrjöldinni. Alþingl bar ekki giftu til að sameinast um þessa leið Sósíalistaflokksins. Hitt var þó fyrir öllu að öll þjóö'n stæði sameinuð um þá leið sem farin yrði. Var þá tekið það ráð að gera tilraun til að sam- eina alla þingmenn um heimUdarákvæði það, er fyrr getur í trausti þsss að málum hefði skipast svo á næsta þingi, að betur horfði- En Framsóknarflokk- urinn skarst úr leik. Neitaði hann að eiga nokkurn þátt í lausn málsins, nema haustkosningarnar og breytingarnar á kosningafyrirkomulaginu yrðu látn- ar niður falla, svo að hann fengi aö halda sérréttind- um sínum. Mun þessi fáheyröa framkoma, á þeirri stund, er þjóðinni bar hinn mesta vanda áð höndum lengi í minnum höfð. Nú hafa gerzt þau stóru tíðindi, að Bandaríkja- stjórn hefur lýst því yfir aö hún hafi ekkert við það 96

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.